Árvakur - 01.02.1932, Blaðsíða 5

Árvakur - 01.02.1932, Blaðsíða 5
ARVAKUR - 3 ekki komu drengirnir. Mamma þeirra sagdi; að drengirnir væru týnd- ir. Þá fór patbi þeirra að leita að þeim. Hann leitaði hvar sem honum datt í hug; en fann þá ekki. ovo fór hann heim með enga drengi. Mamma þeirra var orðin mjög hrædd um þá. Mtli þeir hafi ekki farið út á ísinn? sagöi hún. Pahoi þeirra fór út á ísinn; og þá fór að braka og bresta í. Hann hé.lt samt áfram. Þegar^hann kom dálítið lengra; sáhann béöa drengina á jaka. ^Hann synti út á jak- ann og náði í báða drengina og synti meö þá í land og fór meö þá heim. Varð þá mikill fagnaðarfundur og þeir lofuðu að fara aldrei í leyfisleysi. B.1orCTin ðestssoa. S I f 81 ? ö 1 I I , Veturinn I93I fórum við nokkrir skátar upp í skála; sem stend- ur vinstra megin við veginn; skammt frá Lögbergi. Við lögöum á stað á laugarcip.gskvöldi og^sátum , aftan á vörubíl; ofan á skíðunum, Þegar við komum upp á móts viö veg- 1 arspottann; sem liggur heim aö skálanum; tók hver sín skíöi og svo lögðum við af stað. Þegar við komum að ánni; sem rennur úr vatni; sem er rétt fyrir neðan skálann; kom- umst við ekki lengra, því aö hún var svo il.l yfirferðar. Buðust þá tveir skátanna; Haraldur Sigurðsson og annar; sem ég man ekki hver var;. til að vaða yfir ána og bera okkur og skíðin yfir..Þegar við komumst loks inn í skálann; fórurn við undir eins áð' búa um okkur. Því næst feng- um við kakó og svo fórum viö að sofa, Um morguninn var komið voðarok. Samt fórum við. að týgja okkur á skíðin. Við fórum yfir holtiö; sem skálinn stendur á, því að fyrir handan þaö er nóg af brekkum. Viö renndum okkur góða stund; en þá vitum viö ekki fyr en fariö er að rigna, og fórum við inn. Seinna um daginn geröi svo mikla.hláku, að við’ komumst ekki niðureftir. Seinna um kvö.ldið fóru þeir Gunn- ar Thorarensen og Haraldur Sigurðsson niður aö Lögbergi; að vita hvort mögulegt væri að fá bíl þá ura kvöldið, og urðu þeir aö hafa lugtir með sér. Þegar þeir komu aftur; sögðu þeir; að það væri vörubíll á Lögbergi og ætlaöi bílstjórinn að reyna aö koma okkur niðureftir. Aður en við lögðum af stað; fengum við kaffi. Lögðum við svo af stað; ^en skildum skíðin eftir. Eg hefi aldrei verið eins smeikur í bíl og á leiðinni niöureftir; því aö hann var annað hvcrt upp á endann, eða þá á hliðinni. Þegar ég kom heim; var mér tekiö vel; eins og ég heföi verið úr hel'ju heimtur. En aldrei hefi ég farið eins snauöa skíöaför og'þá. , Björn A. Blöndal.

x

Árvakur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árvakur
https://timarit.is/publication/1033

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.