Byggingarlistin - 01.01.1951, Page 20
65 ára:
Sigurður Guðmundsson arkitekt
formaSur Húsameistarafélags Islands
Þegar merkir menn í þjóðlífinu standa á tímamótum
ævi sinnar, er þess venjulega minnst opinberlega, og
þeirra getið, svo sem efni standa til og verðleikar.
Það var furðu lítill þytur í lofti þegar einn ágætasti
fulltrúi húsameistarastéttar Islands, Sigurður Guð-
mundsson arkitekt, fyllti hálfan sjöunda tug ævi sinnar
á rniðju síðastliðnu ári. Slíkt mun þó nær skapgerð af-
mælisbarnsins fremur en háværir Iofgerðartónar um
unnin afrek, því fáir eru þeir, sem taka Sigurði arkitekt
fram um hlédrægni og prúðmennsku í hvívetna.
Með fyrstu útgáfu sjálfstæðs tímarits á vegum Húsa-
meistarafélags Islands, sem nú hefur göngu sína, verð-
ur ekki hjá því komizt að senda Sigurði „tóninn“: hvort
honum líkar betur eða verr, — svo ríkan þátt sem hann
hefur átt í því að skapa menningu í húsagerð Islend-
inga, með árangursríku starfi í nærfellt þrjá áratugi.
Æfiferill Sigurðar Guðmundssonar verður hér aðeins
að litlu rakinn, enda langt frá því að allur sé. Þótt hær-
ur séu hvítar, er Sigurður arkitekt ennþá í fullu fjöri,
og tekur virkan þátt í öllum málum, er varða byggingar-
listina, sem m. a. má sjá á því, að félagar hans hafa
skipað honum til forustu í félagssamtökum húsameist-
ara, og fram á síðustu tíma hefur hann starfað að
nokkrum þeim höfuðbyggingum, sem þjóðin til þessa
hefir reist.
*
Sigurður Guðmundsson er fæddur að Hofdölum í
Skagafirði hinn fjórða dag maímánaðar 1885, sonur
Guðmundar Péturssonar bónda þar og konu hans Ingi-
bjargar Sigurðardóttur, ættaðri frá Efstabæ í Borgar-
firði.
Sigurður á til góðra að telja, og er þar einna fremst-
ur Sigurður listmálari, alnafni hans og ömmubróðir í
föðurætt.
Rík listhneigð og farsælar gáfur Sigurðar arkitekts
þurfa því engum að koma á óvart.
Hann innritaðist í Menntaskólann árið 1904, en varð
að hverfa frá námi í fjórða bekk sakir sjúkdóms. Las
utanskóla tvo næstu bekki til undirbúnings því fram-
haldsnámi, er hann hafði ætlað sér.
Til Kaupmannahafnar hélt hann árið 1915 og innrit-
aðist í listaháskólann. Stundaði hann þar nám í bygg-
ingarlist meira og minna til ársins 1924, án þess þó að
Ijúka fullnaðarprófi. Var hann annar þeirra íslendinga,
er notið hafa háskólamenntunar í byggingarlist, en
hinn fyrsti var Guðjón prófessor Samúelsson.
Jafnframt námi vann Sigurður fyrir sér með störfum
á teiknistofum í Kaupmannahöfn, og jafnvel blaða-
mennsku í kvöldstarfi. Var hann um skeið starfandi við
fréttaþjónustu Berlingske Tidende.
Um þetta leyti þýddi hann einnig leikritið „Mörður
Valgarðsson“, eftir vin sinn Jóhann Sigurjónsson skáld.
Þessari þýðingu Sigurðar er viðbrugðið fyrir stílhreint
og gott íslenzkt mál.
A námsárunum ferðaðist Sigurður rnikið um Evrópu
til þess að kynna sér byggingarmál annarra þjóða, og
víkka þannig sjóndeildarhringinn fyrir það starf, er
hann hafði valið sér, og vildi láta landa sína njóta góðs
af.
*
Að lokinni útivist kom Sigurður Guðmundsson til
íslands árið 1925, og tók þá til óspilltra málanna í
starfi.
Þeir Guðjón Samúelsson og Sigurður komu heim um
líkt leyti. Voru þeir hinir fyrstu er héðan höfðu leitað
æðri menntunar í byggingarlist, og þeirra beið að
mestu ónuminn akur á því sviði.
Þessir menn hlutu að marka tímamót í byggingar-
sögu landsins, og starf þeirra var allt annað en auðvelt,
því við fordóma og skilningsleysi var að etja fyrst fram-
an af. Þótti jafnvel hlálegt að kenna húsasmíði við list,
enda miklu fremur verkefni hins faglærða iðnaðar-
manns að segja fyrir um gerð húsa.
Þetta breyttist þó furðu skjótt, þannig að við sem
yngri erum, höfum notið góðs af öruggu brautryðjenda-
starfi, og augu manna hafa smátt og smátt opnazt fyrir
hinni miklu þýðingu, sem í starfi húsameistarans er
fólgin. I sögu þeirrar þróunar ber nafn Sigurðar Guð-
mundssonar hátt.
Við erum einnig orðnir margir í stétt yngri húsa-
meistara, sem notið höfum góðs af handleiðslu og sam-
starfi við Sigurð Guðmundsson, bæði á námsárum og
að loknu námi. Við erum þakklátir þeirri kynningu og
þeirri örvun er hún gaf.
Framh. á 22. bls.
18
1951,1 BYGGINGARLISTIN