Byggingarlistin - 01.01.1951, Page 25

Byggingarlistin - 01.01.1951, Page 25
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON arkitekt: Hugleiðingar um hús og höfuðstað Utvarpserindi, jlutt á listamannaþingi 1950 Að þessu sinni verður útvarpsþáttur listamannaþings- ins ekki nijög hátíðlegur og ekki heldur skáldlegur, því að húsameistarinn þekkir sín þröngu takmörk á sviði listarinnar, eða ætti að gera það, að minnsta kosti. Að vísu hefur húsagerð eða arkitektur verið nefnd móðir listanna, en það er víst langt síðan því hefur ver- ið haldið á lofti. Enda skipar hún nú mjög hæverskan sess, að minnsta kosti hér, þótt arkitektunum hafi hlotn- azt sá heiður, að fylla þann flokk, er nefnist Bandalag íslenzkra listamanna. Að þessu sinni verða ekki sögð nein stórtíðindi úr heimi listarinnar. * Það getur verði gaman, að líta í gömul myndaalbúm og virða fyrir sér andlit, sem maður hefur hálfgleymt, eða aldrei séð, en veit nokkur deili á. Eg fór að virða fyrir mér gamalt andlit, sem ég hafði séð fyrir hálfum fimmta áratug — andlit höfuðstaðar- ins. Bæjarlandið var ekki ásjálegt, þegar ég sá það fyrst. Þar skiptust á melar, stórgrýtisurð, kargaþýfðir móar og moldarbörð, flög og svartar fúamýrar og mógrafir. Þó voru vinjar í þessari eyðimörk. Kringum miðbæjarkvosina voru nokkrir vænir og vel hirtir túnblettir. Þeir voru girtir hlöðnum grjótgörðum, sem mér þóttu hin merkilegustu mannvirki. Mér varð að vísu starsýnna á alþingishúsið, kirkjuna, latínuskól- ann og tugthúsið. Sérstaklega þóttu mér fallegir veggir alþingishússins og þeir eru óneitanlega staðbetri að sjá heldur en þessir efnislausu slétthúðuðu sementsveggir, er síðar komu til sögunnar. Gömlu grjótgarðarnir, þeir sem bezt voru hlaðnir, voru líka skemmtilegri en steinsteypugarðarnir nýju og féllu betur við túnin. Steinarnir voru veðraðir og marg- víslega skreyttir skóf og mosa og grjótið var mjúkt á að líta. Kálgarðar voru víða. — Kálgarðar eru mjög gagn- legir en til lítillar prýði, nema rétt um hásumarið. Blómarækt utanhúss var ekki teljandi, en gluggablóm voru algeng og gluggablómin settu sinn gleðisvip á þessi látlausu og vingjarnlegu hús. Lítilsháttar trjágróður sá ég við þrjú eða fjögur hús. BYGGINGARLISTIN 1951,1 Torfbæir voru þá fáeinir enn við líði. Nú eru torfbæ- irnir gömul saga: „Að grunni var rifinn gamall bær með gróna veggi og burstir þrjár. Af jörðu hann reis. Svo varð jörð á ný, vort jarðneska skjól í þúsund ár.“ Svo kveður Guðfinna frá Hömrum. Um aldamótin voru Gróðrarstöðin, eða ,,Hallskot“ og „Hans póstur“ uppi í sveit. Bærinn hefur vaxið langt út fyrir takmörk þeirrar spádómsgáfu, sem hér var til um aldamótin. Hér voru flest hús af timbri, á lágum og lélegum grunni. En timbrið mun hafa verið miklu betra en það sem nú er á boðstólum, því að þau entust furðanlega vel, þótt þau væru ekki járnvarin, eins og nú tíðkast. Víða var steinskífa á þökum og sums staðar var einnig skífa á veggjum. Flest voru íbúðarhúsin lítil og lág, en að ytri ásýnd höfðu þau á sér einhvern heimilisblæ og hæverskan ein- faldleik, sem ég sakna, þegar ég horfi á sum hinna nýju húsa, þótt þau taki annars hinum eldri langt fram að flestu leyti. * Bætt húsaskipun og tækni hafa gert hús okkar miklu nothæfari og vistlegri og flest þeirra miklu traustari, því verður ekki neitað. Tækni, verkstjórn og vinnuafköst hafa þó engan veg- inn komizt á það stig sem til þarf, að færa niður hinn óskaplega byggingarkostnað. Efnið er einnig dýrt. Og það sem verra er, það er mjög lélegt, margt af því. Oft er timbrið svo vont, að hvergi annars staðar, þar sem ég þekki til, mundi það þykja nothæft, að smíða úr því annað en bráðabirgða- skúra á vinnustöðum, eða eitthvað slíkt. Fluttar hafa verið inn birgðir af krossviði, sem virtist óhæfur til annars en umbúða. Einnig hefur komið talsvert af eik til smíða, sem heita má ónýt. Gólfdúkar komu, að vísu ekki mjög mikið, sem voru gjörsamlega ónýtir (líklega ,,clearingvara“). Keypt hefur verið málning, sem má heita endingarlaus. Svona mætti lengi kelja. 23

x

Byggingarlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.