Byggingarlistin - 01.01.1951, Page 26

Byggingarlistin - 01.01.1951, Page 26
Ekki veit ég hvaða máttarvöld hafa verið hér að verki. Erum við neyddir til að kaupa rándýrt rusl, sem eng- ir aÖrir vilja nýta, þótt við verðum ef til vill að hafa einhverja vöruskiptaverzlun? Mig skortir allan æðri skilning á hagfræði. Þess vegna leyfi ég mér aðeins að spyrja. Tækni við húsagerð ætla ég að leiða hjá mér í þetta sinn, að mestu leyti. Þó vildi ég lítillega minnast á hita- einangrunina, eða skjóllagið og annað atriði til. Yfirleitt eru húsin ekki nægilega hlý í vetrarkuldun- um. Algengt er að að nota hér 7 cm þykkar vikurplötur sem skjóllag. Þetta er of lítið á venjulega steypuveggi, jafnvel þó að nokkurt loftbil sé á milli plötu og veggjar. Því má bæta við, að plöturnar eru oftastnær of nýjar. Ennfremur eru einfaldir gluggar, með venjulegu þunnu gleri, mjög kaldir. Mörgum er hálfilla við tvö- falda glugga — að minnsta kosti af þeirri gerð, sem hér hefur tíðkast. Komið gætu til greina samsettar rúður, tvöfaldar. Samskeyti brúnanna verða að vera traust og alveg loft- held og loftrún milli glerjanna rakalaust. — Getur ekki einhver, sem verzlar með gler, fengið einkaleyfi fyrir slíkri samsetningu og gert þetta hér? Það er ekki þægi- legt, að þurfa að panta þessar samsettu rúður af ýms- um stærðum frá útlöndum, í hvert skipti, sem á þeim þarf að halda. En hér ríður á vandaðri vinnu. Hitatapið varðar ekki eingöngu fjárhaginn, heldur einnig líðan og heilsu þeirra, sem í húsinu búa. Brenn- andi heitir ofnar geta aldrei gert herbergi notalegt, ef veggirnir eru ískaldir. Auk þess er mjög sterkur ofnhiti ekki hollur. Einn er sá ljóður í ráði húsameistarans, að honum hættir við að gleyma því mikla menningartæki, sem nefnt er útvarp. Hann gleymir útvarpstækinu, þessu ómissandi píslarverkfæri, sem skefur innan hlustirnar á saklausu fólki, nótt og nýtan dag og gerir það tauga- bilað og hálfsturlaÖ. Og þetta er, að heita má, í hverju húsi. — Svona er hægt að misbrúka góða hluti: Styrj- öld innan fjölskyldunnar. Styrjöld við nágrannana hinu- megin við vegginn, hinumegin við gólfið, hinumegin við loftiÖ — undir, yfir og allt um kring. Þessu má húsameistarinn ekki gleyma. Hljóðeinangr- un íbúðarhúsanna, sérstaklega sambýlishúsanna, er orð- in nauðsyn. Það er að vísu erfitt og dýrt að tryggja það, að hver fjölskylda búi ein að sínum eigin glymj- anda, en nokkrar ráðstafanir má þó gera gegn út- breiöslu plágunnar, ef byggjandinn vill kosta einhverju til, að bæta fjölbýlið. En þetta hefur allt sín takmörk. Til dæmis er ekki sennilegt, að misklíöin innan fjöl- skyldunnar verði nokkurntíma hljóðeinangruð. * íbúðarhúsin hafa að undanförnu gengið eins og flóð- alda yfir bæjarlandið. í ört vaxandi bæ er íbúöarhúsa- 24 byggðin mjög aðgangshörð og stundum erfið viður- eignar og hræddur er ég um, að byggingarstjórn bæjar- ins hafi ekki staðizt þá raun sem skyldi. Svo virðist sem íbúðarhúsin hafi lagt undir sig staði, sem æskilegt hefði verið að nota til opinberra þarfa, bæði sem byggingalóðir handa bæ og ríki og opin óbyggð svæði mættu vera fleiri en nú eru. Ennfremur er nauðsyn að hugsa fyrir svæðum á hent- ugum stöðum til athafna og iðju ýmiss konar og ekki skera þau við nögl, því að það getur orðið vaxandi iðn- fyrirtækjum dýrt að lenda í þrengslum og neyðast til að flytjast búferlum vegna nauösynlegrar stækkunar, sem ekki kemst fyrir og óvíst, að þá sé nokkur kostur á heppilegum stöðum handa þeim, ef þau þurfa að vera inni í bænum. Umferöamiðstöð, eins konar járnbrautarstöð handa bænum, hlýtur að leggja undir sig allstórt svæði, en ekki mun sá staður ákveðinn. Nefnd var þó einhvern- tíma skipuð til þess að ráða fram úr umferðavandræð- unum og hún kvað hafa skilað af sér allstórri greinar- gerð um málið. Umferðarvandræðin í gamla bænum verða ekki leyst, svo viðunandi sé, nema rýmt sé til á nauðsynlegustu umferðarleiðunum, — ef ekki á að banna öll farartæki, nema ef til vill strætisvagna og slökkviliðsbíla á þessum slóðum. Þetta verður ekki gert í einni svipan. Það tekur nokk- uð langan tíma og getur kostað talsvert. En það er nauðsynlegt að byrja á þeim ráðstöfunum þegar í stað, meðan ekki er alveg loku skotið fyrir þær framkvæmdir. Við þessar götur, t. d. Laugaveginn, eru langir kaflar, þar sem enn standa gömul og hrörleg timburhús og víða eru þar alldjúpar baklóðir. Þar ætti að vera auðvelt að breikka götuna, jafnótt sem byggt er upp af nýju. Þarna kæmu smám saman vik á löngum köflum, þar sem hægt væri að koma fyrir einhverju af þeirri bílamergð, sem stendur í röðum við götuna og gerir alla umferð mjög torvelda og hættulega. Að sjálfsögðu verða nýleg steinhús að standa enn um langt skeið, þar sem þau eru komin. * Hvar er vegurinn til h'fsins í ríki náttúrunnar? Hann er vandfundinn í grennd við Reykjavík. Hvert eiga menn að fara til að viðra sig, þegar þeir eiga tómstund — en engan bíl? Mörgum verður það fyrir að leggja út á einhvern bílveginn, fótgangandi — því að margir kunna enn að ganga. Þeir eiga reyndar á hættu að verða fyrir ein- hverjum bílnum, ef þeim verður litið af veginum. Og Þeir verða að gleypa talsvert af ryki, ef ekki er rigning. Maður leggur af stað og gengur góða stund, þangað til einhver hæðin blasir við og býður upp á fagra útsýn. Þangað er gengið upp. Þar er melur og mikið grjót. Út- sýnin er fögur og maður sættir sig við melinn og grjót- 1951,1 BYGGINGARLISTIN j

x

Byggingarlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.