Byggingarlistin - 01.01.1951, Síða 31

Byggingarlistin - 01.01.1951, Síða 31
Vér viljum því benda á að þessi íbúða- skipan og notkun hennar er alröng. Hver fjölskylda þarf góða stofu til dag- legra afnota, 10—12 fermetra svefnherbergi og 1—2 smáherbergi 6—8 m2 handa börn- unum. Þessar síðast nefndu íbúðir þurfa hvorki að vera stærri né dýrari en þær gerð- ir, sem vér nú búum við, en þær munu bera íbúum sínum vott um hærra menningarstig. Einmitt nú, þegar Fjárhagsráð hefur í hendi sér að hafa áhrif á gerðir íbúða, ætti að vera auðvelt að beina þessum málum í rétta átt, en til þess þarf að veita almenn- ingi nokkra fræðslu í þessum efnum, eins og síðar verður vikið að. II. fl. Byggingasamvinnufélögum eru sett stærðartakmörk í lögum nr. 71 frá 11. júní 1938 og mega íbúðirnar ekki fara fram úr 500 teningsmetrum. Mörk þessi eru það rúm að byggja má allt að 702 í tveim hæðum og kjallara, eða 7 herbergi og kjallara. Senni- lega væri betra að hafa þarna fleiri stærðar- takmörk, eftir herbergjafjölda, þótt aðalhá- mark 500 m3 héldist, en ætti þá við mestan herbergjafjölda. Á þann hátt mætti sjá við því að stærsta hámak væri notað til fram- dráttar íburðar íbúðum handa litlum fjöl- skyldum. Lang mest hefur þó verið hyggt af húsum með einni íbúð á hverri hæð (tvíbýlishús) eða tvö slík saman (fjórbýlishús) og lang- mest af einstaklingum. Furðu gegnir hve hús þessi eru óhaganleg og vanhugsuð, þó her- bergjafjölda sé í hóf stillt, er stærð ein- stakra herbergja svo óhófleg að algengt er að sjá svefnherbergi 20—25 m2 í stað 10— 12 m2 og annað þar eftir, því íbúðir þessar, sem eru 4—5 herbergi eru mjög oft 140— 150 m2. Notagildi þessara íbúða myndi auk- ast þó þær rýrnuðu um 25—30% en öllum hlýtur að vera 1 jóst hverjir geysi sparnaðar- möguleikar eru hér fyrir hendi, bæði í efni, vinnu og fjármunum þeim sem fórnað er á altari slíkrar fákunnáttu. Síðastnefndar byggingar eru að mjög verulegu leyti teiknaðar af algeru athugun- ar- og hirðuleysi um notagildi og efni og mætti benda á f jöldann allan af byggingum til sönnunar þessum sorglegu staðreyndum. III. fl. I þessum flokki eru aðallega frem- ur lítil „einnar hæðar einbýlishús" en sá er hængur á að kjallari er nær alltaf notaður til útleigu og jafnvel lág ris innréttuð til íbúðar, svo að minnst 50% af þessum vist- arverum eru ólöglegar, samanber lög nr. 57 frá 14. júní 1929, en séu risíbúðirnar taldar með verða ólöglegu íbúðirnar í verulegum meiri hluta, jafnvel í heilum nýjum íbúðar- hverfum. Orsakir þessa ástands eru þær að fólk fær ekki risið undir kostnaði sómasam- legra íbúða, og freistast til lagabrota sér til kostnaðarléttis. Tillögur Til þess að geta spornað við þeirri miklu eyðslu, sem liggur í handahófslegum plön- um og óverjandi undirbúningi, þykir oss til- hlýðilegt að settar verði reglur er komi í veg fyrir þetta. Vér teljum af ofangreindum ástæðum nauðsynlegt að setja reglur um stærð lier- bergja og þá bæði minnstu og mestu stærð. Reglum þessum væri ætlað, auk hins aug- ljósa sparnaðar, að forða mönnum frá því að byggja eftir uppdráttum, sem gerðir eru af fullkomnu ábyrgðarleysi. Auk þessara takmarkana álítum vér að rétt væri að krefjast ákveðinnar lágmarksnýtni í plan- leggingu, t. d. þannig að sett væri lágmarks- hlutfall milli íbúðarherbegja og brútto- stærðar íbúðarinnar. Allir vita að með aðal- efni okkar, steinsteypu, er ekki tjaldað til einnar nætur, húsin eru þau traustustu er fyrirfinnast á byggðu bóli, mjög erfið til breytingar og geta staðið í aldaraðir. Þegar gætt er hinnar öru þróunar síðustu 50—70 árin, verður það hverjum hugsandi manni Ijóst, að við þurfum ekki að ætla okkur þá dul, að við séum þess megnugir að FRÁ RITST Tímarit Húsameistarafélags íslands, er hér hefur göngu sína, hefur átt sér alllang- an aðdraganda og ekki er laust við að félags- menn hafi verið farnir að örvænta um út- komu þess. Margt hefur orðið til að tefja út- gáfuna og skal það ekki rakið hér, en aðeins á það bent að útgáfa tímarits, sem byggir tilveru sína á þegnskylduvinnu fárra manna verður að sjálfsögðu mörgum erfiðleikum háð. Eitt aðalhlutverk tímaritsins verður að sjálfsögðu það að kynna íslenzka byggingar- list, og verður um að ræða birtingu verka, sem fullgerð eru, svo og hugmyndir, (pro- jekt), sem aðeins eru til á pappímum, og getur þar verið um að ræða annaðhvort sam- keppnisuppdætti eða verkefni, sem ýmsum arkitektum hefur verið falið til úrlausnar. Það skal strax tekið fram, að einungis munu verða tekin til birtingar þau verkefni, sem á hverjum tíma má skoða sem það bezta á sviði íslenzkrar byggingarlistar. Annan dóm en þann, sem í þessu felst, mun ritstjórn tímaritsins ekki leggja á verk þeirra arki- tekta, er hér eiga hlut að máli, og sá háttur verður hafður á, að viðkomandi arkitekt kynnir sjálfur verk sitt fyrir lesendunum. Hann þekkir bezt allar forsendur og fram- kvæmd verksins. Þetta ber þó á engan hátt að skilja svo, að útilokuð sé í þessu riti öll gagnrýni á verkum arkitekta, ef sú gagnrýni er skrifuð af þekkingu og skilningi á verk- efni arkitektsins, og til þess fallin að efla heilbrigða dcmgreind almennings og áhuga fyrir íslenzkri byggingarlist. Annar megintilgangur tímaritsins er að byggja íbúðarhús, sem reynast munu not- hæf í aldir. Lifnaðarhættir og viðhorf þjóð- arinnar munu fara sínu fram. Þeim mun var- anlegra sem efnið er, því hetur verður að vanda til alls fyrirkomulags, svo þjóðin geti sem lengst, sér að skaðlausu notað verk okk- ar, og kinnroðalaust sýnt þau öðrum. Ur- lausnar er að vorum dómi að vænta í aukn- um skilningi almennings, aukinni fræðslu og nánara samstarfi við húsameistarana. Vér leggjum því til að Fjárhagsráð beiti sér fyrir að húsameistararnir séu hvattir til þátttöku í einskonar keppni um beztu upp- drætti af þeim byggingagerðum er mest er aðkallandi að bætt sé um. Uppdrættina ætti ekki að verðlauna held- ur greiða eitthvað fyrir þá alla og hafa þá til sýnis á góðum stað. I sambandi við sýn- inguna ætti að fara fram umræður og fræðsluerindi. Dagblöðin mundu auðfengin til að birta það bezta sem fram kæmi, svo þetta næði til almennings. J ÓRNINNI birta greinar um byggingarmál, ekki aðeins listræns og tæknilegs efnis, heldur einnig félagslegs og hagfræðilegs eðlis, og má vera að það hafi verið hvað þyngst á metunum, er Húsameistarafélagið ákvað að ráðast í út- gáfu þessa tímarits. Félagsmönnum varljóst, að þeir gátu ekki lengur verið hlutlausir áhorfendur að því, sem er að gerast í lms- næðis- og byggingarmálum þjóðarinnar, en sýnt þótti af reynslu undanfarinna ára að svo mundi verða framvegis, ef félagið hefði ekki sitt eigið málgagn. Þá er það einnig hlutverk tímaritsins að kynna erlenda byggingarlist, og er ástæða til að ætla að sá þáttur geti orðið bæði til fróð- leiks og ánægju þeim lesendum, er engin tök hafa á að afla sér erlendra tímarita um þetta efni. Hvernig þessum þætti verður hag- að mun tíminn leiða í ljós, en fyrst og fremst verður þar um að ræða nútíma hygg- ingarlist. Að síðustu þetta: Það er á valdi félags- manna sjálfra, hvort tímaritið á framtíð fyrir höndum, og hvort það verður fært um að gegna sínu hlutverki. Því er nauðsynlegt að þeir séu samtaka um að gera það sem bezt úr garði, svo að það nái tilgangi sínum, og hjóti almenna útbreiðslu. Það er sann- færing mín, að það erfiði, sem íslenzkir arkitektar leggja á sig í dag til að gefa út tímarit þetta, verði er fram líða stundir, launað rikulega með auknum skilningi al- mennings á gildi góðrar byggingarlistar og starfi arkitektsins. S. Th. BYGGINGARLISTIN 1951,1 29

x

Byggingarlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.