Byggingarlistin - 01.01.1951, Page 35
væru í aðra hönd, effa sem lán frá einka-
aðilum, sem þá hafa verið veitt með mjög
slæmum kjörum. Með lánveitingum sínum
tekur ríkið á sig þessa áhættu, sem raunar
má segja, að sé mjög lítil, og um leið er
einni helztu réttlætingunni fyrir fasteigna-
gróðanum rutt úr vegi.
Þegar byggingarkostnaður og vextir
hækkuðu á fyrstu stríðsárunum var það talið
nauðsynlegt að koma að mestu í veg fyrir,
að húsaleiga hækkaði í nýbyggðum húsum,
þar sem slík hækkun hefði von bráðar leitt
af sér almenna hækkun á húsaleigu. Á árinu
1941 hóf ríkið þá veitingu þriðja veðréttar-
lána, svipuðum þeim, sem nú eru veitt. Það
sýndi sig þó fljótlega, að sú vaxtalækkun
sem hér var um að ræða, nægði ekki til að
halda leigunni óbreyttri. Árið eftir var því
ákveðið að veita viðbótarlán, „tillággslán“,
sem ekki var gert ráð fyrir að stæðu undir
vöxtum og afborgunum. Var þá upphæð
þessa láns reiknuð út á þeim grundvelli, að
gengiff var út frá húsaleigunni fyrir stríð
og áætluðum rekstrarkostnaði, og síðan
reiknað út, hvert verðmæti byggingarinnar
mætti vera til þess að geta staðið undir vöxt-
um og afborgunum á gildandi lánskjörum.
Þetta verðmæti er hið svokallaða „avkast-
ningsvárde", og viðbótarlánið var mismunur
þess og byggingarkostnaðarins. Síðar var
þessari útreikningsaðferð breytt á þá lund,
að lánið er miðað við ákveðna upphæð á fer-
meter, mismunandi eftir því, hvar í landinu
byggingin er. Var þessi breyting gerð með
tilliti til þess, að óeðlilega dýrar byggingar
hefðu ekki möguleika til að fá hærra lán en
aðrar.
Þau „tillággslan", sem veitt eru samkvæmt
hinni nýju löggjöf, eru eftirstöðvar af þess-
um aðgerðum styrjaldaráranna, og er ætl-
unin að þau verði afnumin, þegar tímar líða
fram og byggingarkostnaður lækkar að nýju.
Enn sem komið er hefur þá reynzt óhjá-
kvæmilegt að halda áfram veitingu þeirra,
nema í stórborgunum, Stokkhólmi og Gauta-
borg. Það er athyglisvert að veita má hærri
viðbótarlán til þeirra bygginga, sem byggð-
ar eru að vetrinum, og er gert ráð fyrir, að
því fyrirkomulagi verði haldið til að stuðla
að jöfnun byggingarstarfseminnar á árstíð-
ir. Sveitarfélagið, sem byggingin stendur í,
er skyldugt að leggja fram sem svarar 14
hluta af viðbótarláninu. Viðbótarlánin eru
sem fyrr getur vaxtalaus og engar afborganir
eru greiddar af þeim. Að tíu árum liðnum er
ætlunin, að þau séu afskrifuð sem óaftur-
kræft framlag. Hafi leiga verið hækkuð eða
ástæða sé til að ætla, að húsið framvegis
geti staðið undir þessu láni, er þó heimilt
að ákveða að vextir og afborganir skulu
greiddar.
1 axtatiygging, hliðstæð þeirri, sem veitt
er í sambandi við „egnahemslán", er veitt
öllum þeim, er fá „tertiárl&n", og „tillággs-
l&n“.
LUDVIG
STORR & Co.
Símar 2812, 3333
Laugavegi 15
Lyftan i BúnaÖarbank-
anum
THOMAS B. THRIGE, Odense
Vér útvegum frá
Thomas B. Thrige,
Odense, allar gerðir af:
Fólkslyftum
Matarlyftum
Vörulyftum
Ennfremur:
Rafmótora, allar gerðir
Generatora etc.
Vér framleiðum:
byggingasteina, ,,vibrereða“, hola
og óhola, gangstéttahellur og
garðhellur í ýmsum litum, vikur-
steina og vikurplötur, steinstólpa
í rafmagnslínur o. fh, götuljósa-
stólpa og Ijósker (úr aluminium),
girðingastólpa, stoðir og súlur.
STEIMSTOLPAR H.F.
Höfðatúni 4 . Sími 7848
BYGGINGARLISTIN 1951,1
33