Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 4
19G ALÞÝÐUHELGIN að fara, þá vildi það verða um sein- an, því á sama augnabliki datt ég ofan í gilið með öllu saman. Samt klungraðist ég af um nóttina til Héð- insfjarðar og komst til bæjar að Ámá, og þótti mál vera. Bað ég nú bóndann Ásmund að taka af mér kapalinn inn í hús, sem þá var með öllu yfirkominn. Þegar við hjónin vorum nú aftur komin í Grundarkot, sem fyrr segir, , eftir fannfargið, þá var ekki fært að búa í baðstofunni; tókum við svo pallinn úr henni og byggðum hann í skemmunni og tilsettum bás þar neðan undir handa kúnni. Þarna hýrðumst við um veturinn það eftir var; fór ég þá að moka ofan af eld- húsgluggunum og voru það 5 álnir. Að viku liðinni hér frá tók af læk- inn að öllu; mátti ég bera allt vatn bæjarleiðina frá Vatnsenda. Sá ég það og reyndi, að ég mundi ekki til þess endast, og keypti ég 2 menn og klufum sundur skafl, sem var seiling á hæð, til annars lækjar, og þar hafði ég vatn það eftir var, en í 5. viku sumars sást fyrst á vindskífur skemmunnar. Að nokkrum árum liðnum kom mér til hugar að hafa mig í burt úr þessari harðindasveit. Falaði því jarðnæði og fékk það í orði hjá bónd- anum Jóni á Geirmundarhólum þá- verandi. Hann lofaði mér hálflendu jarðarinnar í orði, en ekkert var gert skriflegt. Reiddi ég mig á þetta loforð, og rak ég að heiman 55 kind- ur að tölu mánudaginn seinastan í vetri, en 15 skildi ég eftir undir hirðing konu minnar. Áfangi minn fyrsti var að Bakka á Bökkum, og þar var mér sagt, að brigðyrði mundi á liggja byggingunni á Geirmundar- hólum. Maður sá, sem bjó á Bakka, var kunningi minn og bauð mér að láta kindur mínar hjá sér dvelja, meðan ég fyndi húsbóndaefni mitt. Þetta þáði ég. Er ég fann nefndan Jón á Geirmundarhólum, var hann búinn með öllu mig að svíkja um áður talað jarðænði. Daginn eft- ir gekk veðurátt til hríðar og rak að hafís. Þarna stóð ég ráðalaus með skepnur mínar; þessi áðurnefndi Jón á Bakka tók að sér 12 gemlinga, en hitt rak ég af stað í stórhríð yfir 4 bæi, og fékk ekkert húsnæði, en þegar ég fann hreppstjóra Guðmund á Yztahóli, leyfði hann mér að fara í sjóbúð, sem faktor Jakob Havsteen átti á Mýrnavíkurbakka. Þá var bóndi Helgi nokkur Þórðarson á Keldum og hafði lyklavaldið. Hann tók mér heldur stygglega, bannaði mér búðina og atti á mig og skepn- urnar grimmum hundum. Ég þóttist nú eiga fótum fjör að launa, þá ég þaðan komst. Hitti ég því næst mann, er stóð yfir kindum, Björn á Yztahóli. Ilann ráðlagði mér að fara að Fjalli, því þar væru 2 kofar laus- ir, sem hann vissi. Þegar ég þangað kom var húsbóndinn síra Ásmund- ur Gunnalugsson1) ekki heima, en bústýra Soffía var heima og leyfði mér að fara í kofana freðna og gadd- aða. Þar lét ég inn kindurnar og braut upp torf og grjót og lét í dyrn- ar. Nú settist ég að, og gerði stúlkan vel til mín, en sagði þar hjá, ég mætti búast við Rammaslag, þegar húsbóndinn heim kæmi, því hann mundi ölvaður, hvað og reyndist of- satt, því þá hann heim kom var í meira lagi ryk á manninum, en ég var kominn í værð, og vaknaði við vondan draum, þegar maðurinn öskrandi barði stokka og steina, hleypti kindunum út úr kofunum, en tók eina ána mína og kom með hana inn á baðstofugólf, og kvaðst ætla að marka hana, og varð fyrir því for- ustuærin. Hressti ég upp hugann og fyrirbauð þetta verk; flúði ég svo hálfnakinn um nóttina til næsta bæjar í hríðarveðri, og kól mig bæði á hendur og eyru, en hann tók hatt minn og skó og hélt því eftir. Þannig á mig kominn flúði ég að Kappa- stöðum, svo heitir bær, sem ég að kom. Fólkið aumkaði mig og léði mér föt og skinnklæði. Morguninn eftir var enn nú stórhríð, þegar ég aftur að Fjalli kom; var prestsins góða bústýra búin að ná fötum mín- um öllum, en kindur mínar rak ég á beit ofan í svokallaðan Hrolleifs- höfða. Það bar til um daginn, þá ég stóð yfir kindunum, að maður var sendur frá fyrrnefndum presti með 1) Síra Ásmundur bjó í Fjalli 1826 —1828, svo að þessi ferð Höskulds hefur verið um 1827. Hafði síra Ás- mundur áður verið sóknarprestur hans í Siglufirði 5 ár (1820—1825), en missti prestskap fyirr óráðvendni o.fl. Var í héraði dæmdur til hýðing- ar, en slapp við hana í yfirrétti. Fékk aldrei prestsskap aftur, var afarmikill drykkjumaður. boðskap, að ég væri velkominn að finna hann; var ég með hálfum huga, rak kindurnar á miðja leið, og gekk svo á fund hans. Tók hann mér þá vel og býður mér hjá sér að vera, þar til hríðina birti upp; ég þáði það, og dvaldist þar 5 vikur, og stóð yfir kindum mínum í vondum veðrum, og seldi hann mér eina máltíð á dag. En 8 vikur af sumri batnaði veður- átt, og leysti ég upp frá þessu Fjalli, og bað ég Jón, sem þar átti heima, fyrir kindurnar, en fór nú að vitja um heimilið. Leið þá konu minni all- vel með bjargræði, bæði fyrir menn og skepnur, sem heima var, en fjöldi fólks hafði skorið undan ám sínum í þeirri sveit og víðar. Var ég nú heima nokkrar nætur, þar til ég byrjaði ferð að nýju til að vitja um kindur mínar; voru þær þá víðs veg- ar komnar, því nú var komið góð- viðri, en hirðing miðlungsgóð; samt hafði ég ærnar allar aftur, en geml- ingarnir tólf, sem ég skildi eftir á Bakka, var helmingur dauður af þeim, en helmingur lifði; hafði þeim allar hríðarnar verið beitt með sauð- um gjafarlaust, en gemlingarnir voru rúnir. Að svo stöddu liélt ég heim með kindurnar í vatnaleysing- um og stórflóðum. Þegar sá nafn- kenndi góðgerðamaður og sveitar- höfðingi, Jón bóndi á Brúnastöðum, sá til mín með reksturinn, sendi hann tvo vinnumenn sína á báti að sækja mig og kindurnar. Þar var ég um nóttina. Þaðan og frá Illugastöð- um voru mér léðir sex menn morg- uninn eftir til fylgdar yfir fjallið, og komst ég að Ámá um kvöldið, og var mér þar vel tekið, voru þá ærnar óðum að bera í höndum mér. Daginn eftir hélt ég heim. Að því búnu fór ég út á Siglunes, og fékk þar góðan róður, sem mér varð að miklu bjarg- ræði. SÍÐASTA VÍSAN. Mælt er, að Þórður skáld á Strjúgi hafi kveðið vísu þessa seinustu hvítasunnuna, er hann lifði: Kær bið ég ráði Kristur því, kóngurinn öllum meiri, hvort ég lifi heimi í hvítasunnur fleiri.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.