Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 16

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 16
208 ALÞÝÐUHELGIN Wainö Aaltonen, liinn víðkunni, finnski myndhöggvari, hefur nýlega lók- ið við „skissu“ að stórri höggmynd, sem Ábobær ætlar að gefa Gautaborg í Svíþjóð. Iíöggmyndin sjálf verður 3 metrar á hæð og á að standa á fjögra metra háum stalli. Myndin sýnir pilt og stúlku á hestbaki, sem mætast á förnum vegi og takast í hendur. Listaverk þetta er gefið í þakkarskyni fyrir mikla hjálp ,og margvíslega, sem Gautaborg hefur veitt íbúum Ábo. venjulega með samspili þriggja fí- ólína, og telur Magnús Stephensen, er hafði áhuga á söng eins og öðr- um framförum þjóðar vorrar, þenn- an menntasmekk hans heiðursverö- an, enda hafði kansellíið eftir til- lögu Magnúsar nýlega gert þá fyr- irspurn til stiftamtmanns og bisk- ups, hvort eigi væri nauðsynlegt þá þegar að fá orgel í Reykjavíkur- dómkirkju. (Annáll 19. aldar.) . * Oddur Vídalín. Oddur sýslumaður Vídalín var launsonur Halldórs hlausturhaldara á Reynistað. Móðir Odds var Mál- fríður Sighvatsdóttir frá Hlíðar- húsum Þórðarsonar. Kenndi hún Halldóri sveininn á brúðkaupsdegi hans, er hann kvæntist Ragnheiði Einarsdóttur, Nikulássonar. Oddur var útskrifaður úr Hólaslcóla 1779, tók próf í lögum við háskólann 1787, fékk veitingu fyrir vestari hluta Barðastrandasýslu 1788, var fyrst sæmilega reglusamur, en hneigðist síðan til ofdrykkju, komst fyrir það í málaferli og van- rækti embætti sitt og glataði að lok- um gjörvallri virðingu sinni, og var vikið frá embætti af Vibe amt- manni 1801. Hafði hann þá ekkert af að lifa, en var ávallt drukkinn, er hann gat fengið brennivín. Tærð- ist hann svo upp í vanþrifum, er dró hann til dauða 44 ára. Hann var latínuskáld gott og vel að sér í ýmsum vísindagreinum. Hvorki kvæntist hann pé átti börn. (Annáll 19. aldar.) * :J; « EIRÍKSVATN. í fyrnsku bjó bóndi að Ekru í Hjaltastaðaþinghá, sem Eiríkur hét. Hann veiddi jafnan silung í vatni þar nærri allstóru. því hann var dug- legur og áræðinn maður. Eiríkur hét og presturinn að Kirkjubæ í Hró- arstungu. Hann var mesti vinur nafna síns og þeir báðir mjög ágjarn- ir. Eitt sinn hittir liann nafna sinn á aðfangadagskvöld jóla. Kemur þeim saman um að dorga sér silung til jólanna. Illutu þeir kjörveiði og dorguðu langt fram yfir dagsetur, allt þangað til veiðin varð svo þung, að ísinn brast undari þeim nöfnum. og henni, og.fórust þeir þar, og því heitir vatnið eiginlega Eiríkavatn. Þelta var hefnd fyrir helgidagsbrot- ið. Hefur þar eigi veiðst síðan. (Þjóðs. Sigf. Sigfússonar.) EINARSLÓN. Fyrir sunnan Dritvík undir Jöldi er Einarslón, sem í daglegu tali er kallað Lón. Sú jörð var á öldum áð- ur eftirsótt til ábúðar meðan útgerð- in var í Dritvík, en nú er þar ekkert um að vera og þaðan gengur engin fleyta. í Einarslóni var kirkja í margar aldir, fram yfir miðja síð- ustu öld, en þá var hún rifin og lögð niður af þeirri einföldu ástæðu, að svo fátt var eftir af sóknarfólkinu, að það þótti ekki taka því að halda við kirkju þess vegna. Svona fór um tvær aðrar kirkjur á þessum slóðum, á Laugabrekku og Knerri. Þær voru látnar falla í rúst og ekki byggðar upp aftur. Nú er aðeins ein kirkja í þeim sóknum undir Jökli, sem fyrir hundrað árum voru þrjár. Þegar nið- urlæging veiðistöðvarinnar í Dritvík liófst og allt fór í kaldakol, mun ein- hver hafa tekið Einarslón með ó- hæfilega háu afgjaldi eða líkt og tíðkazt hafði áður, þegar allt var í blóma, og orðið þar fyrir vonbrigð- um. Þá mun þcssi vísa hafa verið kveðin: Ilef ég grun um hyggjufrón, helzt þegar stundir líða, fáir muni frá þér, Lón, feitum hesti ríða. Einkennilegt þykir það, að síðustu mannsaldrana hefur engum þeirra, sem búið hafa í Lóni, búnazt vel eða þeir efnazt, og þykir mönnum vísa þessi hafa orðið að sönnu. (Sögur og sagnir Oscars Clausens.) Ritstjóri: Stefán Pjetursson.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.