Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 12

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 12
204 ALÞÝÐUHELGIN fyrstu þreskingardagana byrjaði Pat að stríða íslendingum. Mest reyndi hann til að stríða Finni, en ýmist lézt Finnur ekki skilja það, sem Pat sagði, eða bara hló að því. Hinir ís- lendingarnir tóku ekki ertni Pats með jafnmiklu langlundargeði og Finnur. Sumir þeirra fóru jafnvel að hata Pat. Á þessum fyrstu frumbýlingsárum höfðu menn yfirleitt ekki nema smáa akurbletti. Ekki var nema ein- staka maður, sem átti hveitisláttar- vél. Oft áttu margir í félagi eina slíka vél. Þeir, sem hvorki áttu hveitisláttarvél eða part í einni, unnu hjá öðrum, og fengu svo þá, sem þeir unnu hjá, til að slá litla ak- urblettinn sinn. Þá var siður að stakka hveitinu, sem á ökrunum óx. Eftir að hveitið var slegið, var því hreykt upp á ökrunum, og varð það að standa í hraukunum í tvær til þrjár vikur. Þá var því stakkað. Voru vanalega frá 10 til 12 vagn- farmar í stakk. Oftast voru fjórir stakkar látnir standa saman. Þótti ekki borga sig að flytja þreskivél til þess, sem átti minna en fjóra stakka. Urðu því þeir, sem minna áttu, að flytja til nágranna sinna afurðir litla akurblettsins síns. Kom fyrir, að þrír eða fjórir áttu hveitistakka í sama stað. Eftir að búið var að stakka hveitinu, voru stakkarnir látnir standa í þrjár vikur, áður cn þeir voru þresktir. Nokkrum dÖgum eftir að stakkað var, fór að hitna í stölckunum. Var þá sagt, að hveitið væri í „svita“. í þessu ástandi voru stakkarnir á þriðju viku. Þóttu þeir ekki þreskjandi fyrr en eftir þrjár vikur, frá því þeir höfðu verið hlaðn- ir. Væru stakkarnir þresktir meöan þeir voru í ,,svita“, vildi ekki hveiti- kornið skiljast frá stönginni og fór þá mikið af korni-til spillis. Svo var annað, væri þreskt og snemma, þá varð hveitikornið ekki eins fallegt á litinn. Eftir því sem kornið varð rauðbleikara á litinn, þótti það fal- legra og þá fékkst betra verð fyrir það. Þess lengur sem stakkarnir stóðu, fannst mönnum kornið verða betra. Þresking byrjaði því seinna á þeim tímum en nú, og cntist fram undir veturnætur. Þreskivélin er í tveimur pörtum. Er annar parturinn sltilvélin, sem þreskingin er gerð með, en liinn parturinn er gufuvélin eða aflgjaf- inn. Þegar þreskt er, eru um 60 fet milli aflgjafans og skilvélarinnar. Eru vélarnar tegndar saman með breiðri og þykkri togleðurreim. Æv- inlega voru tveir stakkar þresktir í einu. Var skilvélin dregin inn á milli stakkanna. Bilið á milli stakkanna var ekki meira en það, að hægt var að koma vélinni inn á milli þeirra. Framan á skilvélina var fest sitt borðið hvorum megin. Rétt aftan við borðin, en svolítið lægra, í miðri vél- inni, er hvoftur vélarinnar. Að ofan lítur hann út eins og stór kistill. Inn- an í þessum kistli er stálsívalningur og standa stálgaddar út úr honum. Neðan við sívalninginn liggja stál- slár þvert yfir vélina, og standa stál- gaddar upp úr þeim. Allir þessir gaddar eru kallaðir tennur. Mætti kalla sívalninginn efri góm, en slárnar neðri góm. Milli borðanna var allstór renna. Voru hliðar renn- unnar allgildar og hvíldu á aðalvél- inni. Hallaðist rennan að hvofti vél- arinnar. Hvíldu botnfjalir rcnnunn- ar á stálslánum cða neðri gómnum, en að framan risu fjalirnar jafnhátt borðunum. Ofan þessa rennu voru hveitibindin látin síga ofan í vélina, þegar þreskt var. Neðan undir borðunum og renn- unni var pallur og stóðu á honum bandskerarnir og maður sá, sem tróð hveitibindunum í vélina. Náðu slár úr palli þessum aftur í vélina og voru festar þar, en að framan héldu járnkeðjur tvær pallinum uppi. Mátti því hækka og lækka pallinn eftir vild og festa hann upp við borð- in, er flytja þurfti vélina. Ævinlega voru tveir stakkar þresktir í einu. Voru vanalega þrír menn í hvorum stakk. Einn af þeim átti að kasta hveitibindunum á borðið, en hinir að kasta til hans og lijálpa honum. Það þótti hálfgerð virðingarstaða að vera valinri til þess „að leggja á borðið“, eins og það var kallað. Átti sá maður að sjá um, að bindin kæmu beint á borðið og að hvéitiöxin sneru að vélinni. Svo varð jafn straumur að koma á borð- ið. Aldrei of mikið eða of lítið. Finn- ur Jónsson var valinn til að kasta á borðið úr sínum stakk. Þótti hann manna laghentastur við það verk. Sinn bandskerinn stóð við hvort borðið, en fyrir framan rennuna stóð þriðji maðurinn, hann átti að troða bindunum í vélina. Þegar hveitibindið var lagt á borðið, skar bandskerinn band það, sem hélt bindinu saman, og færði það svo að rennunni. Þar tók maður sá, er fyrir framan rennuna stóð, við bindinu, hristi það í sundur og lét það svo renna inn í hvoft vélarinnar. Tveir menn voru látnir troða bindunum i vélina, en þó ekki nema einn í einu- Unnu þeir sína stundina hvor. Sa, sem hvíldi sig, var á vakki í kring- um vélina og leit eftir að allt væri i lagi. Vanalega var annar þessara manna aðalyfirmaðurinn, sem stjórnaði vélinni, verki og mönnum- Pat O’Connor var annar maður- inn, sem tróð bindunum í vélina og maðurinn, sem stjórnaði verki og mönnum. Ileldur fannst mönnum hann vera mislyndur. Stundum var hann ofsakátur og lék við hvern sinn fingur. Gerði hann þá gaman að öllu og öllum. Hina stundina hafði hann allt á hornum sér og bölvaði, svo að hann ætlaði öllu að sökkva. Ef hon- um þótti bindin ekki koma nógu fljótt á borðin, rak hann á eftir mönnunum, en kærnu þá bindin of ört, skammaði hann manninn fvrir það. Einn maður var þó, sem Pat rak sjaldan á eftir, en það var Finniir Jónsson. En kæmi það fyrir, að Pat rak á eftir Finni, þá skipti gamli maðurinn sér ekki af því, fór hvorki harðar né hægar. Það var jafn þýð- ingarlaust að reka á eftir Finni og að stríða honum. Haustið leið og fátt gerðist sögu- legt. Hver dagurinn var öðrum hk- ur. Mcnn unnu frá því kl. 6 á morgU' ana til kl. 9—10 á kvöldin. Þoir höfðu „sínar þrjár einmanalegu mál- tíðar á dag“, eins og cinn írinn orð- aði það. Á nóttunni sváfu þeir ýxnis* í heyhlöðu eða úti á akri í strástakk, sem þeir höfðu þreskt um daginn. Einn dag cr farið var að líða a haustið, kom Pat upp að borðunum sem oftar. Lá þá mjög illa á honum- Rak hann nú á cftir mönnunum a báða bóga og var í meira lagi illyrt- ur. Menn þeir; cr voru í stakk þeim> sem Finnur var ekki í, fóru nú a herða sig það, sem þcir gátu, cn Finnur lézt ekki heyra til Pats, hvernig sem hann lét. Rciddist nu Pat ennþá mcira og skipaði mönnun- um þeim megin, sem Finnur var ekki, að fara sér nú hægt. Kvaðs hann ætla að kenna karlskrattanum að gegna. Reif hann þá allt af borð-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.