Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 13

Alþýðuhelgin - 26.07.1949, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUHELGIN 205 inu Finns megin og rak á eftir hon- Urn og bölvaði afskaplega. Kallaði hann Finn „árans Skrælingja" og »skollans íslending“. Sáu menn þá, að Finnur varð hörkulegri á svipinn °g að brjóstið þandist út. Þeir sáu hann stinga heykvíslinni þétt ofan í stakkinn og koma með fjögur bindi a henni og kasta á borðið; öll sneru hindin rétt. Og þessu fylgdi sú skæðadrífa af bindum, að menn höfðu aldrei séð neitt líkt því. Hrúg- au á borðinu varð hærri og hærri. Bandskerinn og Pat réðu ekki við bessi ósköp, sem á borðið hrúguðust. Þeir reyndu að ryðja bindunum ein- hvern veginn af borðinu ofan á jörð- lna, en hvernig sem þeir hömuðust, hækkaði hrúgan á borðinu. Síðast Sut Pat ekki nema bölvað. Þá komu hindin fljúgandi yfir hrúguna og duttu ofan í hvoftinn á vélinni. Heyrðist þá voðahljóð og skruðning- Ur í vélinni. Var eins og öll vélin Vaari að liðast í sundur. Gufuvélin n®stum því stanzaði og mönnum sýndist togleðurreimin milli vélanna *tla að slitna í sundur. Þaut þá Harry Brown og stanzaði gufuvél- ina. Þegar vélarnar stönzuðu, hróp- aði Pat til Finns: „Ég skal koma upp 1 stakkinn til þín, og þá verður ein- nna fjárans íslendingnum færra.“ Finnur stakk þá heykvíslinni með fh ofan í stakkinn, og sté hægri laetinum svolítið fram. Sýndist hann Verða býsna hvasseygður, og fast- fæltur var hann, er hann sagði: „Og komdu bara, ef þú þorir!“ Svo hafði enginn vogað að ögra Éat fyrri. Hann froðufelldi af reiði °g hentist upp í stakkinn til Finns. Hvað í raun og veru gerðist næstu augnablikin, gátu menn ekki séð íyrir víst. Þeir sáu Pat stökva upp í stakkinn og reiða upp hægri hand- jegginn til ósvikins hnefahöggs, og Poir sáu Finn færa sig nær Pat. Það n®sta, sem þeir sáu, var að Pat kom Þjúgandi ofan úr stakknum og Ppyttist ótrúlega langt út á akur. Hom hann niður á herðarnar og höf- uðið. Lá hann á jörðinni og gapti og gat lengi ekki náð andanum. En' r innur stóð á stakksbrúninni og fUaði til Pats: „Komdu aftur ef þú P°rir, lagsmaður!“ Irarnir allir, sem við vélina unnu, Pyrptust nú utan um Pat. Lutu þeir °fan að honum að sjá, hvort hann v®ri lífs ega nðinn. Urðu nú sumir af írunum all geðæstir og sögðu, að réttast væri að hengja Finn án dóms og laga. Kom þá Harry Brown til þeirra og sagði: „Verið þið hægir, piltar. Hver byrjaði þennan leik?“ Við það sefuðust þeir, sem æstastir höfðu verið. Menn sáu nú, að Pat fór að geta andað, og áður en langt leið, reis hann upp við olnboga. Harry frændi hans vildi þá hjálpa honum að standa á fætur, en Pat vildi ekki þiggja það. „Því réttir þú ekki karl- inum hnefann?‘“ spurði Harry hálf glettnislega. „Ég skal drepa hann,“ sagði Pat. „Þú mátt þá ekki taka aftur upp á því að fljúga, þér eru ekki fullvaxnir vængirnir ennþá,“ sagði Harry og hló við. „Ég sver það við alla heilaga, að ég skal ekki snerta við gamla manninum, fyrri en hann hefur kennt þér að fljúga,“ sagði Pat all reiðilega. Brauzt Pat nú á fætur, en gekk það hálf stirðlega. Varð honum þá litið á mennina, sem stóðu í þéttum hring allt í kringum hann. Pat var þá heldur ófrýnn á svipinn og sagði með miklum þjósti: „Hvað eruð þið að gera hérna? Þið standið og horfið ó mig eins og glópar. Farið þið und- ir eins að vinna eða farið heim til ykkar og látið mig aldrei sjá ykkur framar. Þið getið verið vissir um, að ég er fær um að sjá fyrir mér sjálf- ur og þarf ekki ykkur til að hjálpa mér. Það hefur enginn átt lengi hjá Pat O’Connor, hafi þeir gert á hans hluta.“ Fóru þá mennirnir að vinna, en Pat fór heim til sín og sást ekki í þrjá daga. Næst þegar Pat kom að vinna, var hann í góðu skapi. Hann gekk rak- leiðis til Finnst, lagði hægri höndina á öxlina á honum og sagði: „Ég er ekki reiður við þig, þeta var allt saman mér að kenna. Þú varst fljót- ari til að gera það, sem ég ætlaði að gera sjálfur. Þú ert fyrsti maðurinn, sem hefur sigrað Pat O’Connor, og ég hefði gaman af að sjá annan, sem gæti gert það. Við skulum vera vin- ir.“ Svo tókust þeir í hendur og voru hinir glöðustu. „En hvernig fórstu annars að þessu?“ spurði Pat. „Ég bara smellti á þig klofbragði,“ sagði Finnur og brosti. Sagði hann, að það væri eitt af brögðum þeim, sem brúkuð væru í íslenzkri glímu. Hlógu þeir nú báðir og voru hinir kátustu. Upp frá þeim degi átti Fæðing mannsins Frh. af bls. 199. erfiðismunum og gerði krossmark yfir sér og barninu. ... — Þín er dýrðin, heilaga guðs- móðir, muldraði hún; ó, ... þín er dýrðin. ... Augu hennar döpruðust og færð- ust innar í höfuðið. Hún þagði lengi, og ég heyrði hana varla draga and- ann. Og allt í einu sagði hún með styrkri rödd og eins og ekkert væri sjálfsagðara: — Opnaðu pokann minn, strákur. Ég gerði sem hún bað. Hún horfði fast á mig, brosti veiklulega, og létt- um roða brá á tærða vanga hennar og sveitt ennið. — Er þér sama ...- — Ofreyndu þig ekki. ... — Farðu dálítið frá. ... Ég fór inn í kjarrið. Fuglar sungu glaðlega í hjarta mínu, og ásamt brimhljóðinu var þetta svo dásam- legt, að mér fannst ég geta hlustað á slíka tónlist árlangt. ... Skammt frá heyrðist lækur kliða: Það var eins og ung stúlka væri að segja vinkonu sinni frá elskhuga sín- um. Þá sá ég allt í einu höfuð konunn- ar koma í Ijós yfir runnunum, og hún hafði hnýtt gula klútnum um hárið. Finnur ekki betri vin en Pat O’Con- nor. — Nú er Finnur dáinn fyrir nokkrum árum, en Pat O’Connor er ennþá á lífi og liinn ernasti. Fyrir fáum ár- um síðan gekk elzti sonarsonur Finns að eiga yngstu dóttur Pats. Ungu hjónunum kemur mjög vel saman. Þegar Pat minnist á tengda- son sinn, segir hann ævinlega: „Já, hann Finney, það er maður í hon- um. Hann er líka kominn í beinan karllegg frá hinum frægu víkingum, sem herjuðu um alla Evrópu og allt- af báru sigur úr býtum.“ -----------1----------

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.