Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUHELGIN
227
honum höíðinglegar gjaíir. Björn
sat stundum vikum saman heima á
Hólum hjá Þorláki biskupi. við að
skrifa upp forn handrit, tína saman
fróðleik eða semja rit. Skarðsár-
annállj merkasta sagnfræðirit Björns
og eitthvert helzta sögurit 17. ald-
ar, er beinlínis saminn að frumkvæði
Þorláks biskups.
Flest rit Björns munu vera til enn
þá, nema sum kvæði hans, einkum
hin smærri. Rit þessa fjölhæfa elju-
manns má flokka í fimm hópa:
skáldskap, sagnfræði, lögfræði, mál-
fræði og fornfræði. Hér á eftir verð-
ur stuttlega vikið að helztu ritum
Björns í hverjum þessara flokka. en
sakir rúmleýsis verður fljótt yfir
sögu farið og mörgu sleppt.
SKÁLDSKAPUR.
-Björn á Skarðsá orti allmikið,
cnda var hann talinn eitthvert
fremsta skáld norðanlands um sína
daga. Nokkrar af lausavísum hans
hafa verið húsgangar fram á þenn-
an dag, svo sem vísnn. sem hanti
orti eftir að hafa samið skýringar
við Höfuölausn Egils Skallagríms-
sonar:
Mín ei þykir menntin siyng
mætri lýða dróttu,
ég var að ráða árið um kring
það Egill kvað á nóttu.
Þessi vísa Björns er einnig víð-
kunn:
Margur boga fyrir sér fann,
fýsir og að spenna hann,
upp að toga ekki kann,
er að roga þó við hann.
Björn hefur verið mjög gefinn fyr-
ir dýra hætti, og eru allniargar rím-
þrautir til eftir hann. Sá kveðskap-
ur ber vott um mikinn orðhagleik,
svo að íþrótt verður stundum, en
list getur það varla heitið. Einna
bezt kveðin þessara „dýru“ vísna er
þessi, um Húsavíkurkaupmanninn og
verzlunarhætti hans:
Ö1 slæmt, armt mjöl,
aum klæði, stika naum,
treg útlát, vond vog,
vöruspilling, afsvör,
hi'óp orða, hrakkaup,
hvimlciðast þurrks-vim,
þröngdyri, magn manga
mannaular, glaums bann.
Virðist Húsavíkurkaupmaður
þessi hafa verið óvinsæll í meira
lagi, því um hann orti einnig Oddur
Þórðarson, sonur Þórðar skálds á
Strjúgi, og sézt á þeirri vísu, að
kaupmaður hefur heitið Diðrik („Di-
rik harðnar, dáð hrörnar" o. s. frv.).
Tvö alllöng ævintýrakvæði eru til
eftir Björn, VinavísurogKvennaprís.
Er hið fyrra heilræðakennt, og á að
skýra það, hversu lítt er treystgndi
vinum, er í nauðir rekur. Hitt segir
frá því, er serknesk kona bjargaði
lífi höfðingja nokkurs, og áttust þau
síðar. Ölvísiir Björns, sem eigi er til
af nema hrafl eitt, sýna nýja hlið á
Birni, benda að nokkru til hversdags-