Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 1

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 1
24. tbl. 5V feaugardagur 27. ágúst 1949. 16 síður i FRÁ FORELDRUM BJÖRNS. Björn Jónsson lögréttumaður og annálaritari á Skarðsá í Sæmundar- Idíð, fræðabulur sá, er hér verður nokkuð frá sagt, er fæddur árið 1574, á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Má geta þess, að sama árið fæddist annar fróðleiksmaður, Jón Guð- niundsson lærði. Foreldrar Björns voru Jón bóndi 'Jónsson í Ketu á Skaga Ingimundarsonar. Var Ketiil afi Björns nafnkunnur dugnaðar- naaður, og vann sér það meðal ann- ars til frægðar, að vinna hvítabjörn. Hefur Björn lýst því þrekvirki ná- kvæmlega í annál sínum. Jón bóndi á Ingveldarstöðum var í tnarga vetur formaður íHöfnum suð- ur fyrir kóngsskipi. Hann var afla- tnaður mikill. HefurBjörnsonurhans lýst honum allskemmtilega, er hann getur andláts hans í annál sínum. Fer sú lýsing hér á eftir: ,,Jón var lágur maður og þrekleg- Ur, gæfur maður til sinnis, reiddist allsjaldan. Ilann missti föður sinn ungur, og hljóp hann einn vetur suður með vermönnum. Þei” skildu hann eftir við Elliðaár suður, og komst hann ékki eftir þeim, hvarfl- aði hann þá fram á Seltjarnarnes. Þar bjó kona, hét Guðrún Ormsdóttir, föðursystir Jóns. Hún var þá ekkja. Hún tók við Jóni og þar ólst hann UPP og mannaðist svo, fór aftur norð- Ur °g giftist, tók svo Ingveldarstaði, græddi mikið lausafé. Jón hafði oft uiikinn byr af dönskum á Bessastöð- um. Eitt sinn um vor kom Jón til Hessastaða. Þá hét umboðsmaður þar Eiríkur Jakobsson. Þeir drukku til samans. Gekk Jón út og þá aftur iun kom, mælti Eiríkur: „Sit nú enn hjá mér um stund, Jón tittlingur!“ Jón gekk að borðinu og sló hann 1. árg. SKUPSINS. ÞÁTTifR AF BfRHI JÓNSSYNI SKÁLDI OG SAGNARITARA Á SKARDSÁ löðrung allóþekkilegan og mælti: ,,Sé ég tittlingur, þá skaltu fá tittl- ings slag.“ Tveir voru menn meö Jóni norðlenzkir í stofunni, og hlupu þeir til hans. Þar voru og fimm útlenzkir menn inni. Eiríkur sat og þagði um stund, mælti síðan: „O, du Jon thorir að slá kongsins fóveta hér í hans stofu“. „Já,“ sagði Jón, „þú hefur séð, að tittlingurinn flýgur alloft svo hátt sem örninn.“ „Nú Jón,“ sagði Eiríkur, „sit upp og drekkum til samans“. Sættust þeir svo (máske Jón hafi mátt láta til nokkuð síðar að smyrja kinnina með). Af þessum Jóni er fleira að skrifa, vil það ekki hér innset.ja.“ Á REYNISTAÐ. Þegar Björn var átta ára gamall (1582) missti hann föður sinn. Lézt Jón að Gröf (nú Grafarholti) í Mos- fellssveit. Var hann þá á heimleið úr verinu. Er Jón grafinn að Mosfelli. Þegar er lát hans fréttist, brá við Jón lögmaður Jónsson, bróðir Staðarhóls- Páls og Magnúsar prúða; hann hjó þá á Þingeyrum. Reið hann til Ing- veldarstaða og kvað Jón bónda hai'a beðið sig um veturinn, að taka að sér konu sína, börn og fjármuni, ef hann kæmi ekki aftur að sunnan. Börnin voru sex, öll í ómegð. en eignir voru líka verulegar. ,.Jón lög- maður tók þar fé allt lítt virt“, seg- ir Björn á Skarðsá; „var svo tillát- ið, að 14 hundruð fengi sonur hver, en 7 dætur (ekki komu þar öll kurl til grafar)“. Jón lögmaður tók því næst fjögur börnin, en Birni kom hann til Sigurðar sýslumanns bróður síns á Reynistað. Ólst Bjórn þar upp síðan, og átti heima á Reynistað þar til Sigurður fóstri hans dó 1602, er Björn var 28 ára gamall. Sigurður sýslumaður var auðugur mjög, spaklátari en bræður hans og brauzt hvergi nærri jafn- fast um og þeir. Lögvitur mun hann hafa verið og fróðleiksgjarn, svo lík- legt má telja, að hann hafi átt nokk- urt bóka- og handritasafn, þar sem Björn hefur þegar á ungum aldri getað lagt grundvöll að þekkingu sinni og fróðleik. Ef til vill hefur þá enn verið á Reynistað ýmislegt af F.vrir nokkru birtist liér í ritinu greinarkorn um Þorlák biskup Skúla- son á Hólum og ábuga hans á fornum fræðum norrænum. Þar var svo að orði kveðið, að Björn Jónsson á Skarðsá mætti vel nefna „sagnaritara Þor- láks biskups“. Þótt flestir kannist við Björn á Skarðsá, munu hinir færri, sem vita á honum glögg deili, lífsferli hans og ævistarfi. Ve'rður í eftirfar- andi grein reynt að gera því efni nokkur skil, en fljótt mun yfir sögu farið, því að rúm þessa litla blaðs er takmarkað mjög. Helztu heimildir eftirfarandi þáttar eru þessar: 1) Ritgerð Jóns Þor- kelssonar (yngra) í Tímariti Bókmenntafélagsins, VIII. árg. 2) Æviágrip Björns framan við Skarðsármál (Annálar Bmf. I.), eftir Hannes Þorsteins- son. 3) Skarðsárannáll, Grænlands annálar, Biskupa annálar, Tyrkjaráns saga og önnur rit Björns á Skarðsá. 4) Saga íslendinga, V. bindi, eftir Pál Eggert Ólason. 5) Menn og menntir, IV. bindi, eftir Pál E. Ólason.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.