Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 13

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUHELGIN 237 Mussolini var I meira en tvo áratugi breiddi á- róðursvél ítölsku fasistanna út goð- sögnina um „vammleysi og óeigin- girni“ Mussolinis — hann væri hreinn og óspilltur og gersamlega iaus við fégræðgi. Það er eitthvað rómantískt við þessa goðsögn, og ' hún gat vakið samúð fólks og jafn- vel hrifningu, en það verður lítið úr henni gagnvart staðreyndum taln- anna. Þegar öllu er á botninn hvolft, var Mussolini mesta eyðsluklóin af óllum fasistaleiðtogunum. Maður þarf ekki annað en líta lauslega á yfirlitiö um greiðslur úr „leynisjóðn- um“ svonefnda, sem féll í hlut Mus- solinis sem ráðherra, til þess að sannfærast um þetta. Jafnvel. fyrir valdatöku fasista var árlega lögð ein ínilljón líra í þenna sjóð, og þótt Þetta væri ekki há fjárhæð á þeim iinium, talaði almenningur þó um fjármálaspillingu í sambandi við þessa fjárveitingu. Þegar Mussolini komst til valda, var sjóðurinn í vörzlu innanríkis- raðherrans og varð Mussolini að sætta sig við það fyrirkomulag í íyrstu. En það leið ekki á löngu áður einræðisherrann gat svælt sjóð- Jnn undir sig og veitt sjálfum sér sivaxandi fúlgur úr honum. Hér fara á eftir opinberar tölur þessar greiðslur: Lírur * járhagsárið 1922—23, 1 000 000 — 1923—24 1 800 000 — 1924—25 2 950 000 — 1925—26 3 000 000 ■ 1926—27 32 453 000 1927—28 34 303 000 •— 1928—29 40 000 000 •— 1929—30 30 000 000 — 1930—31 26 000 000 — 1931—32 29 621 000 — 1932—33 38 915 000 -— 1933—34 44 500 000 •— 1934—35 57 000 000 ■— 1935—36 76 522 000 ■— 1936—37 93 479 743 — 1937—38 88 470 000 ■—• 1938—39 148 129 200 ■— 1939—40 173 305 000 —■ 1940—41 248 300 000 — 1941—42 355 000 000 1942—43 407 000 000 Samtals 1 931 748 443 eyðsluseggur, Næstum því 2 milljarðar líra á tuttugu og einu ári! Sérfræðingar hafa ekki enn get- að reiknað nákvæmlega út eyðslu Mussolinis úr „leynisjóðnum“ á tímabilinu sept. 1943 til apríl 1945, þ. e. meðan hann hékk við völd sem leppur Hitlers, en allar líkur benda til, að það hafi verið yfir milljarður líra. Samtals hefur Mussolini því krækt sér í yfir þrjá milljarða líra úr sjóði innanríkisráðuneytisins. Og menn mega ekki halda, að allt þetta fé hafi verið notað í pólitískum til- gangi. Þvert á móti sést á bókum ráðuneytisins, að persónuleg út- gjöld hafa verið þyngst á metunum. Hin fjölmenna leynilögregla Mus- solinis kostaði að vísu mikið fé, eins og geta má nærri, þar sem hann var ávallt umkringdur hópi lögreglu- manna, hvar sem hann var og hvert sem hann fór. Þegar einræðisherr- ann hélt ræðu, voru leynilögreglu- mennirnir dreifðir um mannfjöld- ann, sem klappaði; þegar hann fór í eftirlitsferð í kolanámu eða verk- smiðju, voru þeir þar fyrir klæddir sem verkamenn; þegar hann var á flota- eða hersýningu, stóðu þeir næstir honum í sjóliða- og her- mannagervi, og þegar hann heim- sótti sjúkrahús, voru þeir dulbúnir sem sjúklingar og fatlaðir menn. Auk leynilögreglunnar voru svo hinar 'vopnuðu fasistasveitir, um þrjú hundruð þúsund manns, og það segir sig sjálft, að allur þessi liðs- safnaður kostaði drjúgan skilding. En eyðslan til þessara þarfa er þó hégómi samanborið við persónuleg útgjöld einræðisherrans. Það er ó- trúlegt, hve miklu hann gat eytt í föt og alls konar einkennisbúninga og hve gengdarlaus eyðslan var, þegar hann þurfti að setja pólitíska skrautsýningu á svið. Móttökuhá- tíðahöldin í tilefni af komu Hitlers árið 1938 kostuðu t. d. yfir milljarð lírur. Mussolini var svo mikið fyrir að láta á sér bera, að hann hélt jafnvel að ástarævintýri hans yrðu til þess að auka álit hans hjá almenningi. Samband hans við Klöru Petacci hafði í för með sér stórkostlega bitl- inga fyrir fjölskyldu hennar. Musso- lini jós gjöfum á báðar hendur, hvort heldur var um að ræða skrauthýsi eða gimsteina. Eyðslusemi hans var ávallt mikil, en þó aldrei eins tak- markalaus og meðan á þessu ástar- ævintýri stóð — ekki sízt, þegar tek- ið er tillit til hinna bágbornu lífs- kjara ítalskrar alþýðu á stríðsárun- um. „Petacci-ævintýrið“ eitt kostaði landið yfir fimm hundruð milljónir líra. (Þýtt.) ---------«--------- Svaðilför. Þenna tíma (um 1813) bjó í Kefla- vík undir Jökli Magnús son Hrólfs bónda í Stóra-Langadal og konu hans Lilju Lalilu Gunnlaugsdóttur Arasonar. Kona Magnúsar var Mar- grét Jónsdóttir. Magnús var hniginn að aldri. Þenna vetur hafði hann fengið sér stærra skip til vertíðar- róðra en þau, er menn höfðu til haustróðra, eins og oft var siður undir Jökli; var það lítill áttæring- ur, en tekinn mjög að fyrnast. Sím- on Sturlaugsson, hinn röskasti mað- ur, var einn háseti hans, og hina aðra greinir vísa þessi, er Gísli Sig- urðsson skáld á Klungurbrekku kvað um þá: Fleiri tel ég fiskimenn foldarhrings á Ijóni, Sigurð, Tómas, Árna enn, einnig Pál með Jóni. Þeir reru þriðja miðvikudag í góu; var þá almennt róið. Var fyrst hæg- viðri norðan, og er kom á mið fram, lagði Magnús þrjú köst og fékk á þau 12 í hlut, en er hann dró þriðja kastið, rauk allt í einu, en lygndi þó aftur. Tóku þeir þegar að berja í land, en lítið vannst á. En er þeir voru komnir fram undan Rifi, tók algerlega að reka. Bauð formaðurinn þá að freista að leggjast við lóðar- steinana, en þá sáu menn að skips- stafninn var rifinn. Hljóp þá Símon fram í sem skjótast, hnýtti dragreip- inu í klóna og hóf upp horn af segl- inu. Sigldu þeir síðan hið næsta vindi og gekk brátt fram og austur á Breiðafjörð. Linaði þá nokkuð veðr- ið, er þeir komu nær Hróarsstöðum; felldu þeir seglið og tóku af öllum

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.