Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 11
Laeknirinn borðaði miðdegisverð í káetunni með Friðþjófi Ellefsen og einhverjum fleirum. Hlýddi ég á •Ramræðurnar, • því að ég var í klefa sjá sjúklingnum, rétt við borðsalinn. Fyrst var talað um daginn og veg- inn, tíðarfarið, snjóinn og sam- gönguörðugleikana. — Þegar búið var að borða,spurði Ellefsenlækninn, hvað hann ætti að borga honum, og nefndi læknirinn upphæðina, sem var nokkuð á annað hundrað krónur, því að vélbáturinn og áhöfn hans var með í reikningnum. Friðþjófur lét, sem hann tryði þessu ekki, og tönglaðist á upphæð- inni hvað eftir annað. Þá sagði lækn- irinn: „Þér hafið heyrt þetta alveg rétt“. Varð svo allmikil háreysti og jag út af reikningnum. En Friðþjófur sá sér þó ekki annað fært en að greiða hann. Það var nú jafnvel afsakan- legt þó að honum fyndist þetta dýrt, því að ef læknir hefði verið á Flat- eyri, — sem þá var ekki komið í framkvæmd -— hefði þessi læknis- vitjun ekki farið fram yfir 20 krón- ur. Það var eitt sinn á Asknesi, að Verkamaður, sem var á frívakt, stóð og horfði á þar sem verið var að vinna. Var Friðjófur Ellefsen þar hka skammt frá, og fannst honum víst ótilhlýðilegt að sjá verkamann- inn aðgerðarlausan og kallar til hans rneð þjósti: „Du staar og gloer og har 50 kroner om maaneden11. Maðurinn gekk burt, en sagðist ekki hafa mun- að fyrr en of seint að bæta við til að stríða honum: „Já, og 2 aura af fati h’ka“. En maðurinn hafði premiu af lýsi. Þetta var auðvitað sagt í at- hugunarleysi og fljótfærni, en svona voru þeir nú í þá tíð þessir Norð- menn, sem áttu yfir okkur að ráða. SOÐGREIFINN. Það mun hafa verið Guðmundur Magnússon braggafélagi minn, sem fann upp á því að nefna matreiðslu- manninn soðgreifa, en þeir voru víst fáir þarna, sem vissu hið rétta nafn þessa manns. Hann var aldrei nefndur annað en stúartinn. Þetta var aldraður Norðmaður, stærð- ar rumur og þar eftir feitur. Var hann fremur óvinsæll af verkamönn- um, enda var hann mislyndur og frekar þjösnalegur, þó bar við að hann gerði mönnum greiða, en fáir held ég að hafi haft á honum matar- ást. Þessi maður mun þó hafa ráðið yfir langstærsta eldhúsinu, sem þá var til hér á landi, það var stórt og rúmgott og eldavélin samsvarandi. Soðgreifinn var duglegur og dríf- andi, og víst allfær í starfi sínu. Hann hafði hjálparlið eins og gefur að skilja, því að oft var mikið að gjöra í eldhúsi hans. Þetta aðstoðarlið var einn lærður kokkur og tveir til þrír unglingsdrengir. Tvo og þrjá daga í viku var haft saltkjöt og kartöflur til miðdegis- verðar, ásamt baunum eða súpu. Á sunnudögum var venjulega niður- soðið kjöt og sætsúpa til hátíða- brigða. Eins og að líkum lætur, kom mik- ið flot af öllu því saltkjöti, sem soð- ið var, og yfirleitt var amerískt nautakjöt, og sumt af því feitt. Kunn- ugir sögðu, að soðgreifinn safnaði 235 flotinu handa sjálfum sér, og færi heim með það á haustin. Að sjálf- sögðu hefur hann haft leyfi til þess, — haft það sem einskonar hlunn- indi. Það var einu sinni sem oftar, þeg- ar Íiðið var fram á mitt sumar, að Eilcfsen taldi sig þurfa að bæt.a við nokkrum mönnuin, og iét ráða þá fyrir sig í Noregi. Þeir komu með næstu ferð „Einars Simes“. Minnir mig að þeir væru 6, og reyndist lít- ið lið í þeim. Þetta voru strákar, 16 —17 ára, háir og grannir, og frem- ur myndarlegir að sjá, en miður á- byggilegir. Sögðu Norðmennirnir okkur að þetta væru lassarónar frá Kristianíu. Soðgreifanum var lítið gefið um þá, því að þeir voru heimtu- frekir við hann. En hann var ekkert lamb að leika við, og báru strákarnir hefndarhug til hans. Það var komið fram yfir ágústlok, þá uppgötvaði stúartinn það, að það var búið að stela mestöllu flotinu, og komst þá allt í uppnám. EÍléfseh var auðvitað kallaður til, og þeir frændur báðir, og prófuðu þeir í málinu. Lá víst að- algrunurinn á þessum strákum og meðgengu þeir flotstuldinn. Var flotið geymt í dósum undan niður- soðna kjötinu — 5 kílóa dósum. — Voru þetta um 20 dósir. Ilöfðu þeir sökkt þeim niður á víkinni út við hvalbauju. Voru þeir látnir slæða eitthvað upp af þeim, en flotið var auðvitað ónýtt sem matur. Minnir mig að þeir væru fjórir, sem unnu að þessu prakkarastriki, og var vinna. þeirra þar með búin. Þeir votu settir út í skip, og lokaðir niðri þar. En skipið fór skömmu síð- ar til Noregs, og vissum við ekki meira um afdrif strákanna. Það var siður hjá stúartinum um eitt skeið, að búa til kvöldmat úr kjöti og kartöflum, sem gekk af um hádegið. Var þetta jafningur þynnt- ur út með vatni og átu það margir með beztu lyst. Þegar ekki hafði verið kjöt til miðdegisverðar, þá var á kvöldin svonefndur smjörgrautur með saftblöndu út á. Þótti sumum þetta gott, éh öðrum ekki, eins og gerist og gengur. Einkum var það fundið að smjörgrautnum, að það vildu vera í honum mélkekkir. Sunnlendingur einn, Guðmundur Grímsson að' nafni, röskur en bráð- lyndur, fór einu sinni með diskinn

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.