Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 16

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 16
240 ALÞÝÐUíIELGIN Áður en Sigurður kom að Hala, hafði hann verið fjósamaður hjá síra Skúla Gíslasyni prófasti á Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Þar varð þessi til: Háæruverðugan tóbakspung prófastsins fæ ég að elta. Hætti ég svo að gelta. Þessi mun skórsta vísa Sigurðar og lýsa bezt aðbúð hans í uppvexti: í Djúpadal ég bundinn beið bölvunar á snaga organdi af eymd og neyð oft í fyrri daga. G. E. UM HROSSAGAUKINN. Spásögn. Ef í nónstað gaukurinn gólar giftist sá, er einsamall rólar. En þeir giftu missa sinn maka, mæðu fyrir gleðina taka. í hánorðri ef hengir hann niður hausinn, klærnar, vængi og fiður, orgar svo með ógangi mesta ekki mun þig spekina bresta. Urgandi ef undan þér gengur, ekki muntu lifa stund lengur. Drottinn mun þig draga til sinna, dýrð muntu hjá honum þá finna. Fleiri munu þessar gauksvísur og spár, og væri vel ef aðrir vildu við bæta. G. E. ÓLAFUR BISKUP IIJALTASON. Ólafur biskup var hvorki stoltur né stórmennskusamur, ekki ásælinn né fédráttull, ekki mikill spekingur né skörungur að viti, forsjón eða framkvæmd, heldur var hann frið- samur, einfaldur og óáleitinn við aðra; var því vel látinn af frómum og friðsömum mönnum. Ifann lét gera til Hólakirkju stóru klukkuna, á hverri standa þessi orð: Herra Ólaf heiðursmann, sem Hólakirkju stýrir rann, stóra klukku á staðarins torg steypa lét í Hamborg. Hann tók sér eiginkonu, þá hann var biskup orðinn, Sigríði nokkra Sigurðardóttur, af því hann hafði áður haldið við hana, þá hann var prestur. En hún launaði honum ei betur þá trúfesti en svo, að hún tók fram hjá honum og féll í hórdóm með Bjarna Sturlusyni, hvað bisk- upinum var bæði til mótlætis og ei lítillar rýrðar. Vildi hún vernda þetta sitt fall með því, að biskup yrði sér ei að manni, því sagt var þa hann var áður á sínum lirakningum og siglingum hefði hann komizt i kunningsskap við ekkju nokkra i Noregi og lofað henni eiginorði, en enti það ekki, þar fyrir hefði hún fengið af Finni eður töframanni nokkrum að gera biskupi glettingar þær, að hann yrði síður til kvenna eftir en áður og þá hefði hann feng- ið lífsýkina, sem honum fylgdi jafnan síðan. (Biskupasögur J. H-) Ritstjóri: Stcfán Pjetursson.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.