Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 10

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 10
234 i ALÞÝÐUHELGIN einn af íslenzku verkamönnunum þurfti að heimsækja Ellefsen til að biðja hann um peninga af kaupi sínu til að senda heim. Eannst þá sum- um hann vera óþarflega spurull við- víkjandi því, til hvers þeir ætluðu að nota peningana, og voru það helzt yngri mennirnir, sem uðru fvrir slík- um spurningum. Við lögðum þetta nú þannig út, að hann viidi reyna að halda í með þeim yngri, svo að þeir ættu sem mest eftir í vertíðarlökin. Við roskna og ráðsetta menn, sem þurftu að fá aura handa heimili sínu, gerði hann litlar athugasemdir. Og það kom fyrir að hann fór að ræða við þá um ýmislegt ar.nað, og notaði þá íslenzkuna. Sumarið, sem Ellefsen varð fimmt- ugur (1906), var þarna roskinn mað- ur á Asknesi, sem Bjarni hét. Hann fór einn Sunnudag að finna Elléfsen og biðja hann um nokkraf krónur til að senda heim. Var Eliefsen þá hinn kátasti og fór að tala um 50 ára afmælið sitt, sem þá var nýaf- staðið. ,,Hvað ert þú nú gamall?“ sagði hann við Bjarna. „62 ára“, svaraði hann. „Já, þú ert orðinn svona gamall, svo gamall verð ég ekki; ég á ekki eftir nema 10 ár“. Þótti okkur þetta einkennilegt samtal, þegar Bjarni sagði okkur frá því, og hugðumst að leggja okk- ur það á minni, og alhuga hvort Ellefsen grunaði þetta rétt. En tím- inn leiddi það í ljós, að hann átti 12 ár eftir ólifuð, og varð nákvæm- lega jafngamall og Bjarni var, þeg- ar þeir áttu þessa samræðu saman. Leyndist kannske einhver fyrirboði í þessu? En hann átti þá eftir að stunda hvalveiðar í 10 ár, í því gat líka hug- boðið legið. Hann seldi hvalveiða- stöð sína í Suður-Afríku árið 1916, og hefur þá líklega verið bilaður á heilsu. Hann lézt í Oslo sumarið 1918. Ellefsen var mikill athafnamaður, hann fékk líka að sjá gvexti athafna sinna, því að flest heppnaðist vel hjá honum. íslenzku miðin gáfu honum góð- an arð, og sáum við engar ofsjónir yfir því. Það var okkur líka heldur í hag að vel veiddist. En síðan hefur nú margt breytzt, og get ég ímynd- að mér, að Ellefsen hefði átt erfitt með að beygja sig fyrir kröfum nýja tímans. FRIÐÞJÓFUR ELLEFSEN. Hann var bróðursonur eldra Ellefsens, sonur Andrésar Ellefsen á Skersnesi við Túnsbergsfjörð, en hann átti hlutdeiln í hvalveiðafyrir- tækinu með bróður sínum. — Frið- þjófur var aðstoðarmaður frænda síns, og fulltrúi hans, þegar hann var ekki viðstaddvtr sjálfur. Hann mun líka hafa haft á hendi skriftir og bókhald að mestu leyti. Ekki voru þeir frændur Ííkir í sjón né á velli. Friðþjófitr var hermann- legur í framgöngu og all-valdsmanns- legur og heldur þótti hann knífinn og íhaldssamur og því tenginri ljúfl- ingur. Ælla óg að segja frá tveimur atvikum því til sönnunar. í yertíðarby.rjún 1908 eða ’09, þeg- á'r ;.jBarðinn“ kom til Reykjavíkur til að 'sækja okkur íslendingana, var fyrst farið til Öndundarfjarðar til að taka síðustu leyfarnar af hvalstöð- inni á Sólbakka. -Vorum við þar á aðra viku við að rífa gamalt geymslu- hús og flytja það til skips, ásamt fleiru skrani. Fyrsta daginn, sem við vorum þar, slasaðist einn verkamað- urinn. Varð hann undir stóru og þungu hjóli, sem verið var að velta út úr geymsluhúsinu. Misstu menn tökin á hjólinu, svo að það féll á hlið- ina, og varð einn undir því. Vildi manninum það til lífs, að það stóð öxulstubbur út úr hjólinu öðru meg- in, og lenti það á þá þliðina þegar það datt og lagðist því ekki flatt nið- ur. Hjólinu var veit ofan af mann- inum eins fljótt og hægt var, og hugðu allir að hann væri mikið slas- aður, enda bar hann sig mjög aum- lega. Hann var borinn ofan í káetu á Barðanum, og var ég settur til að vera hjá honum. Friðþjófur Ellefsen var þarna að- aíráðarhaður. Lét hann Nilsen eínis- forstjóra skoða manninn og áleit hann að íhaðuriríh væri hvergi brot- inn, og lagði fyrir að hafa við hann kalda vatnsbakstra, og átti ég að ann- ast það. Var hugmyndin, að komast hjá því að sækja lækni, en hann var ekki nær að fá en á Þingeyri við Dýrafjörð. Næstu nótt leið manninum illa. hafði vonda verki í baki og mjöðm- um og niður um læri, og var hpnn mjög órólegur yfir þessu ástandi, og bað þess að læknir væri sóttur. Það drógst þó. næsta daginn að farið væri eftir lækninum. En á þriðja degi var maður þar í sveitinni fenginn til að sækja lækninn. Það var þá allmikill snjór og vond færð, og treysti lækn- irinn sér ekki til að ganga, svo hann fékk vélbát til að fara með sig, en það er löng sjóleið. Svo kom lækn- irinn og skoðaði manninn, og reynd- ist hann ekki vera alvarlega meidd- ur, en allmikið marinn. Ráðlagði læknirinn að nota bakstrana áfram og einhvern áburð lét hann líka. Hvalveiðistöð Ellefsen á Asknesi við Mjóafjörð.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.