Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 27.08.1949, Blaðsíða 8
232 ALÞÝÐUHELGIN Magnús Gíslason: A hvalveiðastöðvum. „Á hvalveiðistöðvum“ ncfnist bók, sem komin er út á vegum ísafoldarprcntsmiðju. — Eru það endurminningar aldraðs verkamanns, Magnúsar Gíslasonar, er laust eftir aldamótin síðustu vann um skeið á hvalveiðastöðvum hcrlcndis, Iengst hjá Ilans Ellcfsen á Asknesi við Mjóafjörð. Árið 1937 birtist nokkuð af þessum endurminningum Magnúsar í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins, og liöfðu margir ánægju af lestrinum. Síðan hcfur Magnús aukið við þessa kafla Og cndurbætt þú allinikið. Birtir Alþýðuhclgin að þcssu sinni fáeina smáþætti úr bók Magnúsar Gíslasonar. ELLEFSEN. Hans Ellefsen tók að stunda hval- veiðar hér við land skömmu fyrir 1890, en hafði áður stundað hval- veiðar við Finnmörk í Norður-Nor- egi. Þegar hann kom hingað til lands tók hann sér bólfestu við Önundar- fjörð rétt hjá Flateyri og nefndi staðinn Sólbakka. Hann þótti hinn mesti dugnaðarforkur og höfðingi í ýmsum greinum; enda var hann máttarstólpi Önfirðinga meðan hann dvaldi þar. Mynduðust þá um hann ýmsar sögur og sagnir, og hefur nokkuð verið sagt frá því í sagnariti Gils Guðmundssonar „Frá yztu nesj- um“, 1. hefti. Ellefsen var rösklega meðalmaður á hæð, frckar þrekvaxinn og höfð- inglegur í sjón. Ilann þótti bráðlynd- ur og gengu ýmsar sögur manna á milli af tiltektum lians í reiðiköstun- um. Fylgdu þær sögur honum flestar að vestan, en þar stjórnaði hann verkum mikið meira cn eftir að liann kom austur. Þó bar svo við, að það gáfust tækifæri til að sjá hann reiðan einnig þar. Hann stóð oft á- lengdar og horfði á, þegar verið var að vinna einhver átakaverk, en það var venjulega gert með aðstoð véla- aflsins. En það gat mistekizt fyrir því. Einu sinni var ég nærstaddur þcg- ar var verið að koma lýsisgeymi upp á setstokka. Það mistókst í fyrstu at- rennu, en vírarnir héldu, svo að eng- an sakaði. Þá stóð Ellefsen skammt frá og þrumaði í bræði sinni fyrir- skipanir til verkstjórans. En verk- stjórinn var þéttur fyrir og fór sínu fram eftir sem áður. Þá barði Ellet- sen sig að utan, þreif af sér húfuna, sneri upp á hana og gekk heim. Svo var það öðru sinni að ég sá hann reiðan. Þá var verið að mala og kom stopp á mylluna og gekk illa aö koma henni til gangs aftur. Meðan á þessu stóð, kom Ellefsen og var þá reiður mjög. Hann þrútnaði og blán- aði í framán, svo að manni stóð ógn af svip hans og fasi. Var augljóst, að þar var maður mjög skapmikill. En hann hélt þó skapsmunum sínum það vel í skefjum, að enginn hlaut skaða af. Ellefsen gekk venjulega í svörtum taufrakka yztum klæða, og hafði enska húfu á höfði. Þegar kalt var, notaði hann svarta loðhúfu með sléttum kolli. Það kom fyrir, að það sáust trosnur á höfuðfötum hans, og furðuðu þeir sig ekki neitt á því, sem kunnugir voru meðhöndlun hans á höfuðfötunum. Það skeði eitt og annað, sem gat orðið Ellefsen til skapraunar, og gat hann þá stundum orðið strangur hús- bóndi. Skal ég ncfna hér eitt dæmi um það. Tveir norskir piltar voru búnir að liggja alllengi inni og þótt- ust vera veikir, en grunur lék á því Ilans Ellefsen. að þetta væru skrópur einar, því að þeir fóru venjulega á fætur, þegar aðrir hættu vinnu á kvöldin, og fóru svo ekki í koju fyrr en síðastir allra. Einn góðan veðurdag sendi Ellef- sen hvalveiðabát til Seyðisfjarðar eftir lækni. Átti hann að rannsaka heilsufar piltanna. Þegar læknirinn kom, fylgdi Ellefsen honum í bragg- ann, sem piltarnir voru í, en þeir fyrirfundust þá hvergi. Höfðu þeir komizt á snoðir um hvað til stóð og laumuðust í burtu. Hafði einhver séð þá fara upp í fja.ll. Þegar lækn- irinn var farinn aftur, fyrirskipaði Ellefsen að tína dót þeirra saman og bera það út fyrir girðingu. Þegar þeir komu aftur, var þeim tilkynnt þetta, og það með, að þeim væri vís- að á brott þegar í stað. Urðu þeir að taka þessu eins og hverjum öðrum dómsúrskurði þó að þeir væru illa undir það búnir. Lögðu þeir svo af stað með pjönkur sínar á baki og komust að lokum til Sevðisfjarðar. Þar kornust þeir í norskt flutninga- skip, sem flutti þá til Noregs. Fréttum við það síðar hjá Norð- mönnum, að pilt.arnir hefðu kært El- lefsen fyrir þessa harðýðgi, og hann hcfði verið dæmdur til að greiða þeim kaup fyrir allan ráðningartím- ann, og þar að auki eitthvert sektar- fé. Hér hefur nú verið vikið að helztu göllunum í fari Ellefsens, sem stöf- uðu af geðríki hans. En mannkost- irnir vovu víst líka margir og miklir og var hans oft getið lofsamlega fyr- ir ýmsan höfðingsskap, meðan hann staríaði hérlendis. Ellefsen var mjög árrisulí maður. Við, sem fórum til starfs á næturnar. sáum oft til ferða hans, þegar liann var á morgungöngu sinni. — Kom hann oft út á fjórða tímanum og gekk þá inn á bryggju. Stanzaði þar í

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.