Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Qupperneq 6

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Qupperneq 6
310 ALÞÝÐUHELGIN Hann bað þó nokkurra. Raunar var þann tiltölulega lítilþægur. Hann var á sinn hátt rausnsær, og honurn var það ljóst, að þær ríkustu voru ekki honum ætlaðar. Og auk þess var hann úr fátækri sveit á Vesíurlandi. Fimmtíu þúsund krón- ur voru auðæfi í hans augum. Sum- ar stúlkurnar sögðu mér frá þessu á eftir — þær sögðu, að þær teldu þetta ekki vera neitt launungarmál, því að þetta hefði ekki verið neitt bónorð, það hefði verið viðskiptati1- boð með viðbótargrein — að sjálf- sögðu mun ég elska yður, hefði hann sagt. En hann fann enga stúlku, sem var reiðubúin til þess að fórna sér fyrir föðurlandið. Hann hefur ekki kvænzt, og ég held hann hafi haldið utan um sitt fram á þennan dag. Einu sinni græddi hann eitt hundrað krónur á dálítið einkenni- legan hátt. Hann var á heimleið vestur á land og fór á reiðhjóli til þess að spara járnbrautarfar. Hann var flokksforingi í hernum, þegar þetta gerðist, og hefur ef til vill ver- ið eini flokksforinginn í Noregi, sem lagði fé fyrir af þeim sáralitlu laun- um, sem slíkir menn njóta. Á leið- inni varð hann að nátta sig á gisti- húsi. Hann tók ódýrasta herbergið. Hann gaf sig að gestunum, sem voru í gistihúsinu. Einn þeirra var laxveiðimaður. Þeir sátu og drukku í einu herbergjanna. Hinir uppgötv- uðu smám saman, hvers konar mað- ur hann var. Svo fór að lokum, að laxveiðimaðurinn bauð honum hundrað krónur, ef hann þyrði að hátta sig þarna inni og ganga ber- strípaður eftir öllum ganginum til herbergis síns. Hundrað krónur voru miklir peningar. ívar Tennfjord tók tilboðinu. „Ég get látizt ganga í svefni,“ sagði hann. Hann fór af stað, og hinir stóðu í dyragættinni til þess að sjá hann gera þetta. Það gekk vel stundar- korn, en svo kom veitingamaðurinn upp stigann. „Ég geng í svefni,“ sagði ívar Tennfjord þegar í stað. Hann fékk hundrað krónurnar, en var rekinn úr gistihúsinu. :þ. Edvard Skuggen var nokkrum ár- um eldri en ég. Hann er nú að verða fimmtugur. Hann hefur komizt vel áfram, er orðinn skólastjóri og mik- ill nazistaforkólfur. Þegar Quisling endurskipulagði ráðuneyti sitt, er sagt, að hann hafi talið sig vissan um að verða einn af ráðherrunum. En svo varð ekki, og hann lagðist í rúm- ið af gremju. Það er jafnframt sagt, að honurn hafi ekki brugðizt ráðherrastaðan vegna þess, að hann þætti óhæfur maður, heidur af hinu, að jafnvel innan þess flokks voru engir, sem féll vel við hann. Engum manni hefur nokkurn tíma fallið vel við hann, að einum undan- skildum — honum sjálfum. Ég held, að hann sé langsamlega mesti metorðastritari, sem ég hef þekkt á ævi minni. Ákefðin var svo mikil í hvert sinn, sem byrlega blés fyrir honum að geta bætt hag sinn, að sjáöldrin í honum skruppu sam- an. Honum datt ekki í hug, að aðrir gætu tekið því illa, þótt hann stjak- aði þcim til hliðar. Drottinn minn sæll, hann ætlaði sér bara áfram! Hann var skýrleiksmaður, sem kallað er — en allir vitum við, að þess háttar lýsing á manni segir lít- ið um hann. Það er mikilsvert fyrir skógar- höggsmann að hafa beitta öxi, en það skiptir líka miklu máli, hvort hann notar hana til að höggva með henni tré, eða til þess að höggva í höfuðið á öðrum, eða þá í fótinn á sjálfum sér. Edvard Skuggen hafði hæfileika til þess að sjúga í sig þekkingu. Hann var málfræðingur og tók mjög gott próf. Hann kvæntist á há- skólaárum sínum — kennslukonu, sem gat séð fyrir honum. Hún var eins og hrífa í laginu. Mjó eins og prik, og efst var heljarmikill tann- garður. Ekki veit ég, hvort hcnni þótti vænt um hann. En hún komst í hjónaband. Hann flaug í gegnum námið eins og hnífur gegnum smjör. Evddi aldrei tíma eða krónu í hégóma, eins og hann nefndi það, — fór aldrei í leikhús, las aldrei bók sér til skemmtunar. Skemmtun — hvað var það? Viðkvæði hans var: Er það tilvinnandi? ívar Tennfjord og Edvard Skug- gen voru úr sömu.þröngu Vestur- landssveitinni. Þeir sögðu við og við smásögur hvor um annan. Hvor þeirra um sig gat séð nokkuð af búranum í hinum, en hvorugur hjá sjálfum sér. ívar Tennfjord sagði mér dálítið frá bernskuárum Edvards Skuggens. Faðir hans var sjómaður, sem stundaði fiskveiðar (faðir ívars var kennari). Hann drukknaði. Móðirin sat uppi með fjögur börn í ómegð- Hún fór að leggja lag sitt við skipstjóra á skútu, sem kom tll fiski- þorpsins nokkriun sinnum á ári. Hann mun hafa hjálþað henni um peninga og fleira. Þeir guðræknustu í sókninni vildu ekki láta þetta viðgangast. Þeir höfðu í hótunum við hana. Vitað var, að skútuskipstjórinn var kvænt- ur. En hún vildi ekki hætta við hann, hvort sem það hefur verið af því, að hún hefur ekki komizt af án þessarar hjálpar eða þá að henni heíur þótt vænt um hann. Þá var hún tekin til bæna í kirkj- unni. Presturinn var einn af þessum heittrúuðu. Þetta varð henni uxn megn. Hún drekkti sér. Börnin fóru á sveitina Sennilega hefur það verið nokkurs konar syndalausn, að sóknarmenn skutu saman fé og kostuðu nám Ed- vards í menntaskólanum. Sjálfur minntist hann aldrei cinu orði á bernsku sína. En það var ekki að sjá, að honum væri á nokkurn hátt í nöp við þetta fólk. Honum hefur ef til vill fundizt móðir sín ekki hafa ratað réttan gróðaveg. Hann ætlaði sér ekki að brenna sig á því soðinu. Hann var styrkur maður á sinn hátt. Hann gat vakið mönnum hroil það stóð af honum kuldi. Hann komst vel áfram, hækkaði í tigninni jafnt og þétt, eftir því sem um getur verið að ræða um menn í norskri kennarastétt. En einhvern veginn var það honum ekki nóg. Hann vildi allt í einu verða stjórn- málamaður. Þar mætti hann mótspyrnu, sem hann fékk aldrei skilið. Hann sótti fast á, en komst hvergi. Það er ekki auðvelt að komast áfram í stjórn- mélum fyrir mann, sem engum er vel við. Fyrst var hann vinstri maður og landsmálsmaður. Síðan varð hann alþýðuflokksmaður og landsmáls- maður. Þá varð hann bændaflokks- maður og iandsmálsmaður. Loks gerðist hann kommúnisti og lands-

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.