Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Page 8

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Page 8
312 ALÞÝÐUHELGIN Þorvaldur Thoroddsen: Séra Jón Daðason Hið mikla rit Þorvaldar Thor- oddsen, “Landfræðissaga Is- lands“, scm út kom á árunum 1892 — 1904, er fyrir löngu horfið af bókamarkaði, og þau eintök, sem komið hafa til fornbóksala, verið seld háu verði. Rit þetta cr hvort tveggja í senn, fróðlegt og skcmmtilegt. Þar eð það er nú í tiltölulcga fárra manna höndum, þykir fara vel á því, að birta dá- lítið sýnishorn úr þessari hálfrar aldar gömlu bók. Hefur orðið fyr- ir valinu kafli um séra Jón Daða- son, prest í Arnarbæli, og höfuð- rit hans, er „Gandreið“ heitir. Jón Daðason vígðist 1631 á Hólum, meðan Gísli biskup Oddsson var ytra, fékk Ögurþing 6. ágúst 1632 og þjónaði þar tvö eða þrjú ár. Segir Jón Halldórsson um veru hans í Ögri: „eyrði illa stjórn eður aga bóndans Ara, veik í burtu heldur en strauk, bóndi og hann báðir þreyttir hvor á öðrum og urðu fegnir að skiJja“. Síðan var séra Jón um stund (1639) kirkjuprestur í Skálholti, en íékk Arnarbæli 1642 og bjó þar síð- an. Ilann dó snögglega 1676 og var þá sjötugur. Kona lians var Katrín Kortsdóttir, systir Þorleifs lög- manns. Jón Daðason var orðhvatur við hvern er í hlut átti, hann var gróðamaður mikill og keypti margar jarðir, cn auður hans tvístraðist fljótt cítir fráfall hans. Séra Jón hef- úr verið lærður maður og fróður eft- ir þcirra tíma lagi, og lagamaður kvað hann hafa verið góður. Það er auðséð á ritum hans, að hann hefur verið sérvitur í meira lagi og hjá- trúarfullur eins og flestir prestar á hans dögum, og héldu sumir hann göldróttan. Séra Eiríkur Magnússon í Vogsósum, er svo miklar sögur hafa farið af, ólst upp í Arnarbæli hjá séra Jóni. Jón prestur Daðason kvað „Sveinadrápu“ og „Englabrynju“ móti árásum vondra anda, og samdi „Rembihnút“, sem Jón Grunnvík- ingur kallar „lagarugl og rusl“. Helzta rit Jóns Daðasonar heitir „Gandi’eið“, það er mikið rit um lieimspeki, guðfræöi, náttúrufræði og alla skapaða hluti, sem nöfnum tjáir að nefna. Höfundurinn kallar bókina ,,gandreið“ af því hún íæst við svo margt. Titill bókarinnar cr gott sýnishorn af rithætti séra Jóns Daðasonar, hann cr svona: „Gand- reið, glumrur, dunur og dvcrgmál liiminlegra hvítu rúna um undrandi kyn og krafta í yíirvættis-fyllingu eðlis náttúrunnar, scm reynslan og lystin gefur að rannsaka, clement- legum vafurloga, vindi, sjó og sandi innskrifandi. Novum mctcoron cand- idæ magiæ“. Ritið er áliaflega ruglingslégt og sérvizkulegt, með óskiljanlegu heimspekis-moldviðri innan um, en í því er þó allmargt merkilegt, er sýn- ir hugsunarhátt og lærdóm þcirra tíma. „Gandreið“ er skrifuð í Arnar- bæli 1660. í bók þessári cr ýmislcgt, er snertir ísland, liér og hvar, lrefi ég safnað saman hinu liclzta og sett það liér í eina licild. Landlýsing séra Jóns sýnir þær hugmyndir, cr ís- lenzkur kJerlcur um miðblik 17. ald- ar hafði urn föðurland sitt. Séra Jón var einn hinna bezt lærðu presta í þá daga, en rit lians sýna, eins pg svo mörg önnur rit þeirra tíma, mikið þroskaleysi og andlega megurð. Þó menn séu í ýmsum greinum furðu- lega fróðir og lærðir, þá hafa þeir ekki hugmynd um vísindalega rök- semdaleiðslu, lijátrúin og trúarringl- ið umsneri allri skynsemi og greind. Aðalkaflinn um ísland heitir: „Mein- ing ein um ísland" og set ég hann orðréttan til sýnis: „ísland reiknast liggja og Jafa á norðanverðum vest- urhölluðum jarðarhnetti í 7. climate og 14 paralelo, 80 mílúr í norðvestur frá Færeyjum, 160 niíJur frá Dan- mörku og sé sunnanvert í latitudine ab æquatore undir 641 ú gradu. En Petrus Appianus setur það undir 65. gradus. Það þykir líklegast, að sé uppflosnað úr sjó af jarðcldi og er lialdið 60 mílur að lcngd, en 30 míl- ur að breidd, næsta svo stórt sem Irland. Gemma Frisius annálar ís- lands undur, jökla, jarðelda, gjós- andi liveri, ölkeldur, hafís, auðnir og óbyggðir, þar með banvæna brunna og brennisteins nægtir, lirósar þó landsmönnum fyrir hröpuslátt; en doctor Wormius prísar incolas mest fyrir rit, rúnavit og históríuhygg- indi. Abraham Ortelins reiknar á ís- landi tvo biskupstóla, 8 klaustur, 239 kirkjur, og landsmcnn hafi fjöll fyrir staði, vatnsbrunna fyrir sæl- gæti, prísandi þó það þar talist og prcntist en gamla cimbriska, góða gotiska, máske citt það elzta tungu- mál frá Babel, cftir mcining meist- arans Johannis Coripii Becani, er í öndvcrðu kallaðist alcmanica lingva, sem Óðinn mcð ásum úr Asíu inn- færði í Europam". Þá telur Jón Daðason firði og annes kringum ísland (alls 152 nöín) og /heldur svo áfram: „Ortelius deilir landinu í 4 quadrantes eður fjórðunga og tvö stipti, sem eru Hólastipti, þar sem er biskupssetrið, prentvcrkið og skólinn, og Skálholtsstipti, sem inni- heldur 3 quadrantes og 12 sýslur. Saxo Grammaticus annálar fjallið Heklu brennandi, og önnur ótrúan- leg undur og ósannindi11. „ísland písla tveir mótstæðir ó- sigrandi óvinir, eldur og ís, með sjóð- lieitt og sárkalt, og eru í veru aur og afstreymi allra byggðra landa, mestallt óbyggðir og eyðisandar, graslaus fjöll og gagnslausir jöklar, blásnir mosar og brunahraun, upp- sprungin af ógnarlegum jarðeldi, ncma lítið byggðarlag með sjósíð- unni, liafandi livoi'líi rannsalranlega mineralia né metalla fullkomlega, nema aðeins sporaðar species, nokkra semimetalla, engva eðalsteina utan uppflosnaða achites, fáar perluteg- undir, hvorki mynt né múra, engin steinkol, engan color með fullum farfa, engvar eikur né epli, engva stórskóga nema frammbogið birki og nokkrar hríslur af víðir, reynivið og einir, engin blómstur eða náttúr- leg aldini nema ber og lauk, engvar plöntur nema angelia og rapa, hvorki korn né vín, hör né lín, nema lítið melabygg, engin villudýr fyrir utan búfénaðinn, naut, sauði geitfé og liesta, nema mús og kött, rakka og ref, fátt kyn landfugla nema sum- arfugla ,lunda og æður til gagns- muna, langvíu, svartbalr og máva". „Spelringar nótcra í Glerliallarvílí á Reylrjaströnd finnist hvítir stein- ar af adams kyni, og í Grenivík fyrir austan sýnast steinar litlir sem l

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.