Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Page 16

Alþýðuhelgin - 12.11.1949, Page 16
320 ALÞÝÐUHELGIN ’“r,i![! rrnr varð bjargað. Farmenn, alls sjö, héldu til í hálft dægur við skipsflak- ið, urðu síðan að ganga meir en mílu vegar í snjó og brotaófærð áður en þeir náðu mannabyggðum. Þeir komu til fáeinna bændabýla, en eng- inn varð þeirra þar fyrri var, en bæði karlar og konur, eftir loflegum landssið, tóku þeim ástúðlega, báru þeim volga mjólk, fisk og annað, sem þeir áttu til. Þar dvöldu þeir, ör- magna orðnir af þreytu, tvo daga. Annan daginn fæðru íbúar, er við skipsskrokkinn voru, stjórnara þess kistu hans, kíki og kompás, og fóru þó eigi í kistuna. Þegar hann hafði selt það, er eftir var af skipsskrokkn- um og farminum, hélt hann ásamt farmönnum sínum til helzta kaup- staðarins, Reykjavíkur. Þar létu íbú- arnir þeim alla góðvild í té eftir mætti og eins kaupmenn, meðan þeir dvöldust þar. Þeir sigldu til Kaupmannahafnar í marz með póst- skipi, en konsúll Bretlands sendi farmenn heim. Skipherrann lýsir mjög mannkærlega þessum gest- risnu eyjarbúum, og brá honum við að finna jafnvel nokkuð af smíðuðú silfri í sérhverju smákoti á leið hans.“ (Annáll 19. aldár.) ❖ ❖ VETUR. Unnir rjúka, flúðin frýs, fold er sjúk að líta. Vefur hnjúkum veðradís vetrardúkinn hvíta. Sólareldinn syrta ský, svörtu kveldin falda. Vetur heldur innreið í ísa-veldið kalda. (Jón S. Bergmann.) * IIFJÓDA-BJARNI. Bjarni hét maður, Pétursson. Ilann var kallaður Hlióða-Bjarni, en sumir kölluðu hann Bjarna pela, því brennivín seldi hann mjög í pelatali, og var almæli, að nær helmingur væri hland hans. Bjarni fekk illt orð um kvennafar og aðra var- mennsku. Æpti hann oft, er hann sá konu, og lét sem sér væri ekki sjálf- rátt. En vel var hann viti borinn, og hafði við orðfyndni þá spélega, er enginn hafði fyrri heyrt. ' Var það oft, að hann sagði svo um ást sína til kvenna, að hann „brynni og ALBERT EINSTEIN. slitnaði lifandi og hefði óbærilegan hita í nýrunum". Bjarni gerðist landshornamaður, því allvíða fór hann um land, hræddi víða konur og nauðgaði þeim, ef hann fékk því við komið. . . . Bjarni vildi jafnan kvænast, og fékk að lyktum grið- konu þeirrar óléttrar, er Guðrún hét, og var á vist með Ólafi presti Jóns- syni á Svalbarði, og sögðu sumir, að Ólafur prestur vildi gifta hana. Sig- fús prófastur í Höfða, Jónsson, kvað svo um giftingu Bjarna, er Ólafur prestur kvænti hann: Bjarni peli Pétursson pússaður er við ektakvon, sýnast flestir sótraftar á sjó dregnir til hjúskapar. Bjarni sagði svo síðan, að hann hefði átt hálft fjórða barn með Guð- rúnu. Hann þefaði af pilsum kvenna og sagðist finna af þefinum, hvort þær væru meyjar eða ekki. (Gísli Konráðsson.) Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.