Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 2
322
ALÞÝÐUHELGIN
geta þess að lokum, að ég sá aldrei
Stephan G. Stephansson og kynnt-
ist honum ekki persónulega, nema
hvað örfá bréf fóru á milli okkar á
efstu árum hans. Þó að ég læsi nokk-
uð af kvæðum hans ungur, lærði ég
seinna að meta hann en nokkurt
annað af höfuðskáldum vonmi. Ég
setti lengi fyrir mig agnúana á
formi hans, sem ég sé enn enga
ástæðu til að draga fjöður yfir. Eftir
að ég fór að sökkva mér ofan í að
skilja hann, gat það kornið yfir mig
að finnast hann þreytandi gallalaus,
að liann hefði verið skemmtilegra
viðfangsefni, ef ég í aðra röndina
hefði fundið einliverjar eyður í hæfi-
leika hans, öfgar eða veilur í skap-
ferli hans. Því fer svo fjarri, að ég
hafi haft neina löngun tdl þess að
gylla hann, að ég hef ieitað dauða-
leit að einhverjum höggstöðum á
honum í bréfum hans, þessum sæg
af einkabréfum til alls konar manna,
sem honum gat aldrei til hugar kom-
ið, að yrðu birt almenningi. En ég
reið ekki feitum hesti frá þeirri leit.
Ef nókkuð er að mununiun, er mað-
urinn, sem kemur fram í bréfunum,
cnn grómlausari en kvæðin sýna,
gætnari og grandvarari, hárvissari í
dómum um sjálfan sig og skilningi á
sjálfum sér. Allt, sem ég hef þótzt
athuga skást um Stephan, hafði hann
séð betur sjálfur. Ég hef gefizt upp
fyrir honum, sezt við fótskör hans.
Það er sannleikurinn. Um kvæði
hans hefur mér fundizt því meira
scm ég las þau betur, og ríkari skiln-
ingur á manninum hefur varpað á
þau nýjum ljóma. Maðurinn reynd-
ist því skemmtilegri og girnilegri til
fróðleiks sem ég gerði mér betri
grein fyrir því, að stykur hans er
ckki styrkur fátæktarinnar, heldur
auðlcgðarinnar, — að þar eru sund-
urleitir og óstýrilátir miskliðir í
eðlisþáttum og æviraunum stilltir til
íjölraddaðs samræmis“.
Og cnn scgir hann:
„Hann stóð djúpum rótum í ís-
lenzkri menningu og ræktarsemi við
liana. íslenzk fræði, forn og ný, voru
undirstaða menntunar hans. En hann
kúrði ekki með þessa heimafengnu
björg scm iágvaxinn runnur í cin-
angrun og hléi, hcldur rétti sig svo
liátt upp, að hann naut ljóssins frá
liinu nýja umhverfi og allir stormar
samtíðarinnar gnúðu um hann. Ilann
skilaði arfinum, sem hann liafði þeg-
ið, með ríkulegum vöxtum. En þó að
Stephan væri íslendingur og honum
verði líldega seint verulegur gaum-
ur gefinn af öðrum þjóðum, er gildí
hans ekki einskorðað við þjóðernið.
Slíkir menn styrkja trú vorra á mátt
og megin manneðlisins. I allri sögu
menningarinnar mun seinfundið ó-
rækara vitni þess, hverju orka má í
kröppum kjörum, þegar einlægur
þroskavilji læinist að réttu marki“.
❖
Hér er hvorki rúm til að gera frek-
ari grein fyrir skáldskap Stephans og
öðrum ritstörfum né rekja æviferil
hans í löngu máli. Verður að láta
nægja að nefna þau fáu æviatriði,
sem fara hér á eftir. Er þar aðalega
farið eftir greinargóðri ritgerð um
Stephan, eftir Baidur Sveinsson, en
sú ritgerð birtist í ,,Iðunni“ 1923.
Stephan G. Stephansson er fæddur
3. október 1853 á Kirkjuhóli í Skaga-
firði, næsta bæ við Víðimýri. Faðir
hans var Guðmundur, f. 1818, d. á
heimili Stephans sonar síns við
Garðar í N.-Dakota 1881, sonur
Stcfáns bónda á Kroppi í Eyjafirði
Guðmundssonar bónda á Halldórs-
stöðum Halldórssonar. Móðir Guð-
mundar, föður Stcphans, var Helga
Guðmundsdóttir, bónda á Krýna-
stöðum í Eyjafirði, Jónssonar prests
Þórarinssonar og Helgu Tómasdótt-
ur að Vogum við Mývatn, en Guð-
mundur var bróðir Benedikts skáids
og assesors Gröndals, og Þórarins
prcsts í Múla, sem einnig var skáld.
Er það skáldaætt mikil, svo sem
kunnugt er.
Móðir Stephans var Guðbjörg
Hanncssdóttir, Þoi-\'aldssonar bónda
á Reykjarhóli í Skagafirði, Sigurðs-
sonar. Hún var fædd 1830, dáin
1911 á heimili sonar síns í Marker-
ville. Móðir Guðbjargar og kona
Hannesar var Rósa Jónasdóttir,
bónda á Botnastöðum í Húnavatns-
sýslu.
Forcldrar Stephans voru bæði
grcind og hneigð til mennta. Lásu
þau mikið, eítir því scm ástæður
leyfðu, en efnahagurinn var þröngur.
Eftir að Stephan fæddist, áttu þau
hcima á þrem bæjum í Skagafirði og
cinum í Suður-Þingeyjarsýslu. Voru
það allt rýrar jarðar, og eru nú allar
fyrir löngu komnar í eyði. Er Step-
han var 16 ára gamall, varð liann
vinnumaður hjá Jóni bónda Jónssyni
í Mjóadal, eísla bæ í Bárðardal, en
Jón var kvæntur Sigurbjörgu föð-
ursystur Stephans. Brugðu foreldrar
hans búi um sama leyti og gerðust
vinnuhjú á næsta bæ. í Mjóadal
kveðst Stephan hafa kveðið „mestar
vit.leysur“.
Sumarið 1873, er Stephan var tví-
tugur, fór hann vestur um haf með
foreldrum sínum og systur, Sigur-
lagu. Hún var eina systkini Stephans,
sjö árum yngri en hann, giftist vestx'a
íslenzkum manni, og bjuggu þau
jafnan í næsta nágrenni við Step-
han.
Stephan fleytti sér nokkuð í ensku
þegar vestur kom. Hafði hann notið
lítils háttar tilsagnar síra Guttorms
Vigfússonar, en að mestu var það
sjálflært. Hann settist fyrst að í
Wiscounsin, sunnarlega. Fékkst hann
þar við ýmsa vinnu, sveitavinnu og
tígulsteinagerð. Foreldrar hans voru
alla^tíð á hans vegum, eftir að vest-
ur kom, meðan þau lifðu. Eftir rúmt
ár fluttist Stephan til Norður-
Wiscounsin og nam þar land í
skógi. Var þar ærið starf fyrir hönd-
um að „brjótast til landa“, fella
skóg og koma upp húsum. Bjó hann
þar fram til ársins 1880. Vann liann
á vetrum við skógarhögg um 50
mílum noi'ðan við heimili sjtt, en
sætti sveitavinnu að sumrinu 75 míl-
um sunnar, en var heima við þe§s ,í
milli, en foreldrar hans sátu jöfoina.
Lítið tóm gafst honum til lestrar á
þessum árurn, og orti fátt, en sum
atvik frá þeim tíma urðu honum síð-
ar yrkisefni.
í Wisconsin kvæntist Stephan
1878 fi'ændkonu sinni, Helgu, dóttur
Jóns bónda í Mjóadal og Sigurbjarg-
ar föðursystur sinnar, myndarlegri
og góðri konu. Þeim varð átta barna
auðið, og lifðu sex þeirra föður sinn,
en tvo sonu misstu þau hjón, Jón
þriggja ára gamlan og Gest sextán
ára, sem beið bana er elding laust
hann í þrumuveðri.
Árið 1880 flutti Stcphan búferlum
til Norður-Dakota og nam þar land
í annað sinn í Garðar-byggð. Var það
óraveg fxá Wiscounsin, um 1370
kílómetra. Gekk Stephan þá lcið alla,
og rak gripi sína.
Fyi'stu árin í Dakota voru erfið,
en smám saman raknaði úr. Þarna
var allfjölmenn íslendingabvggð,
margt tápmikilla manna og félagslíf
mikið, fundahöld og samkomur tíð-
ai', gcfið út handskrifaö sveitarblað,