Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 7

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUHELGIN 327 Þórustaðahorn í Önundarfirði. Gráskeggur. eftir St. G. St. Um kvöldið gekk sá maður, er Gráskeggur nefndist, í tjaldið fyrir Otstein konung, og er þeir höfðu kvaðzt, leit konungur við honum og spurði: „Hver er fæðingarstaður þinn, foreldri og íþrótt, gamli mað- ur? Úr hverju landi bar þig hingað, og hvert er erindi þitt? Hvað hefur þú séð á ferðum þínum, því langt muntu að kominn, eður hvert muntu héðan stefna?“ „All-fjölspurull eruð þér, herra,“ svaraði Gráskeggur, „og ekki veit ég, ef ég kann úr að leysa. Karl og kerling ' voru foreldri mín; er þá full-langt rakið, því enginn lærdóm- ur fer meir á bug við sannleikann en ættfræðin. Föðurland mitt mun Frón, því loft og sær var mér ætíð úrhendis. Þá eina kann ég íþróttina að koma svo til dyra sem ég er klæddur. Úr Hvítramannalandi kom ég, en lokið er erindi mínu, því leit- að hef ég farsældar og fundið. Nú er ég á Ieið til átthaga minna; veit ég ei enn, hvar þeir liggja, en skammt á ég nú ófarið. Kann ég ekki fleiri æv- intýri.“ „Seg oss gjör frá fundi þínum,“ mælti Útsteinn; „á slíkum leiðangri erum nú vér og hirð vor, og æ farið erindisleysu.11 „Hverf áftur konungur,“ svaraði Gráskeggur. „Sú, er þú leitar eftir, leiddi þig á götu og hvarf svo heim aftur. En þá var ég ungur, er ég réðst í lag með Unaðsemd drottningu, og góð þótti mér um stund hennar þjónusta. Henni gaf ég sakleysi mitt og fleiri gripi, en tók við reynslunni, en eigi undi ég þar lengi, því hafa vildi hún alvöruna. Fór ég þá til Metnaðs jarls; færði ég honum lítil- læti, en þáði mannþekkinguna, en fá vildi hann sanngirnina einnig og skildi það með okkur. Næst var ég á vist með Auði konungi; lét ég hann fá örlætið, en hann gaf mér hagsýn- ina í móti. En þaðan hvarf ég, því fleka vildi hann af mér ráðvendnina. Þá þóttist ég fullreynt hafa þá höfð- ingjana og leitaði á fund spekinga. Gekk ég fyrst í klaustur með Guðs- ótta ábóta; hann neyddi mig til að láta af hendi tilbeiðsluna, en seldi mér hugsjónina, en frá honum strauk ég, er hann ræntist eftir skynsem- inni. Þaðan komst ég til Fróða kenn- ara; færði ég honum fullvissuna, en þáði af honum þekkinguna, en ekki gat ég ílengst þar, því taka vildi hann ímyndanina líka. Um stund dvaldi ég hjá Braga söngmanni; hann tók aleigu mína móti fegurðar- tilfinningunni, en löngum hljóp ég þaðan, því oft skorti þar mat.“ „Víða hefur þú rekizt,“ sagði þá Útsteinn konungur, „en lítil þykja mér erindis!okin.“ „Enn er ei saga mín öll,“ svaraði Gráskcggur. „Nú þóttist ég hvergi athvarí eiga, og brigðular höfðu mér vonu-nar gerzt. Skyggndist ég nú um í eigin eðli og þar fann ég far- sældina, konungur. Hafði ég borið hana í barmi rnér athugalaust, alla götu.“ „Nú fer þú með fals mikið,“ svar- aði Útsteinn, „því það kann ég' af út- liti þínu aö ráða, að mjög taka elli og lúi að halla á þig, og vesæll mun sá, er hrekst sem verðgangsmaður.“ „Ekki þekkist farsældin af útliti né iðn, herra,“ mælti Gráskeggur, „heldur finnst hún í þreki, er veit neitt í lífi og dauða sitt ofurefli, og skapi, er á sér verklaun í eigin starfi. Og snú aftur, konungur, svo sem ég réð yður til fyrrum.“ „Engan trúnað leggjum vér á sögu þína, gamli maður,“ svaraði konung- ur, „og lengra munum vér leita, áð- ur vér hverfum heim.“ „Fyrir vissi ég svar yðar,“ mælti Gráskeggur. „Sama veg hljótum vér allir að fara og þurfum langt að leita, áður vér finnum farsældina. Út liggur braut vor og þó situr hún jafnan inni. En fár kemst heim aft- ur.“ Um nóttina hvarf Gráskeggur úr tjaldinu og lézt enginn vita, hvað af var orðið. Héldu ýmsir það Óðin verið hafa, eða vætt nokkurn. (1896.) * * * AD KVÖLDLAGI. Falla Hlés í faðminn út firðir nesjagrænir. Náttklædd Esja ofanlút, er að lesa bænir. 3. júní 1917. St. G. St. ÍSLENZKUR KVEÐSKAPUR. Undarleg er íslenzk þjóð! Allt, sem hefur lifað, hugsun sína og hag í ljóð heíur hún sett og skrifað. Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan, þér er upp í lófa lögð: landið, þjóðin, sagan. St. G. St. 3

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.