Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 8
328 ALÞÝÐUHELGIN Stephan G. Stephansson: Kaflar úr bréfum. ÚR BRÉI'I TIL ÞORSTEINS ERLINGSSONAR 6. SEPT. 1910. Þorstcinn minn kær. — Ég fékk bréfið og dóminn þinn, allt með skllum, og þarna kemur nú þökk mín loksins. Auðvitað er ég meira en ánægður með allt það hrós, sem mér er mælt, þar sem ég finn vin- semdina og skilninginn í gegnum það, það gerir manni hlýtt í hug og hamingjusæld. En það er þó oftast eins og ég finni fljótara rök til þess, að menn skripla á mér, þegar það vill til, cn að ég sjái ástæðu til þess að mér sé hælt, og veit ég þó, að ég vildi kvcða vcl, eins vel og efni og annir lcyfðu. Þú gizkar rétt á það, sem aðrir ætla, að sé öðruvísi varið, að það er hér um bil gagnslaust að grafa upp, hvað ég hafi af öðrum skáldum lært. þeim, sem ekki eru ís- lenzk. Svipi einhverjum hugsunum saman, mun það oftar, að hending' ræður því, eða þá líkt loftslag af andlcgu andrúmi, sem tveir ókunn- ugir menn liafa lent í, en mér hafi borizt það í bókum þeirra. Yfirleitt er ég dauðans illa að mér í veraldar- skáldskapnum og tel ég mér það ekki til gildis. Fátækt mín og tíma- leysi stóð þar í vegi, og — eigin sér- vizka, sú, að ef maður límdi sig ofan í cinhvern, stæði sá í hættu með þao, að apa eftir kækina hans, en kæfa sitt eigið, og því verr, sem sá væri voldugri, cn maður sjálfur vesælii. Vikuna sem leið sagði einn lærcii maðurinn okkar mér sjálfum, að ég væri þaullesinn í Browning. Ég hef lesið eitt eða tvö kvæði, smá-hús- ganga, eftir Browning. Ekki er frægra frá að segja. Og tilveran, Þorsteinn. Utan mannanna og kringum mig er hún hvorki ill né góð, og ásetningslaus, en mig dreym- ir um, við myndum geta gert liana okkur bærilega með viti og góðum vilja, en henni að þakkarlausu. ... ÚR BRÉFI TIL BALDUllS SVEINSSONAR 7. OKT. 1911. ... Það getur vel vcrið, að það sé ljóður á ljóðum mínum, að þau taki lítið á tilfinninguna, ég gct dæmt um það sem mér óskylt mál. en ekk; samt hliðdrægnislaust, því ég fer eftir því, sem ég ímynda mér, aó skáldskapur ætti að vera. vel gerður. Því cr ekki að lcyna, ég er dauðleið- ur á mörgum tilfinnmgakveðskap, sem flestum fellur, finnst hann koma frá hjarta, sem tómahljóð er 1, vera óp. fremur en næmlpiki, og þá — lítiimannlcgur — óskáldlegur. Ég met ekki tilfinningar eflir því, live hátt cr haft, hcldur hvernig hjartað titrar. Ég kýs mér tilfinninguna, sem gengur um fáorð og aðhlvunandi, með viðkvæmni í svipum og hlýind- in í handtökunum sínum, eins og móðurástjn, frernur en æsing unn- ustunnar, sem beljar yfir banasæng- inni. Ég verð meira hrifinn af því, hvernig skáldin búa um tilfinningar sínar, heldur en hversu stórt þau stafa að þeim. Það finnst mér líka sérstaklcga norrænt — íslenzkt, svo sem víða í sögunum okkar. Þannig hef ég reynt. að gera mörg kvæði mín úr garði. Það eru aðstæðurnar, ekki upphrópin, scm ég lnigði að iáta túlka mínar tilfinningar. Ég hef þá trú, að með stærri menning rými sjálfs-bölið fyrir samúðinni, svo sem „Bálför gamalla unnustu-bréfa“ vcrði þá ekki tekin fram yfir „Pét- ursborg“ mína, svo ég taki citthvað til (af handahófi, né haldi að ég sé að t ltaka stórvægi). ÚR BRÉFÍ TIL AÐALSTEINS KRISTJÁNSSONAR 7. FEIÍR. 1912. .. . Kvæðin hafði ég ekki séð áður. Ég aöeins vissi, að Kipling liafði ver- ið c.tthvað að kveða út í kvenr.étt- inn, hafði líka séð háðstælingu eftir einhvcrn, og ekki svo ólaglega, af þessu kvæöi lians. Ég kannast við Kipling nóg til þess að gera mér í grun, á livaða strcng hann slægi i þessu máli. Ég dáðist litið bæði að Kipling og llall. Kipling hefur til sins ágætis einungis dálítið einkenni- lcgt form og ekki óíormlegt mál- bragð (exprcssion), en hvort tveggja þó fremur kvistótt, og þar að auki dálítið hindúiskan blæ á yfirborð- inu, sem setur á rit hans nokkurs konar nýjabrum. En andi hans er: Trú á afarmennið og fótaskinnið hans, sem alls staðar skin í gcgn. Og afarmennið hans er ekki stærri hátign en svo, að það er bara karl- dýrið af brezku ,,imperialis1a“-teg- undinni. ,.Hallur“ gamli (Hall Cain) er andstæðingur hans, cn ekkcrt meiri. Hónum heppnaðist að hnuþla nokkrum. örlagaþrungnum og á- stríðumiklum fyrirmyndar-skaps- munum úr sögunum okkar, „Völs- ungu“, og víðar. Á þeim hefur hann hangið og endurtekið þær fram til lifs-leiðinda. Þó eru þær hans bezta og „rómantískasta". Allt lians eigið, scm hann hefur innan um, er með engla-svip, trúarbragða- og siðferð- is-væmilegum. Svona hafa nú báðir þessir menn ævinlega komið mér fyrir sjónir, og eins núna í þessum kvenna-máls kvæðum. Kvæði Kipl- ings er miklum mun myndarlegar gert, gagnorðara. x'ösklegra, skáld- legra — cn ósannara, ósvífnara, ill- kvittnislegra. Stjórnarlegt jafnrétti marinanná, karla sem kvenna, hvílir ekki á jöfnu atgexwi í öllu. Þetta, scm kallast frelsi, er ekki nema leið, sem látin er jafn-opin öllurn mann- anna hæfileikum til að njóta sín og sjá um sig, en liggja ekki upp á öðr- um. Það er ónotað fé, sem mennirn- ir eru að grafa upp. Jafnrétti cr ekki síður hagur flokksins, sem drottnar, en hins, sem í lægra haldi lýtur. Svo rammt kveður að því, að allt, sem ríkjum x-æður, úrkynjast á endanum. Efnið í Kiplings kvæði er: Húsbónda og hrædýra skyldu ber saman um, að kveneðlið sé diápvægara en karl- kynið. Slík er móðurnáttúi-a náttúr- unnar. Maðurinn má vera þræll. en aldrci þegn konunnar. Auðvitað cr það laus þýðing, en stefnurétt. En einmítt — og rökrétt — er nú þessi eðlilega og eina leiðin að afar- mennskunni erns og Kipling og hans nótar halda henni fram, og rekst kvæðið svo á sjálft sig. Cain gamli svaraði með tómri tilgangsfræði. hvað guð hans hafi ætlað, og gerir með því sinn betri málstað brosleg- an. Þar að auki er kvæðið tilfinn- ingalaus vaðalsmælgi, langt um leið- inlegri en bolarödd Kiplings. Fyrirgefðu þó ég hafi sagt, hvern- ig mér fellur við þessa miklu menn. Það er sagt eins og er, en hvorki af

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.