Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 14

Alþýðuhelgin - 26.11.1949, Blaðsíða 14
334 ALÞÝÐUHELGIN Jón Sveinsson á Sfrjúgi. Jón Sveinsson írá Strjúgi í Langa- dal, kallaður Strjúgs-Jón, reri vorið 1825 suður í Keflavík, sem hann var vanur. Fór hann nú í hákarlalegu á áttæring við níunda mann. Fengu þeir mikið veður á landsunnan og rak þá til hafs. Lögðust þeir þá við stjóra í rokinu, og lét Jón róa fram á öllum árum. Höfðu þeir ærið erf- iði og rak þá mjög. Kom þá að þeim 6. maí kaupfar að utan. Var á því kaupmaður sá, er Sass hét, og ætl- aði til Reykjavíkur. Og er hann sá hina íslenzku menn svo nauðlega stadda 11 mílur undan landi, vildi hann bjarga þeim. Lét hann koma festum í áttæringinn og draga að kaupskipinu, kallaði og bað íslend- inga að koma upp. Gerðu þeir svo, þótt erfitt gengi vegna sjóaróigu. Hrökk einn út, er hann vildi komast í stigann, og drukknaði, Jóhann Er- lendsson frá Reykjum í Hjaltadal, bróðir Páis prests á Brúarlandi. Sass spurði þá, hvort sá, er út hrökk, hefði. kvæntur verið, en er því var neitað, sagði hann: „Látum hann þá fara.“ Ætluðu menn að hann hefði fremur viljað freista að bjarga hon- um, ef hann hefði átt konu og börn, þótt lítil eða engin sýndust líkindi til þess. En er allir menn vovu upp komnir nema Strjúgs-Jón, tók hann skrínu sína og' vildi koma henni upp á undan sér. Var í henni nesti hans og nokkuð af péningum, sumir sögðu nær 70 rd., en aðrir miklu minna. Sass vildi eigi taka við skrínunni; var það og allóhægt. Jón ætlaði þá eigi að fara upp. Greip kaupmaður þá öxi og lézt mundi höggva strenginn, er hélt áttæringn- um, með þeim ummælum, að skrín- an mætti fara. Þorði Jón þá eigi annað en koma. Kaupmaður ætlaði með fyrstu að hafa áttæringinn á eftir, en mcð því hann hefti mjög ganginn, hjó haríri hann fvá sér, en veitti íslendingum góða hjúkrun og flutti þá til Reykjavíkur. Áttæring- inn rak löngu síðar á" Akranesi, en skrínu Jóns að fám dögum liðnum í Keflavík, þar sem Jón reri út. Færöi Sltagfirðingur einn honum hana mcð lieilu og höldnu inn í Reykjavík, og gaf Jun homuu 24 skildinga í fund- arlaun og flutningskaup. Má af því marka rausn Jóns. Strjúgs-Jón þótti ærið okursamur og átti rnikla peninga. Bar þá svo til, að Jón nokkur Ólafsson brauzt inn í lokaðan bæ hans og tók úr bað- stofu kistil með öllu, er í var, rúmum 50 rd., og nokkra aðra muni. Var fyrir þetta höfðað mál gegn honum, og hann dæmdur af undirrétti til kaghýðingar og ævilangrar þrælk- unar. Oftar en áður er talið glettust þjófar við Strjúgs-Jón. Eina nótt, þegar hann var í veri, var brotin upp skemma hans og stolið þaðan peningum og öðru. Var sá stuldur eignaður Glímu-Bjarna, Pálma Jóng- syni, er þá var bóndi á Sólheimum, og Holtastaða-Jóhanni. Hélt Blönd- al sýslumaður prófþing mörg. Bár- ust miklar líkur á þá, en engin fékkst vissa, og engin meðkenning, en máls- kostnaður var þeim dæmdur. Öðru sinni var skemma Jóns rof- in og stolið þaðan mörgu, mat og peningum nokkrum, en svo hafði Jón þá dulda, að þjófum gafst aldrei kostur á að ná meginsjóði iians. Um hann kvað Níels Jónsson skáldi: Góz sitt ekki geymir strjált gamli Jón á Strjúgi, holl er þjófum hreiðurálft halurinn mauradi-júgi. Nokkru síðar gekk Jón um kvöld evinda sinna skammt frá bæ sínum. HIupu þá að honum tveir menn tor- kenndir, greip annar til hans og færði hann á kaf í Strjúgsíæk og kváðust þeir mundu skera hann ofan í lækinn, ef hann segði þeirn cigi til pcninga sinna. Hann hræddist og kvað þá innsiglaða hjá Arnljóti á Gunnsteinsstöðum. Slepptu þeir honum þá. En nú bar það til við Stafnsrétt um haustið, að lyklar Jóns hurfu úr malpoka undan höfðalagi hans, cn öndverðan vetur stóðu lyklarnir í skemmulás hans heima á Strjúgi, cr á fætur vav komið. Iföíðu þar orðið hvörf mikil i þriðju sinn eg mútti kalla skemmuna hroðna. Voru kistur og aðrar hirzlur stungnar upp, og ógjörla vissi Jón, hve mikið hann hefði misst. Hafði hann um þetta grunaðan Bjarna Sveinsson dóttur- mann sinn, enda þótti Bjarna slæ- lega af hendi greiddur heimarunund- ur Sigríðar konu sinnar. Líklegur þótti og Jóni til samverknaðar viö Bjarna í þessu sem öðru Sveinn bróðir hans, er honum var jafnan mjög fylgisamur. Bjarni Strjúgsmágur eggjaði jafnan Jón karl tengdaföður sinn að hefja þjófaleit, er frá honum var stolið, svo hið sanna kæmist upp og hann yrði eigi ranglega grunaður. Kvað hann Jóhann Jónsson, er þá hafði flutt sig til Holtastaða og margir síðan kölluðu Holtastaða-Jó- hann, mundi að valdur, því þeir voru óvinir miklir. Kom svo, að Jón fékk menn til leitar, og var Bjarni fyrir þeim. Lejtuðu þeir hjá Jóhanni, því grunur lá á, að hann til forna hefði stolið frá Jóni. Þóttist Bjarni grípa fóla nokkurn úr taðhlaða þar, en Jó- hann synjaði þess þverlega. Sýndist og líklégt, að Bjarni hefði komið þessu þangað. Fóru þeir Bjarni síð- an heim með fólann og kenndi Jón þar eign sína. Var þá sent til sýslu- manns og stefnt mönnum til próf- þings. Þar kom Jóhann, og áttust þeir Bjarni orðakast við. Bauðst Jó- hann til að sanna, að Bjarni hefði stolið lyklum Jóns við Stafnsrétt, nefndi til tvo menn, Gvönd Brands- son og' Gísla frá Björnólfsstöðum, er séð hefðu. Og er þeir voru stefndir að sanna sögu Jóhanns, voru þeir grunaðir um missögli. Varð úr þcssu þræta mikil og vafningar, en ekkert sannaðist. Lagði sýslumaður það til, að menn mættu óstcfndir á Hlíðar- þingi, og nefndi til Eyjólf Jónasson, cr þá var í Selhaga. Bjarni kvað und- arlegt, að sýslumaður vildi kalla til vitnis þann mann, er svo mikið ill- mcnni væri, að einskis mundi svíf- ast, ef svo bæri undir. Sýslumaður kvað óvíst, hver mest illmenni væri, ef hið sanna kæmist upp. Mcðan á þingi þessu stóð, kom kvenmaður að Selhaga um kvöld og reið hesti Strjúgs-Bjarna. Spurði hún að Eyj- ólfi og vildi finna hann. Bar hún honum kveðju Bjarna, fékk honum sþcsiu og sagði, að hann bciddi hann að bera sér cigi mótvitni. Eyjóifur tók við, reið siöau til Gunnsteins-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.