Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Síða 1
vinir geirs fengu 200 milljónir F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 14. ágúst 2007 dagblaðið vísir 122. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 kristinn h. deilir á fyrirgreiðslu vegna bláa lónsins: n frábært framtak og öllum til sóma, segir grímur sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Kristinn H. gunnarsson, þingmaður frjálslyndra, segir geir H. Haarde forsætisráðherra hafa beitt sér í þágu vina sinna og furðar sig á ráðahagnum. sjá bls. 2. >> Helgi Vilhjálmsson í Góu er harðorður um gang efnahagsmála. Hann segir að betra hefði verið að halda í dönsku krónuna en að taka upp þá íslensku. Hefðum betur haldið í dönsku krónuna >> Meirihluti þeirra barna sem lagður er inn á BUGL er í sjálfs- vígshugleiðingum. Þetta er meira en áður hefur þekkst. Úrræðum til að hjálpa börnunum hefur fjölgað eftir að FL Group og Sinfónían tóku sig til og styrktu starfsemi BUGL. Félagsráðgjafar geta fengið mun hærri laun hjá einkaaðilum. fréttir fréttir Fleiri í sjálFsvígs- Hugleiðingum Hryðjuverk við höfnina >>„Það jaðrar við hryðjuverk að leggja niður fiskvinnslu við Reykjavíkurhöfn,“ segir Birgir Hólm Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur. fréttir FH og Fjölnir í undanúrslit >> FH-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu í gær með því að bera sigurorð af Valsmönnum, 1–0. Fjölnir tryggði sér einnig sæti í undanúrslit- um í gær með 4–3 sigri á Haukum í bráðfjörugum leik. Það er því ljóst að Breiðablik, Fylkir, FH og Fjölnir verða í pottinum þegar dregið verður um hverjir mætast í undanúrslitum í dag. Allt um leikinn og meira til í DV Sport. DV Sport þriðjudagur 14. ágúst 2007 15 SportÞriðjudagur 14. ágúst 2007 sport@dv.is Markaregn í Grafarvogi Rooney frá í tvo mánuði Ásgeir gunnar Ásgeirsson tryggði F H 1–0 sigur Á val í Átta liða úrslitum bikarsins. bls. 16. KR komst upp fyrir Val á toppnum Dramatískur si Þrír leikir fóru fram í Lands- bankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. Baráttan um Íslandsmeistara- titilinn stendur á milli KR og Vals en önnur lið koma í humátt á eftir. KR komst upp fyrir Val á toppi deildarinnar með stórsigri á Fylki í gær, 10–0. Valsliðið er í Færeyjum þessa dagana og á leik til góða á KR. Með sigrinum náði KR þriggja stiga forskoti á Val. Valur er hins vegar með betri markatölu og með sigri á Keflavík um næstu helgi geta Vals- stúlkur endurheimt toppsætið. Stjarnan og Breiðablik mættust í hörkuleik á Stjörnuvelli í Garðabæ. Dagmar Ýr Arnardóttir kom Breiða- bliki yfir með marki úr vítaspyrnu á 66. mínútu og Laufey Björnsdótt- ir kom Breiðabliki í 2–0 með marki sjö mínútum síðar. Björk Gunnarsdóttir náði að minnka muninn fyrir Stjörnuna á 78. mínútu en lengra komust Stjörnustúlkur ekki. Breiðablik er í fjórða sæti eftir sigurinn í gær, með nítján stig. Stjarnan er hins vegar í sjötta sæti með tólf stig, jafn mörg og Fjölnir en með lakari markatölu. Keflavík gerði góða ferð í Breið- holtið og lagði nýliða ÍR að velli 3–0. Keflavík er í fjórða sæti með 21 stig en ÍR er sem fyrr í harðri fallbaráttu. ÍR er í áttunda sæti með fjögur stig, stigi meira en Fylkir en Árbæjarlið- ið hefur leikið einum leik færra. Næstu leikir fara fram í lok vik- unnar. Breiðablik fær ÍR í heimsókn í Kópavoginn á föstudaginn og á sama tíma mætast Fjölnir og Stjarn- an í Grafarvogi. Á laugardaginn eru svo tveir leikir, Keflavík tekur á móti Íslands- meisturum Vals í Keflavík og Þór/ KA heimsækir Fylki. KR á ekki leik um næstu helgi og því geta Vals- stúlkur endurheimt efsta sætið. dagur@dv.is Hörkuleikur stjarnan og Breiðablik mættust í hörkuleik í garðabæ í gær þar sem Breiðablik hafði betur. dv mynd daníel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.