Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Page 6
þriðjudagur 14. ágúst 20076 Fréttir DV FLEIRI BÖRN Í SJÁLFS- VÍGSHUGLEIÐINGUM Börn í sjálfsvígshugleiðingum eru 60 prósent þeirra sem leita til bráðamótttöku BUGL. Félagsráðgjafar á deildinni hafa sagt upp vegna lágra launa. Styrkir einkafyrirtækja greiða fyrir því að börn með geðræn vandkvæði fá aðstoð. Vonir eru bundnar við nýjan heilbrigðisráðherra. Um 60 prósent þeirra sem leita til bráðamóttöku Barna- og unglinga- geðdeildar Landspítala - háskóla- sjúkrahúss koma þangað vegna mats á sjálfsvígshættu eða sjálfsskaðandi hegðunar. „Þetta þekktist ekki þegar ég byrjaði hér,“ segir Hrefna Ólafsdótt- ir, yfirfélagsráðgjafi á BUGL, sem hef- ur starfað á deildinni í rúm tuttugu ár. „Börn eru ekki í jafn miklum og nán- um tengslum við fullorðið fólk og hér áður fyrr. Samfélagsgerðin gerir það að verkum að öryggisnet barnanna rofn- ar.“ Geðvernd í boði einkafyrirtækja Í ársbyrjun var sett á laggirnar með- ferðarprógramm sem heitir „Lífið kall- ar“ og er með því lögð áhersla á að koma til móts við þarfir þessa hóps. Þetta er samvinnuverkefni spítalans, FL Group og Sinfóníuhljómsveitar- innar. Möguleikar til verkefna sem þessa hafa aukist nýlega vegna áhuga almennings og fyrirtækja á að styrkja starfsemina. Í DV í gær kom fram að biðlist- ar á BUGL hafa aldrei verið lengri og bíða nú 165 börn eftir aðstoð. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, settur yfir- læknir á deildinni, sagði að ekki væri hægt að sinna öllum sem á aðstoð þurfa að halda. Hún benti á að það væri mikið álag á alla fjölskylduna þeg- ar barn með geðræn vandkvæði fær ekki aðstoð og að biðin auki hættuna á að líðan barnanna verði enn verri loks þegar aðstoðin berst. Guðrún sagðist telja ábyrgðina hjá stjórnvöldum en nefndi að velvilji væri hjá heilbrigðisyfirvöldum til að vinna að málum þessara barna. Munar 100 þúsund krónum Valgerður Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Ís- lands, segir að talsverður atgervisflótti frá ríki til einkafyrirtækja og sveitarfé- laga hafi átt sér stað meðal félagsráð- gjafa. „Þetta er ekki vegna óánægju með starfið heldur eru launakjörin lykilatriðið.“ Hún bendir á að oft muni tugum þúsunda á grunnlaunum fé- lagsráðgjafa eftir því hvort þeir vinni hjá ríki eða í einkageiranum. Tveir félagsráðgjafar af átta hættu störfum á BUGL síðasta vetur. „Þeir fóru bara út af laununum,“ segir Hrefna Ólafsdóttir, yfirfélagsráðgjafi á BUGL. Félagsráðgjafar á deildinni eru margir hverjir þar aðeins í hluta- starfi. Þeir halda tryggð við vinnustað- inn vegna löngunar til að starfa þar en sækja einnig vinnu annars staðar til að fá mannsæmandi laun. „Það er erfitt að lifa af þeim launum sem hér er boð- ið upp á,“ segir Hrefna. Hún bendir á að félagsráðgjafar á Landspítalanum hafi dregist mikið aftur úr í launaþró- un. „Það munar kannski 80 til 100 þús- und krónum á launum í sambærileg- um stöðum annars staðar.“ Þyngstu málin í landinu Aðeins þriðjungur félagsráðgjafa á BUGL er með langa reynslu í fag- inu. Hinir eru tiltölulega nýútskrifað- ir. Hrefna segir þetta aukaálag lengja þann tíma sem vinna þarf að hverju máli. „Nýliðar þurfa stuðning frá sér reyndara fólki.“ Þeir sem reynsluna hafa þurfa því ekki aðeins að sjá um eigin mál heldur einnig þeirra sem þeir leiðbeina í starfi. „Það er álag að vera alltaf með þyngstu málin í landinu,“ segir Hrefna. Deildin er sú eina sinnar tegundar hér á landi og aðeins erfiðustu málin sem komast þar að. „Því minni þjálfun sem starfsfólk hefur, því minna álag þol- ir það. Því minni umbun sem fólk fær fyrir starf sitt, því síður er það tilbúið að stoppa lengi við.“ Starf félagsráðgjafa felst að miklu leyti í að hafa yfirsýn yfir hvert mál. Þeir vinna tengslin á milli stofnana til þess að hægt sé að halda utan um barnið og að það fái sínum þörfum fullnægt, hvort sem það er í leikskóla, heilsugæslu, tómstundaiðkun eða innan fjölskyldunnar. Tveir félagsráðgjafar af átta hættu störf- um á BUGL síðasta vetur. „Þeir fóru bara út af laununum,“ segir Hrefna. Félagsráðgjaf- ar á deildinni eru margir hverjir þar aðeins í hlutastarfi. Þeir halda tryggð við vinnustað- inn vegna löngunar til að starfa þar en sækja einnig vinnu annars staðar til að fá mann- sæmandi laun. Hrefna Ólafsdóttir aðeins þriðjungur félagsráðgjafa á BugL er reyndur í faginu. Fagfólk leitar annað vegna lágra launa á spítalanum. Erla HlynsdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Mörg ung- menni í vanda Meira en helmingur þeirra barna sem leita til BugL er í sjálfsvígshugleið- ingum. þetta er hærra hlutfall en áður hefur þekkst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.