Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Page 15
DV Sport þriðjudagur 14. ágúst 2007 15
Sport
Þriðjudagur 14. ágúst 2007
sport@dv.is
Markaregn í Grafarvogi Rooney frá í tvo mánuði
Ásgeir gunnar Ásgeirsson tryggði FH 1–0 sigur Á val í Átta liða úrslitum bikarsins. bls. 16.
Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í gær:
KR komst upp fyrir Val á toppnum
Dramatískur
si
Þrír leikir fóru fram í Lands-
bankadeild kvenna í knattspyrnu í
gær. Baráttan um Íslandsmeistara-
titilinn stendur á milli KR og Vals en
önnur lið koma í humátt á eftir.
KR komst upp fyrir Val á toppi
deildarinnar með stórsigri á Fylki í
gær, 10–0. Valsliðið er í Færeyjum
þessa dagana og á leik til góða á KR.
Með sigrinum náði KR þriggja stiga
forskoti á Val. Valur er hins vegar
með betri markatölu og með sigri á
Keflavík um næstu helgi geta Vals-
stúlkur endurheimt toppsætið.
Stjarnan og Breiðablik mættust í
hörkuleik á Stjörnuvelli í Garðabæ.
Dagmar Ýr Arnardóttir kom Breiða-
bliki yfir með marki úr vítaspyrnu á
66. mínútu og Laufey Björnsdótt-
ir kom Breiðabliki í 2–0 með marki
sjö mínútum síðar.
Björk Gunnarsdóttir náði að
minnka muninn fyrir Stjörnuna
á 78. mínútu en lengra komust
Stjörnustúlkur ekki. Breiðablik er í
fjórða sæti eftir sigurinn í gær, með
nítján stig. Stjarnan er hins vegar í
sjötta sæti með tólf stig, jafn mörg
og Fjölnir en með lakari markatölu.
Keflavík gerði góða ferð í Breið-
holtið og lagði nýliða ÍR að velli 3–0.
Keflavík er í fjórða sæti með 21 stig
en ÍR er sem fyrr í harðri fallbaráttu.
ÍR er í áttunda sæti með fjögur stig,
stigi meira en Fylkir en Árbæjarlið-
ið hefur leikið einum leik færra.
Næstu leikir fara fram í lok vik-
unnar. Breiðablik fær ÍR í heimsókn
í Kópavoginn á föstudaginn og á
sama tíma mætast Fjölnir og Stjarn-
an í Grafarvogi.
Á laugardaginn eru svo tveir
leikir, Keflavík tekur á móti Íslands-
meisturum Vals í Keflavík og Þór/
KA heimsækir Fylki. KR á ekki leik
um næstu helgi og því geta Vals-
stúlkur endurheimt efsta sætið.
dagur@dv.is
Hörkuleikur stjarnan og Breiðablik
mættust í hörkuleik í garðabæ í gær þar
sem Breiðablik hafði betur.
dv mynd daníel