Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Blaðsíða 19
DV Mannanöfn þriðjudagur 14. ágúst 2007 19
Ef þú hétir ekki þínu nafni,
hvað vildir þú heita?
„Ég hugsa að ég myndi vilja heita
Hallgrímur eða Sveinbjörn. Hvoru
tveggja hljómar ágætlega. Það væri
líklega betra að heita Hallgrímur
þar sem foreldrar mínir skírðu okk-
ur öll systkinin seinni nöfnum sem
byrja á h; Hrannar, Hróar, Hnikarr,
Hjörvar og Hrund. Við bræðurnir
erum allir kallaðir seinni nöfnun-
um okkar svo Hallgrímur félli betur
í kramið.“
Hvernig fannst þér nafnið þitt
í æsku?
„Það angraði mig nú ekki mik-
ið. Mér var aldrei strítt af því svo ég
muni, enda er svo fátt sem rímar
við Hnikarr. Það var helst bikar en
það er nú bara jákvætt orð svo ég
tók það ekki nærri mér.“
Hefðir þú viljað heita eitthvað
annað í æsku?
„Nei, ég man ekki eftir því. Ég
var aldrei einn af þeim sem óskaði
þess að heita eftir einhverri ofur-
hetju eða einhverjum frægum. Ég
hef alltaf verið nokkuð sérstakur
maður og var bara stoltur af því að
vera svolítið öðruvísi. Ég hefði lík-
lega átt að gerast listamaður en ég
hef ekki rekist á hæfileika á því sviði
ennþá. Því miður.“
Er eitthvert nafn sem þér
finnst ekki fallegt?
„Það er nú ekkert sem kemur upp
í hugann í fljótu bragði. Jú, annars,
ég myndi alls ekki vilja heita Bjart-
mar. Það nafn er bæði ljótt í orði
og á prenti. Það væri síðasta sort.
Nöfnin sem eru í tísku í dag eru
sum hver ekki falleg. Fólk verður
auðvitað að fá að hafa frjálsar hend-
ur með nöfnin á börnum sínum en
það verða samt að vera takmörk fyr-
ir vitleysunni. Maður sér eitt og eitt
nafn sem er alveg hræðilegt en sem
betur fer eru nöfnin almennt nokk-
uð eðlileg ennþá. Ég verð pabbi eft-
ir nokkra daga þannig að ég þarf að
fara að velta þessu fyrir mér. Ef ég
fengi að ráða nafninu einn myndi
það líklega verða Snörtur Máni. Ég
hugsa nú samt að ég fái ekki umboð
til þess.“
Ef þú hétir ekki þínu nafni
hvað myndir þú vilja heita?
„Ég hef aldrei hugleitt það. Ég
er ánægð með nafnið mitt og ég
hef aldrei verið sár út í foreldra
mína fyrir að skíra mig þessu sér-
kennilega nafni. Mér datt það ekki í
hug, ekki einu sinni sem barni, það
hvarflaði aldrei að mér. Mér fannst
alveg sjálfsagt að heita Dalla og
ég hugsaði aldrei um að það hefði
verið betra að heita einhverju öðru
nafni.“
Hvernig fannst þér nafnið þitt
í æsku?
„Mér var strítt þó nokkuð á
nafninu mínu og það var afbakað á
ýmsan hátt. Það var oft kallað á eftir
mér, aðallega voru það nú krakkar
sem gerðu það, en oft lét fullorðið
fólk það líka undan sér. Nafnið mitt
vakti svo sannarlega eftirtekt.“
Hvaða nafn fannst þér
flottast í æsku?
„Ég man ekki eftir neinum
sérstökum nöfnum. En vissulega
eru til mörg falleg nöfn, til dæm-
is Mekkín, Anna, María og Aþena.
Það er mikið til af fallegum nöfn-
um og ég skipa hiklaust nafninu
mínu í flokk fallegra nafna.“
Er eitthvert nafn sem þér
finnst ekki fallegt eða
beinlínis ljótt?
„Já, það kemur svo sem alveg
fyrir að ég heyri nafn sem mér
finnst ekki fallegt. Ég get ekki
nefnt neitt ákveðið dæmi en
vissulega finnst mér nöfn vera
misjafnlega fögur.“
Dalla Þórðardóttir prófastur
Skipa nafninu
mínu í flokk
fallegra nafna
Framhald á
næstu blaðsíðu
Andri Hnikarr
Jónsson kennari
Myndi
skíra
Snörtur
Máni
Greta Mjöll Samúelsdóttir
knattspyrnukona
Hélt ég væri Lína
Langsokkur
Ef þú hétir ekki þínu nafni,
hvað vildir þú heita?
„Ætli það væri ekki bara Lína.
Ég hélt ég væri Lína Langsokkur
þegar ég var lítil. Ég lifði í þeirri
sjálfsblekkingu mjög lengi. Ég vildi
alltaf láta kalla mig eitthvað annað
en Greta. Til dæmis þegar ég var að
hoppa uppi á húsgögnum eða gera
eitthvað af mér, þá svaraði ég því til
að ég væri Lína Langsokkur og að
ég gæti allt.“
Hvernig fannst þér nafnið þitt
í æsku?
„Ég var yfirleitt bara ánægð með
það, en vildi helst alltaf finna mér
einhver gælunöfn. Þau festust hins
vegar aldrei við mig lengi. Systir
mín stríddi mér aðeins á nafninu
mínu og sagði alltaf: „Hver var að
freta? Haha, Greta!“ Ég tók upp á
því í seinni tíð að finnast það bara
fyndið en mér fannst það ekkert
fyndið þegar ég var lítil. Ég grét oft
yfir þessu.“
Hvaða nafn fannst þér flott-
ast í æsku?
„Allar dúkkur hétu Lísa,
Adda eða Addý, eða eitthvað
svoleiðis. Mér fannst Ísabella
alltaf fallegt nafn en ég er voða-
lega ánægð með nafnið mitt í
dag. Það er sérstakt að því leyt-
inu til að það er ekki skrifað með
é eins og oftast. Ég hét Gréta í
þjóðskránni í 14 ár áður en það
var svo loksins leiðrétt.“
Er eitthvert nafn sem þér
finnst ekki fallegt?
„Já, örugglega fullt af nöfn-
um. Nöfn passa misjafnlega vel
við fólk og það er mikið til af
nöfnum sem myndu ekki passa
við mig. Ég vil samt ekki gera
fólki það að tala um að einhver
nöfn séu ljót. Mér finnst samt
að fólk eigi að hugsa aðeins
fram í tímann þegar það skírir
börnin sín. Sum nöfn eru voða-
lega krúttleg meðan börnin eru
ung en ég hugsa oft með mér
þegar ég heyri sérkennileg nöfn
hvernig manneskjunni muni
ganga ef hún ætlar á Alþingi
eða eitthvað slíkt seinna á lífs-
leiðinni. Sum nöfn er nefnilega
erfitt að taka alvarlega og þess
vegna þurfa foreldrar að hugsa
dæmið til enda.“