Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2007, Qupperneq 25
DV Sviðsljós þriðjudagur 14. ágúst 2007 25 Söngkonan Amy Winhouse hneig niður í samkvæmi á dög- unum og var henni ekið beint á sjúkrahús. Þar var dælt upp úr henni og henni gefin adren- alín-sprauta. Í blóði hennar fundust ýmis fíkniefni, meðal annars alsæla, heróin, kókaín og ketamín. Amy segist þó ekki ætla í meðferð, heldur frekar að eyða tíma með föður sínum. Fer heldur til pabba en í meðFerð Söngkonan Amy Winhouse var í síð-ustu viku lögð inn á sjúkrahús eft-ir að hafa misst meðvitund í sam-kvæmi í húsi sínu. Amy hafði þá neytt of mikilla fíkniefna og var líkami hennar að gefa sig. Læknar þurftu bæði að gefa henni adrenalín-sprautu og dæla upp úr henni, en hún var í lífshættu. Í blóði hennar fannst mikið magn af alsælu, kókaíni, heróíni, áfengi og hrossadeyfilyf- inu ketamín, en það er virkilega öflugt fíkni- efni. „Þetta var brjálæði, eitt af því svakaleg- asta sem ég hef lent í. Ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það sem gerðist. Ég þekki mig greinilega ekki nógu vel. Ég man ekki hvað gerðist, hvernig ég leit út eða neitt, þetta var hræðilegt,“ segir Amy í viðtali við götublaðið The Sun. „Ég var gjör- samlega stjórnlaus, ég veit ekki hvað kom yfir mig. Ég veit þó að mig langar aldrei til að líða svona aftur. Ég veit að nú þarf ég að breyta hlutunum og bæta sjálfa mig,“ segir söngkonan ennfremur. Vegna málsins þurfti Amy að hætta við fyrirhugaða tónleika með Rolling Stones í Þýskalandi í gærkvöldi. Amy sló eftirminnilega í gegn með laginu Rehab, eða meðferð, en hún segist ekki þurfa á slíkri að halda vegna málsins, frekar leiti hún til föður síns. „Hann hjálpar mér. Þegar ég læt svona veit ég að ég verð að hitta pabba minn. Meðferð er ekki úrræði fyrir mig,“ segir Amy. Aðrar óstaðfestar fregnir segja að Amy hafi verið gert skylt að halda neyðarfund ásamt fjölskyldu sinni eftir að hún vaknaði á spítal- anum. Þar mættu foreldrar hennar, Mitch og Janis, ásamt eiginmanni hennar Blake Field- er-Civil og hans foreldrum. Allt sauð upp úr á fundinum og endaði það með því að faðir Amy tók föður Blake hálstaki þegar þeir voru ekki sammála um hvar sökin lægi. Amy er aðeins 23 ára gömul og hefur notið mikilla vinsælda undanfarið. dori@dv.is Amy Winehouse Fer ekki í meðferð þrátt fyrir að hafa hnigið niður í samkvæmi á dögunum. Amy á tónleikum ásamt Mick Jagger amy, sem er aðeins 23 ára gömul, er sögð gefa rolling stones-mönnum ekkert eftir, þegar kemur að óreglu. Fyrrverandi eiginmaður Britney Spears hélt að hann væri að fara að leika í kvikmynd Federline haFður aF FíFli Rappandi dansarinn Kevin Fed- erline þurfti að líða mikla niður- lægingu þegar hann mætti á töku- stað kvikmyndarinnar The Night Watchman, en Kevin átti að fara með lítið hlutverk í myndinni. Þegar hann loks mætti á tökustaðinn komst hann að því að búið væri að reka hann úr myndinni og að umboðsmaður hans hefði ekki látið hann vita. „Hann var með lítið hlutverk í myndinni, en hann var rekinn og umboðsmað- urinn sagði honum það ekki. Kevin komst að þessu þegar hann mætti í búningamátun,“ segir heimildar- maður um málið. Mikið var gert úr hlutverkinu fyrst, en í mörgum fjöl- miðlum kom fram að Kevin myndi leika eitt af aðalhlutverkum kvik- myndarinnar samhliða stórstjörn- unni Keanu Reeves. Kvikmyndafyrir- tækið Fox Searchlight vill hins vegar ekki kannast við að hafa ráðið leik- arann nokkurn tíma í hlutverk. Um- boðsmaður Federline hefur ekki enn viljað tjá sig um málið. Leikreynsla Kevins er ákaflega takmörkuð, en hann lék lítið hlutverk í einum þætti af CSI: Crime Scene Investigation og í dansmyndinni You Got Served. Ljóst er að Kevin getur nú varið meiri tíma í dómsmál sitt gegn fyrrver- andi eiginkonu sinni Britney Spears, en Kevin hefur sótt um fullt forræði sona þeirra tveggja, Sean Preston og Jayden James. Kevin Federline Mætti á tökustað og komst að því að hann væri ekki með hlutverk. Britney Spears Kevin reynir nú að fá fullt forræði yfir sonum hans og spears. Þrítyngd börn Longoria Leikkonan Eva Longoria vill kenna börnum sínum þrjú tungumál frá því þau fæðast. Eva sem talar sjálf ensku og spænsku reiprennandi segist spennt yfir því að láta reyna á tungumálakennslu barna hennar og Tonys Parker, sem er franskur. Þegar Eva var spurð að því í viðtali á dögunum hvort hún hygðist kenna börnum sínum þrjú tungumál, sagði hún: „Ekki spurning, auðvitað. Okk- ur Tony langar svo í börn.“ Paris forðast Britney Söngkonan Britney Spears er sögð vera á höttunum eftir vináttu Par- is Hilton, enn á ný. Hins vegar vill Paris ekkert með hana hafa og segist ekki hafa áhuga á því að endurvekja gömul vinabönd. „Britney þráir að hanga með Paris. Hún er alltaf að reyna að redda gsm-númerinu hennar og reyna að hafa samband við hana. Paris hins vegar vorkennir bara Britney og vill ekkert með hana hafa,“ segir heimildarmaður blaðs- ins Life and Style Weekly. Misskildi Bretland Leikkonan Megan Fox er um þessar mundir að leika í kvikmyndinni How To Lose Friends And Alienate Peop- le, ásamt þeim Simon Pegg og Kirst- en Dunst. Tökur kvikmyndarinnar fara fram í London og segir Megan að borgin hafi komið sér töluvert á óvart, þar sem hún hafði fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hana. „Ég hélt að hér væri ekkert nema risa- vaxnar dómkirkjur og steinlagð- ar götur. Svo hélt ég að fólkið væri allt saman dularfullt,“ segir Megan. Leikkonan er þó mjög spennt yfir því að vinna með Simon Pegg og segist vera forfallinn Shaun of the Dead- aðdáandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.