Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Síða 6
miðvikudagur 29. ágúst 20076 Fréttir DV
Lögmenn Olíuverslunar Íslands hf
og Kers hf reyndu í gær að fá vísað frá
bótakröfu útgerðarinnar Dala-Rafns
ehf vegna ólögmæts samráðs um
eldsneytisverð. Héldu þeir því fram
að ekki væru efnislegar forsendur til
að taka málið fyrir. Dala-Rafn ákvað
að höfða mál í kjölfar úrskurðar Sam-
keppniseftirlitsins um að olíufélögin
hefðu gerst sek um ólöglegt samráð.
Stóra olíumálið, eins og það er oft
kallað, er þó enn í fullum gangi því
olíufélögin undu ekki þeim úrskurði.
Í DV í gær var sagt frá deilum
lögmanna olíufélaganna og Sam-
keppniseftirlitsins, annars vegar, og
lögmanna olíufélaganna hins vegar
um matsbeiðnir í tengslum við mál
olíufélaganna gegn þeim fyrrnefndu
vegna óréttmætra ásakana um ólög-
legt samráð. Ágreiningur stóð um
þær aðferðir og forsendur sem not-
aðar voru til að meta ávinning félag-
anna af samráði.
Samkeppniseftirlitið lét upphaf-
lega gera matsbeiðnir en olíufélög-
in ákváðu að láta gera eigin mats-
greinar sem liggja til grundvallar í
máli þeirra nú. Samkvæmt nýju mati
höfðu olíufélögin lítinn sem eng-
an ávinning af samráðinu. Það telur
Samkeppniseftirlitið fjarstæðukennt
og segir matið ómarktækt þar sem
það hafi verið unnið samkvæmt leið-
beiningum olíufélaganna. Þetta mál
var tekið fyrir degi áður og í sama
húsi og mál Dala-Rafns gegn olíufé-
lögunum.
Vanreifað og óljóst
Eyvindur Sveinn Sólnes, lögmað-
ur Olíuverslunarinnar, gagnrýndi
forsendur bótakröfu útgerðarinnar í
gær og sagði málið vanreifað. Hann
vakti athygli á því að ef um samráð
hefði verið að ræða var það aðeins í
einstökum tilvikum og ekki á nokk-
urn hátt ólögmætt.
Jóhannes Bjarni Björnsson,
hæstaréttarlögmaður og lögmaður
Dala-Rafns, furðaði sig á því að málið
væri sagt vanreifað og sagði það und-
arlegt ef eitthvað væri óljóst í augum
lögmannanna. Jóhannes benti á að
málið tengdist einni stærstu rann-
sókn sem Samkeppniseftirlitið hefði
staðið fyrir og fátt óskýrt sem þar
hefði komið í ljós. „Við höfum aldrei
staðið frammi fyrir eins stórfelldu
og yfirgripsmiklu samráði,“ segir Jó-
hannes. Hann segir umbjóðanda
sinn hafa gengið á milli olíufélaga
í leit að besta eldsneytisverðinu en
alls staðar fengið sama tilboðið.
Lögmenn olíufélaganna bentu
á að erfitt væri að sanna að Dala-
Rafn hefði orðið fyrir tjóni af völd-
um þessa. Jóhannes vísaði þá til
eldra máls þar sem dæmt var fyrir
brot á samkeppnislögum og í takt við
hversu erfið sönnunarbyrðin væri
í slíkum málum hefði verið slakað
á henni. Hann tók líkamsárás sem
dæmi um atvik þar sem mun ein-
faldara væri að sýna fram á skaða.
Skeljungur sat hjá
Athygli vekur að Skeljungur hf
stendur ekki að frávísunarbeiðninni
heldur aðeins Olíuverslunin og Ker.
Hörður Felix Harðarson, hæstarétt-
arlögmaður og lögmaður Skeljungs,
segir málflutning olíufélaganna
samhljóma. Það hafi hins vegar verið
sjálfstæð ákvörðun hjá hverju félagi
hvort gripið væri til varna á þessum
forsendum, en bótakrafa Dala-Rafns
er gegn öllum félögunum þremur. Í
gær var hins vegar aðeins frávísun-
arbeiðnin tekin fyrir. Hörður segist
vona að málinu verði vísað frá en þar
sem hann hafi vitað að þessi beiðni
kæmi frá hinum félögunum hefði
hann ákveðið að sitja hjá.
„Málið er þannig vaxið að engin
gögn hafa komið fram sem benda til
þess að samráð hafi verið viðhaft og
ekki hefur verið sýnt fram á að tjón
hafi orðið. Því er eðlilegt að krefjast
sýknu,“ segir Hörður og vonast til
þess að málinu ljúki sem fyrst í eitt
skipti fyrir öll.
Friðrik Jón Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, LÍÚ, segir
sambandið hafa látið vinna álit um
réttarstöðu útgerðarfyrirtækja gagn-
vart olíufélögunum eftir að ýmis mál
komu upp á yfirborðið í tengslum
við stóra olíumálið svokallaða. Kom-
ist var að þeirri niðurstöðu að bóta-
skylda væri fyrir hendi og að LÍÚ hefði
stutt við bakið á þeim útgerðum sem
ákváðu að fara í mál við olíufélögin.
Það hafi þó verið sjálfstæð ákvörðun
hverrar útgerðar fyrir sig hvort hún
ákvað að fara með málið það langt.
15 þúsund í bætur
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir samtök-
in hafa reynt að sýna fram á ólögmætt
samráð olíufélaganna og aðstoðað
Sigurð Hreinsson, íbúa á Húsavík,
við bótakröfu á hendur olíufélögun-
um. Jóhannes segir mál einstaklinga
og fyrirtækja gegn þessum félögum
sambærilega að flestu leyti nema
að um meiri viðskipti er að ræða hjá
fyrirtækjunum og því hærri tölur.
„Þarna var um að ræða samráð sem
bitnaði á almenningi,“ segir Jóhann-
es og bendir á að mál einstakling-
anna séu ekki síður mikilvæg.
Þar sem Neytendasamtökin eru
hagsmunafélag neytenda var ákveð-
ið að standa straum af einu prófmáli
og í því skyni var auglýst eftir fólki
sem hefði undir höndum gögn er
sönnuðu viðskipti við olíufélögin.
Mál Sigurðar Hreinssonar varð síð-
an fyrir valinu en hann hafði átt við-
skipti við Ker. „Það mál vannst fyrir
Héraðsdómi. Hann fékk ekki mikl-
ar bætur en það vannst, og það er
það sem skiptir máli,“ segir Jóhann-
es. Bætur Sigurðar numu 15 þúsund
krónum. Einnig þurfti Ker að greiða
honum 500 þúsund krónur í máls-
kostnað. Fyrirtækið undi því ekki
og áfrýjaði til Hæstaréttar þar sem
málið er nú til meðferðar.
Hóplögsóknir til skoðunar
Að mati Jóhannesar vantar sár-
lega lög hér á landi sem heimila
hópmálsóknir. Vegna þessa hafi
þurft að byrja á að fara með eitt próf-
mál í gegnum dóm. Fyrir um ári
sendi Neytendastofan dómsmála-
ráðherra bréf þar sem óskað var eft-
ir lagabreytingu sem heimilaði hóp-
málsókn. „Okkur vantar sárlega slík
lög,“ segir Jóhannes og þykir undar-
legt að mál taki þetta langan tíma að
fara í gegnum skoðun. Síðast þegar
hann frétti hafði málið verið sent til
umsagnar réttarfarsnefndar. Hann
bendir á að ef lög um hópmálsókn
væru fyrir hendi gætu Neytenda-
samtökin höfðað mál fyrir hönd
allra þeirra sem til þeirra hefðu leit-
að vegna brota olíufélaganna. Hann
bendir á að hóplögsóknir séu þegar
heimilar á tveimur Norðurlandanna
og á dagskránni hjá öðrum tveimur.
Hjá Dala-Rafni fengust þær upp-
lýsingar að ekkert yrði rætt við fjöl-
miðla um málið.
OLÍUFÉLÖGIN REYNA
AÐ KOMAST HJÁ
BÓTAGREIÐSLUM
Olíufélögin vilja að bótakröfu vegna samráðs verði vísað frá. Út-
gerðarfélagið Dala-Rafn stendur að kröfunni. Formaður Neyt-
endasamtakanna segir mál fyrirtækja og einstaklinga gegn olíu-
félögunum sambærileg. Hann vill að sett verði lög sem heimila
hópmálsókn.
Bætur Sigurðar numu
15 þúsund krónum.
Einnig þurfti Ker að
greiða honum 500
þúsund krónur í máls-
kostnað. Fyrirtækið
undi því ekki og áfrýj-
aði til Hæstaréttar þar
sem málið er nú til með-
ferðar.
Jóhannes Gunnarsson Ekkert svar hefur borist við beiðni Neytendasamtakanna til
dómsmálaráðherra um heimild til hópmálsóknar.
Erla HlynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is