Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Blaðsíða 8
miðvikudagur 29. ágúst 20078 Fréttir DV
Agnar Kristinn Hermannsson játaði brot sín frammi fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Agnar er ákærður fyrir vopnað rán í verslun 10-11 fyrr í sumar. Hann ógnaði starfsmanni með hnífi.
Agnar Kristinn Hermannsson ját-
aði í gær að hafa reynt að ræna
verslun 10-11 á Dalvegi 21. júní síð-
astliðinn.
Mál Agnars var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjaness í gær. Agnar er
ákærður fyrir tilraun til ráns, vopn-
aður hnífi í verslun 10-11 21. júní
síðastliðinn. Hæstiréttur úrskurð-
aði hann í gæsluvarðhald til 12.
september fyrir tveimur mánuð-
um og hefur Agnar setið í fangelsi
síðan þá. Auk þess er Agnar ákærð-
ur fyrir þjófnað úr verslun Hag-
kaupa í Smáralind 9. maí á þessu
ári þar sem hann hafði á brott með
sér Playstation 3-leikjatölvu sem
kostar 69.900 krónur. Agnar var
auk þess stöðvaður af lögreglunni
24. apríl og við eftirgrennslan kom
í ljós að hann hafði aldrei öðlast
ökuréttindi.
Í gæsluvarðhaldi til
12. september
Úrskurður Héraðsdóms Reykja-
víkur í sumar var felldur úr gildi en
hann hafnaði kröfu sóknaraðila
málsins um að maðurinn skyldi sæta
gæsluvarðhaldi. Málinu var í kjöl-
farið skotið til Hæstaréttar. Í dómi
hans segir að fram hafi komið sterk-
ur grunur um að maðurinn hafi gerst
sekur um tilraun til vopnaðs ráns.
Slíkar ránstilraunir geta varðað allt
að tíu ára fangelsi og eins og atvikum
málsins var háttað var nauðsynlegt
vegna almannahagsmuna að hann
sæti í gæsluvarðhaldi.
Agnar er ákærður fyrir að hafa
ráðist inn í verslun 10-11 við Dal-
veg í Kópavogi. Í úrskurði Hæstarétt-
ar frá því fyrr í sumar segir að Agnar
hafi komið aftan að afgreiðslustúlku
verslunarinnar sem var að raða vör-
um í hillu. Otaði hann hnífi að and-
liti hennar og bað hana um að opna
peningaskáp verslunarinnar sem var
baka til í versluninni til að komast
yfir uppgjörið. Agnar var handtekinn
daginn eftir ránstilraunina og viður-
kenndi hann verknaðinn fyrir lög-
reglu.
Rauf skilorð
Með ránstilrauninni rauf Agn-
ar skilorð. Hann hafði tvisvar áður
verið dæmdur til fangavistar, síðast
í nóvember árið 2005. Agnar bar því
við að hann hafi skuldað ónefnd-
um mönnum peninga og hann hafi
reynt ránið nauðbeygður vegna hót-
ana frá handrukkurum.
Agnar játaði á sig ákærurnar fyr-
ir Héraðsdómi Reykjaness í gær og
mun aðalmeðferð málsins fara fram
á föstudaginn. Héraðsdómur hef-
ur þrjár vikur til að dæma í málinu
en vegna þess að Agnar hefur setið
í gæsluvarðhaldi verður dómi í máli
hans líklega hraðað og er hans að
vænta áður en gæsluvarðhaldsúr-
skurðurinn rennur út 12. septemb-
er.
„Þetta var í raun eins einfalt og
það getur orðið. Dómarinn vildi
engan framburð og það var einungis
spurt út í ákæruna. Hann játaði brot
sín skýlaust,“ segir Bjarni Hauksson,
verjandi Agnars.
EinAR ÞóR SiguRðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
JÁTAÐI Á SIG VOPNAÐ RÁN
„Þetta var í raun eins
einfalt og það getur
orðið. Dómarinn vildi
engan framburð og
það var einungis spurt
út í ákæruna. Hann ját-
aði brot sín skýlaust.“
10-11 á Dalvegi agnar er ákærður fyrir að hafa ruðst inn í verslunina vopnaður hnífi
og hótað afgreiðslustúlku.
129.900-