Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Page 9
DV Fréttir miðvikudagur 29. ágúst 2007 9
Jóhanna Sigurðardóttir vill auka félagslegan þátt íbúðalánakerfisins. Hún hefur falið nýrri nefnd að endur-
skoða íbúðalánakerfið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, tekur vel í hugmyndir Jóhönnu
en efast um að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þær.
„Ég tel að það þurfi að vinna hratt
þar sem nú ríkir neyðarástand,“ segir
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra. Hún hefur skipað nefnd
um endurskoðun á íbúðalánakerf-
inu og er nefndinni ætlaður óvenju
skammur tími til að skila áliti sínu,
eða um níu vikur.
Flestir í húsnæðisvanda
Hún segir að frá árinu 2003, þeg-
ar viðbótarlánin voru lögð niður, hafi
þeir sem minna hafa á milli handanna
verið í erfiðri stöðu. „Sá hópur sem
hvergi fær fyrirgreiðslu í húsnæðismál-
um hefur stækkað,“ segir hún. „Stærsti
hluti þeirra sem koma til mín í viðtöl á
í húsnæðisvandræðum. Venjulegt fólk
ræður ekki við kjör á almennum leigu-
markaði þar sem tveggja til þriggja
herbergja íbúðir eru leigðar út á yfir
hundrað þúsund krónur.“
Verkefni nefndarinnar er að efla fé-
lagslegan þátt húsnæðislánakerfisins.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, segist fagna þessari stefnu
Jóhönnu. Hann bendir á að VG hafi
lengi sagt að tekjulágt fólk eigi erfið-
ara en aðrir með að komast í tryggt
húsnæði.
Óvissa um Sjálfstæðisflokk
Þó að ríkisstjórnin standi að baki
þessari vinnu að nafninu til seg-
ist Steingrímur efast um að eining
sé innan hennar enda Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki þekktur fyrir að fara
í þessa átt. Hann telur líklegt að Jó-
hanna muni eiga erfitt með að fá
samþykktar á þingi breytingar sem
auka umfang félagslega kerfisins
í húsnæðismálum. Því megi setja
spurningarmerki við hverju hún fær
áorkað. Einnig hnýtur hann um að
nýlega stóð Jóhanna fyrir því að láns-
hlutfall yrði lækkað.
Steingrímur ítrekar þó að þess-
ar áherslur séu í takt við stefnu VG.
Hann segist gjarnan vilja taka þátt í
vinnu sem þessari og þykir miður að
ekki hafi verið leitað til hans flokks-
manna í ferlinu.
NEYÐ Á ÍBÚÐALÁNAMARKAÐI
Erla HlynSdÓttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Íbúðabyggð í reykjavík Jóhanna sigurðardóttir félagsmálaráðherra segir þann
hóp sem hvergi fær fyrirgreiðslu hafa stækkað.
aðgerða er þörf Félagsmálaráðherra
segir flesta sem til sín leita eiga í
húsnæðisvandræðum.
129.900-