Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Síða 19
Námskeið
Hekl: 5 kvöld.
Námskeið hefst þriðjud. 11. sept.
Námskeið hefst þriðjud. 30. okt.
Harðangur og klaustur: 5 kvöld.
Námskeið hefst mánud. 10. sept.
Námskeið hefst mánud. 29. okt.
Kennt er í Grafarvogi.
Upplýsingar í síma:
588 5171 / 862 2039
DV Áhugamál miðvikudagur 29. ágúst 2007 19
Kertabollar og skálar úr mósaík
Hvert er þitt áhugamál?
„Ég hef gaman af því að gera kertabolla, skálar og
annað sem mér dettur í hug úr mósaík.“
Hefurðu stundað þetta lengi?
„Í svona átta ár.“
Hvað kom til?
„Ég fór á námskeið í skólanum þegar ég var í 8. bekk
og svo hef ég verið að gera þetta heima.“
Langar þig að hafa þetta að atvinnu?
„Nei, ég held ekki.“
Hvar kaupir þú efnin?
„Ég hef alltaf keypt efnin á Keramikloftinu á Akureyri.
Ég er nýflutt til Reykjavíkur og hef ekki verið mjög iðin við
þetta síðan ég flutti.“
Hvað gerir þú við afurðirnar?
„Ég gef flest í jóla- og afmælisgjafir.“
Ertu með vinnuherbergi?
„Nei, ég geri þetta í eldhúsinu heima hjá mér.“
Áttu önnur áhugamál?
„Nei, hef svo mikið að gera í skólanum að ég hef varla
tíma fyrir neitt annað.“
Þrúður Maren Einarsdóttir, nemi í fjármála-
verkfræði og áhugamanneskja um mósaík.Hvert er þitt áhugamál?
„Að sauma og þrykkja. Ég geri mikið af því að sauma úr ull og gera
útsaum í vél. Svo hef ég líka áhuga á myndlist og hef gaman af því að
sameina myndlist og saumaskap. Þá sauma ég púða og mála á hann
mynd svo dæmi sé tekið.“
Hefurðu stundað þetta lengi?
„Ég hef saumað frá því ég man eftir mér og svo var ég á hönnunar-
og textílbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri.“
Hvað kom til?
„Áhuginn hefur alltaf verið til staðar. Þegar ég var ung tíðkaðist
það ennþá að mæður saumuðu mikið og fylgdist ég þá með mömmu
og ömmu. Þegar ég var í Verkmenntaskólanum kviknuðu svo fleiri
hugmyndir.“
Værir þú til í að hafa þetta að atvinnu?
„Já, ég væri alveg til í það.“
Ertu með vinnuherbergi?
„Já, ég er með vinnuherbergi í bílskúrnum þar sem ég er með
saumavélina og fullt af alls konar drasli sem ég hef sankað að mér
eins og litum, efni og alls konar dóti.“
Uppáhaldshlutur sem þú hefur gert?
„Það mundi vera vesti sem ég saumaði á mig þegar ég var í skól-
anum. Hugmyndin að því er sótt í íslenska þjóðbúninginn.“
Hefur þú selt/sýnt?
„Nei, ekki ennþá.“
Langar þig að læra meira á þessari braut?
„Já, um leið og ég er búin að finna út hvar áhugasviðið liggur ná-
kvæmlega. Hvort mig langar að læra myndlist eða textíl. Ég er ekki
nógu flögrandi týpa til að henda mér út í nám án þess að vera viss.“
Tvinnar saman
myndlist og
saumaskap
Sigríður Ragna Björg-vinsdóttir, starfsmaður í
versluninni Birtu á Egils-
stöðum.
Hvert er þitt áhugamál?
„Skartgripagerð er hálfgerð árátta hjá mér og hún fer ekki dvínandi.“
Hefurðu stundað þetta lengi?
„Ég er búinn að stunda þetta í um tíu ár.“
Hvað kom til?
„Upphaflega lærði ég blikksmíði og þannig kynntist ég málmunum.
Smám saman beindist áhuginn svo að dýrari efnum eins og silfri og gulli.
Það eru eðalmálmar sem heilla alltaf og það er töfrum líkast að vinna með
þá. Ég leitaði mér upplýsinga á námskeiðum og fór að prófa mig smám sam-
an áfram.“
Vinnur þú með önnur efni en gull og silfur?
„Fyrir ári kynntist ég efni sem heitir artclay. Þetta er aldagömul aðferð í
vinnslu á silfri. Þar er hreinu silfri blandað við leir og vatn. Þetta minnir um
margt á leir sem notaður er í barnaskóla en svo er þetta hitað með loga og
eftir stendur hreint silfur. Þetta er mjög aðgengilegt og einstakt efni. En svo
nota ég líka íslenska steina, horn og bein í skartgripina mína.“
Værir þú til í að hafa þetta að atvinnu?
„Þetta er nú orðið atvinna mín. Ég er grunnskólakennari en ég hef líka
haldið námskeið í skartgripagerð og eftirspurnin hefur aukist mikið hjá mér.
Það er svo mikið af fullorðnu fólki sem vantar hobbí. Ég flétta þetta líka sam-
an með því að halda styttri námskeið í skartgripagerð í skólanum.“
Ertu með vinnuherbergi?
„Ég er með vinnustofu í búlskúrnum og þar held ég líka stundum nám-
skeið.“
Uppáhaldshlutur sem þú hefur gert?
„Ég er mjög ánægður með hálsfesti og hring sem ég gaf vinkonu minni
norður í Eyjafirði. Þar blandaði ég saman nautshorni og silfri en mér þykir
mjög gaman að blanda þessum efnum saman.“
Hefur þú selt/sýnt?
„Nei, ég hef ekki verið í þeim geira, sölumennska höfðar ekki til mín. En
ég hef einu sinni sýnt á handverkshátíðinni Hrafnagili.“
Töfrum líkast að vinna
með eðalmálma
Vífill Valgeirs-
son, grunn-
skólakennari og
skartgripa-
gerðarmaður.