Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Side 23
Umræðan um skólabúninga snýst oft ekki um aðalatriðið. Það er sagt að ein af meginástæðunum fyrir skóla- búningum sé sá efnahagslegi mun- ur sem er á nemendunum. En með þessari nálgun erum við að gleyma aðalatriðinu sem er fátækt barna. Fátækt barna á ekki að vera liðin en í samtölum mínum við reynslu- mikla kennara hefur komið fram að þeir skynji æ meiri efnamun á milli barna. Auðvitað eru allar aðgerð- ir jákvæðar sem hugsanlega draga úr einelti en það breytir því ekki að við þurfum að ráðast að rót vandans en ekki fela vandann með skólabún- ingum. Það var því afar ánægjulegt að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks gerði það eitt af sínum fyrstu verkum að samþykkja aðgerð- aráætlun í þágu barna en slíkt hafði aldrei verið gert áður. Þar er tekið á mýmörgu sem snýr að hagsmunum barna og fjölskyldna og meðal ann- ars annars að fátækt barna. Má þar nefna eftirfarandi aðgerðir: Barnabætur tekjulágra fjölskyldna verða hækkaðar. Aðgengi allra barna og ungmenna að íþróttum og félags- starfi, ekki síst þeirra er búa við veik- an fjárhag, verður bætt. Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði. Tannvernd barna verður bætt með gjaldfrjálsu eftirliti og auknum nið- urgreiðslum. Nemendur í framhaldsskólum skulu njóta stuðnings til kaupa á bókum og öðrum námsgögnum. Þá segir einnig í stjórnarsáttmála þess- arar ríkisstjórnarinnar að málefni barna séu forgangsmál ríkisstjórn- arinnar og að skattleysismörk verði hækkuð. Þá ætlar ríkisstjórnin vinna að endurskoðun á skattkerfi og al- mannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks sem er löngu tímabært. Þessar aðgerðir munu bæta hag barnafjölskyldna og vinna gegn fá- tækt barna sem á að vera ólíðandi í sjötta ríkasta landi í heimi. Pistillinn birtist áður á vefsíðu Ág- ústs Ólafs, agustolafur.blog.is. Ollie Þessi drengur tók hið svokallaða ollie-stökk yfir garðstól á Ingólfstorgi fyrir ljósmyndara DV. Eins og sjá má á myndinni fór hann létt með stökkið og drengirnir fyrir aftan hann fylgdust vel með tilfþrifunum. DV-MYND: ARNARmyndin P lús eð a m ínu s Sturla Böðvarsson fær mínusinn í dag. DV sagði frá því í gær að samkvæmt minnisblaði Gunnars Gunnarssonar aðstoðar- vegamálastjóra til Sturlu hefði aðeins kostað 50 milljónir að gera gömlu Grímseyjarferjuna þannig að hún stæðist allar reglur. Spurningin „Ég er ekki nema fimm mínútur, enda hjóla ég og lendi fyrir vikið ekki í umferðar- teppum. Þar að auki bý ég frekar nálægt vinnustaðnum mínum,“ segir Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Þung umferð hefur verið á álagstímum í borginni á síðustu dögum enda vegafram- kvæmdir staðið yfir. Margir hafa verið lengur en vanalega á leið í og úr vinnu. Hvað ert þú lengi á leiðinni í vinnuna? Sandkassinn Ég er haldinn þráhyggju. Ég er í það minnsta haldinn þeirri óþol- andi tilhneigingu að styðja þann sem minna má sín. Þetta þykir al- mennt gott viðhorf og hugsanlega hef ég nú þegar hækkað í áliti hjá einhverjum. Ég get svo sem alveg tekið undir það, en þetta er afleitt þegar kemur að íþróttum. Trúið mér. Ég hef ekki getað fagnað ein- um einasta deildarmeistaratitli eða meistaratitli í áraraðir. Síðast þeg- ar ég fagnaði sigri var það þegar KA-menn urðu Íslandsmeistarar í handbolta árið 2002 eftir æsilegt einvígi gegn Val. Síðan þá hefur allt farið niður á við. Mitt uppáhaldsfélag í enska boltanum; Aston Villa hefur held- ur betur mátt muna sinn fífil feg- urri. KA og Þór eru hvorugt í efstu deild hér heima og meira að segja Fjarðabyggð er að missa af mögu- leikanum á því að komast upp í úr- valsdeild. Þar fór síðasti mögulegi fulltrúinn til að halda uppi merkj- um landsbyggðarinnar. Á Spáni held ég á laun með Atletico Madr- id, sem vinnur aldrei neitt frek- ar en Sampdoria í ítalska boltan- um. Þar sem ég er frá Kópaskeri styð ég Snört í þriðju deild en það er hreint ekki auðvelt. Ég stóð mig að því að fagna þegar lið- ið tapaði bara 0-1 um daginn. Þetta er erfitt líf. Ég bara fæ mig ekki til að halda með United, Liverpool, Chelsea, Barcelona, Real eða AC Milan, Val eða KR. Finnst það eitt- hvað svo ódýrt. Ég gæti farið þá leið að segjast hafa haldið með einhverju þessara liða frá barnæsku, eins og flestir gera. Allt í einu hélt annar hver maður með Chelsea og ég get svarið það að ég hitti fleiri Manchester City-menn um helgina en ég hef hitt á allri ævinni. Það er samt gaman að hitta menn þessa dagana, sem ég veit að eru KR-ingar. Það er svona svipuð tilfinning og þegar ég sé ofdekruð börn sem þurfa allt í einu að standa á eigin fótum. Það hlakk- ar í mér. Ég held að þessi stuðningur við litla manninn geri mér gott. Þannig get ég sem Aston Villa- maður hæglega glaðst yfir jafntefli á meðan Manchester United- menn bölva því að hafa ekki unnið botnliðið nema 1-0. Þegar öll kurl eru komin til grafar er ég helmingi ánægðari með lífið en félagi minn sem heldur með United. Ég kann þó allavega að meta það. Er það ekki plús? Baldur guðmundsson heldur með litla manninum Ráðumst að rót vandans ágúst Ólafur ágústssOn, alþingismaður skrifar Fátækt barna á ekki að vera liðin en í samtölum mínum við reynslumikla kennara hefur komið fram að þeir skynji æ meiri efnamun á milli barna. DV Umræða MIðVIkuDaGuR 29. áGúst 2007 23 DV fyrir 25 árum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.