Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2007, Qupperneq 30
miðvikudagur 29. ágúst 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Glæsikerrann sem söngvar-
inn snjalli og athafnamaður-
inn, Geir Ólafsson, ekur um á
götum borgarinnar hefur hlotið
verðskuldaða athygli borgarbúa
og fjölmiðla-
manna. Geir
er nýr at-
hafnamað-
ur í íslensku
samfélagi,
en hann
stofnaði
nýverið
fyrirtækið
Royal Iceland með vini sínum
Gísla Guðmundssyni, fyrrum
eiganda B&L. Félagarnir munu
ætla að efna til blaðamanna-
fundar 12. september til að
kynna markmið fyrirtækisins.
Í greininni á visir.is var sagt að
Geir bættist hér með við hóp
hamingjusamra Range Rover-
eigenda eins og Björgólfs Guð-
mundssonar, Jóns Ásgeirs,
Hannesar Smárasonar og
Þorsteins M.Jónssonar en það
er ekki alls kostar rétt. Bíllinn er
skráður eign B&L.
n Eins og komið hefur fram var
fyrirtaka í máli Hildar Helgu
Sigurðardóttur gegn Útvarpi
Sögu í Héraðsdómi Reykjavík-
ur í síð-
ustu viku.
Arnþrúður
Karlsdóttir
útvarpsstjóri
hefur vísað
ásökunum
Hildar Helgu
á bug og
bendir á háa
reikninga leigubíla sem Hildur
Helga hafi tekið og látið skrifa
hjá Útvarpi Sögu. Þeir sem segj-
ast þekkja til fullyrða að ástæða
þess að Hildur Helga hafi hætt
hjá Ríkisútvarpinu á sínum tíma
sé sú sama og Arnþrúður ber
fyrir sig: Leigubílaferðir á kostn-
að vinnuveitanda.
n Sigur Rós seldi á dögunum
áritað eintak á ebay.com af vín-
ylsafni sínu „In a Frozen Sea:
A Year with Sigur Rós“ á fimm
hundruð og tólf dollara. Ágóði
sölunnar rann allur til Saving
Iceland. Boð bárustu í í vínyls-
afnið alls
staðar að úr
heiminum
en hæsta
boðið kom
frá Þýska-
landi. „In a
Frozen Sea“
er held-
ur óvenju-
leg safnplata en hún inniheld-
ur vínylútgáfu af þremur áður
útgefnum plötum sveitarinnar;
Ágætis byrjun, ( ) og Takk. Þessi
uppákoma var að frumkvæði
Sigur Rósar-manna.
Hver er maðurinn?
„Ættaður af Snæfellsnesinu, al-
inn upp í Reykjavík og búsettur á
Króknum.“
Hver er þín atvinna?
„Ég verð framkvæmdastjóri Heil-
brigðiseftirlits Norðurlands vestra
eftir tvær vikur.“
Hvað drífur þig áfram?
„Það er bara gaman að vakna á
morgnana.“
Hver eru þín áhugamál?
„Sund, veiðar, fiskar og þjóðfé-
lagsmál.“
Besta bókin?
„Sú bók sem hefur haft mest
áhrif á mig er Útlendingurinn eft-
ir Albert Camus. Bókin velti upp
spurningum hjá mér um líf, dauða
og tilgang hlutanna. Ég las hana á
unglingsaldri og hafði hún djúp-
stæð áhrif á mig.“
Ferðast þú mikið innanlands?
„Alveg svakalega mikið. Ég hef
komið á alla staði á landinu nema
Grímsey en ég hef oft siglt fram hjá
henni.“
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
„Ég málaði gluggana á húsinu
mínu og þurfti að takast á við mikla
lofthræðslu. Ég fór í veiðitúr og
lagði silungsnet í sjó. Ég skrapp líka
til Benidorm.“
Hefur þú búið erlendis?
„Já, ég bjó í Svíþjóð með foreldr-
um mínum þegar ég var púki. Svo
var ég í skiptivinnu í Belfast í nokkra
mánuði og þá í framhaldsnámi í
Englandi í skólp- og fráveitufræði.“
Hver er þín sérviska?
„Ég á það til að fá ákveðna hluti á
pirruna og taka þá rækilega fyrir.“
Hvernig er íslensk pólitík í dag?
„Hún er nokkuð sérkennileg.
Fólk heldur með sínum flokki líkt
og um íþróttafélag sé að ræða, án
þess að huga að þeim hagsmunum
sem eru í húfi. Þetta sést best á því
að fólk heldur áfram að kjósa flokka
sem grafið hafa undan heilu byggð-
unum með óréttlátu kvótakerfi.“
Hversu mikil réttindi finnst þér
að samkynhneigðir eiga að
hafa?
„Samkynhneigðir eiga að njóta
sömu réttinda og allir aðrir.“
Hverju viltu breyta?
„Það er svo margt. Fiskiveiði-
málin eru alltaf ofarlega á lista en
þau eru jú ástæðan fyrir því að ég
gaf kost á mér í stjórnmál á sínum
tíma. Það blasir við að það er hægt
að vinna betur að þessum mála-
flokki og á mun réttlátari hátt.“
Ef ekki tilvonandi framkvæmd-
arstjóri, hvað þá?
„Það er svo margt sem ég væri til
í að gera. Ég væri til dæmis til í að
vera kennari. En það er sama hvað
maður gerir, ef maður bara leggur
sig fram verður verkefnið skemmti-
legt.“
Hvað er fram undan?
„Nú er ég á leiðinni norður og
ætla að reyna að komast í gæsa-
veiði. En það er alveg öruggt að ég
tíni ber.“
MAÐUR
DAGSINS
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
Málaði heiMa og vann
á lofthræðslunni
Sigurjón Þórðarson,
fyrrverandi þingmaður. Í dv í
gær kom fram að sigurjón
reyndi að hafa áhrif á lög um
réttindi og staðfesta samvist
samkynhneigðra. sigurjón
ætlaði þó aðeins að leggja sitt
af mörkum í baráttunni.
Við mælum með því að Íslendingar
haldi áfram að vera duglegir við að
sækja íslenskar kvikmyndir í kvik-
myndahúsum. Það er hægara sagt
en gert fyrir íslenska kvikmynda-
gerðarmenn að fá fjármagn og eru
myndirnar yfirleitt mjög góðar mið-
að við fjárráð. Fjölda íslenskra kvik-
mynda er að vænta á næstu mánuð-
um og hafa margar góðar komið út
síðustu misseri. Höldum áfram að
efla íslenska kvikmyndagerð.
Handboltavertíðin hefst óformlega
um helgina þegar Reykjavíkurmót-
ið fer fram. Fyrstu leikir eru í dag og
er leikið í Víkinni og í Austurbergi.
Það er um að gera að skella sér á
mótið því þar spila mörg af bestu
liðum landsins um þessar mundir.
Bæði í karla- og kvennaflokki. Mikl-
ar mannabreytingar hafa orðið hjá
flestum liðum og gefst fólki tækifæri
til að berja þau augum í fyrsta sinn
fyrir mót.
Núna getur fólk loksins farið í pool
eða snóker án þess að anga eins og
öskubakki. Þetta er þrælskemmti-
leg iðja og er fólk ekki lengi að
komast upp á lagið með að beita
kjuðanum. Hægt er að finna fjöl-
marga staði á höfuðborgarsvæðinu
sem og úti á landi sem bjóða upp á
slíka afþreyingu og um að gera að
nýta sér hana.
Við mælum með...
...REykjavíkuRmótinu
í HandBolta
...íSlEnSkum kvikmyndum
...pool og SnókER
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+12 5
+15 6
+13 3+9 3
+12
3
+13
4
+13
3
+12
3
+11
5
+15
2
+122
+8
4
+12
3
+12
5
+14
2