Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 19

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 19
FÉLAGSBRÉF 9 sjálfsafneitunar og þroskaðrar lífs- og mannþekkingar yfir Val- gerði húsfreyju í sögunni Drengur góður, og frú Herdís, sem ég hef áður minnzt á, er heillandi í sínu kvenlega raunsæi og sinni fórnfúsu bragðvísi. Sigga Gunna stendur fastmeitluð fyrir sjón- um okkar, nöturleg og harmræn, og Védís gamla er stórbrotin, þar sem höfundurinn sýnir okkur hana á krossi lífslangrar bar- áttu við ástríður, mannvonzku og sjálfsásökun. Læknirinn, sem vindur sér fannbarinn inn úr hríðinni og veðurógninni í hinni frægu sögu, Stökkið, Bardal, sem horfir á hina tóbakseitruðu flugu, Freysteinn í Fjallskógum, sem lifað hefur á vonlausri von, maðurinn úr Lónunum í sinni sálarkvöl og sinni furðulegu auð- mýkt, Bjarni gamli með silfurbúna svipuna reidda um öxl, og Jakob í Jakobsbúð í kví af kvenfélagskonum, segjandi við sinn hollvin og frelsara: „Þú komst mátulega, Sigfús minn blessaður! Pú“ — allar þessar mjög svo ólíku persónur og fjölmargar fleiri sjáum við ljóslifandi. En ennþá betur en persónurnar munum við samt heildarblæ sagnanna. Persónurnar þokast frá okkur, þegar stundir líða frá seinustu kynnum, en áhrifavald heildarinnar lifir í okkur, heldur áfram að orka á okkur, er svo sem orðið þáttur í okkar eigin lífsreynslu. Þetta minnir mig á það, sem skáldið segir í sögunni Bréf úr myrkri: „Ég reið út dalinn að austanverðu og fór yfir margar þverár, litlar og strangar, sem runnu í aðalána. Það lét oft hátt í þeim, svo að niðurinn í aðalánni heyrðist ekki, en þegar ég var kominn nokkra faðma frá þeim, þögnuðu þær. En niðurinn í aðalánni keyrðist stöðugt.“ Það er ekki niðurinn frá þveránum, örlagafallvötnum einstakra persóna, sem fylgir okkur lengst eftir lestur sagnanna, heldur úynur aðalárinnar, lífsins miklu og straumþungu móðu. Áhrifamagn sagna Þóris Bergssonar verður að allmiklu leyti til fyrir þá ærnu kunnáttu og tækni, sem hann hefur til að bera sem rithöfundur. Við skulum líta fljótlega á nokkrar sögur. Það er þá fyrst Sigga Gunna. Hin hlýja skrifstofa, þar sem skíðlogar í ofninum og skrifstofuþjónarnir sitja iðjulausir og ^hyggjulausir að loknum haustönnum, með hinn þýlynda og sér- góða Árna bóka sem æðsta mann. Úti rok, regn og krapi til skiptis,

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.