Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 33

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 33
FÉLAGSBRÉF 23 viti. Er því ekki með öllu rétt að kenna bækur við hann. Rit þau, sem við hann eru kennd, munu öll vera skráð af lærisveini hans, Flaviusi Arrianusi, rómverskum valdsmanni og merkum rithöf- undi. Vitað er, að Arrianus skráði átta bækur með ræðum Epik- tets; eru fjórar þeirra verðveittar. Auk þess er talið, að hann hafi skráð tólf bækur með samræðum hans, en engin þeirra er varðveitt. Þá mun Arrianus hafa safnað á einn stað meginatriðum úr kenn- ingu lærimeistarans og kallað Handbók Epiktets, en íslenzkum lesendum er sagt til um inntak bókarinnar með nafni: Hver er sinnar gæfu smiður. Epiktet var einn af síðustu Stóíkunum, en margir íslendingar hafa orðið fyrir miklum áhrifum af ritum þeirra bæði fyrr og síðar. Stóuspekin átti nærfellt fjögurra alda feril að baki, þegar Epiktet var vaxinn maður. Niðurstöður Epiktets eru því með nokkrum hætti árangur af fjögurra alda leit eins merkasta heim- spekiskóla fornaldar að þeim lífsviðhorfum og lífsháttum, er veitt geta manninum sanna hamingju. Handbók Epiktets er leiðarvísir um hamingjuvænlegt líferni. Segir hann mönnum hispurslaust til vegar. Meðal annars leggur hann ríka áherzlu á frelsi sérhvers manns og bræðralag allra manna. Epiktet boðar virðingu fyrir öllum mönnum, því að allir menn eiga sama föður. Vitneskjan um það er meira verð en vinátta keis- arans. Mannkynið er eitt, því skyldu og lögin ein og ríkið eitt. Frelsi manna telur Epiktet vera fólgið í hæfileikanum til að kjósa, hvað þeir gera og hvað þeir láta ógert. Hann lætur Seif mæla svo: „Ég gaf þér hlutdeild í guðdómi mínum, hæfileikann til að kjósa, hvað þú gerir og hvað þú lætur ógert“. Hamingja manna er, að dómi Epiktets, komin undir geðró þeirra, en geðrór er sá einn, sem frjálst vald hefur á kjöri sínu. Lífsviðhorf slíks manns er jákvætt, og ekkert mótlæti getur bugað hann. Bókin segir frá því, hvernig menn geta unnið slíkt frelsi.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.