Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 14

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 14
4 FÉLAGSBRÉF félagið varð þess heiðurs aðnjótandi, löngu áður en það sendi frá sér nokkra bók, að verða fyrir aðkasti manna, aðallega þeirra, er kalla sig sósíalista, en hafa tri'iarjátninguna fornu: frelsi, jafn- rétti, bræðralag, aðeins að yfirvaryi. Það sýna verkin, þar sem þeir ráða ríkjum, þótt orðin falli stundum á aðra lund. Er gott eitt um það að segja, að verða fyrír harðhnjaski óhlutvandra manna, og munu forráðamenn félagsins láta sér annt um að eiga skilið meira af því tagi. Af þeim þremur bókum, sem nú leggja úr hlaði, er ein þeirrar tegundar, að næsta ólíklegt er að henni verði lof sungið í herbúð- um harðstjórasinnanna, sem ekki hafa neitt við það að athuga að alsaklausar þjóðir séu beittar fantabrögðum. Örlaganótt sú, er reið yfir Eystrasaltslöndin, mundi þegar myrkva dag allan lengra vestur, hver veit hvað langt, væri Atlantshafsbandalaginu ekki að mæta, en á þeim samtökum hafa yfirgangsseggirnir austrænu og dindlar þeirra hér vestra illan bifur og er jafnan á það ráðist harkalega á „friðar“-þingum sovétsinna, grárra fyrir járnum. Gefst nú íslendingum á að líta hlutlausa frásögn heiðvirðs manns, en síðan mætti hver og einn vel gera upp við sjálfan sig, hvort hann óskar vina- og frændþjóðum Norðurálfunnar, jafnvel sinni eigin þjóð, svipaðra örlaga og þeirra, er prófessor Oras segir svo hóflega frá. Þá er hér og fyrsta skáldsagan, sem félagið gefur út. Fjallar hún um annað mesta, ef ekki, þegar til lengdar lætur raunveru- lega mesta vandamál vorra daga: sambúð hvítra manna og þel- dökkra. Það er einkennandi og leynist í því vonameisti um auk- inn bróðurhug, að fjallræða þessi hin nýa er rítuð af Suður- Afríkumanni, og hallar hann hvergi máli, en tekst einmitt þess vegna að teikna hina átakanlegu mynd sína dráttum sannrar snilldar. Eigi nokkur maður Nóbelsverðlaun skilið, er það Alan Paton og einmitt fyrir þessa bók. Almenna bókafélaginu er það hin mesta ánægja og heiður, að koma henni á framfæri við íslenzk- an almenning, sem á sér frá fomu fari lundarlag, er kann að meta mannkosti og stundum listagildi. Lestina rekur handbók Epiktets, örlítið kver, heilnæmt að lcynna sér hverjum þeim, sem örlaganótt frumstæðs ofureflis

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.