Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 18
8 FÉLAGSBRÉF vísa sér á þennan hlédræga listamann, ef honum kynni að bregða fyrir. Þegar nærfellt þrír áratugir voru liðnir frá því að Sigga Gunna kom fyrir sjónir almennings, sendi skáldið frá sér fyrstu bók sína, Sögur, og ég hef fyrir satt, að til þess að svo mætti verða, hafi þurft eindreginna afskipta af hendi eins mikilsvirtasta og snjallasta bókmenntafræðings þjóðarinnar, mjög mikils áhrifa- manns á vettvangi andlegra mála með oss Islendingum. í ljóðum Þóris Bergssonar og skáldsögunum Vegir og vegleysur og Hvítsandar er sitthvað, sem vert er að athuga, ekki sízt þá er rætt er almennt um skáldskap hans. En ég hef valið þann kost að verja þeim stutta tíma, sem ég hef hér til umráða, til þess að f jalla um smásögur hans. Þórir Bergsson getur ekki talizt skáld neinna sérstakra byggða eða stétta. Skáld stríðs og áróðurs er hann ekki, og hann virðist ekki leggja mikið upp úr hinum ýmsu viðhorfum manna í stétta- baráttu og stjórnmálum. Það er persónuleg, en ekki stéttar- eða áróðursafstaða, sem kemur fram í sögum eins og Við bakdyrnar og Silfurbúin svipa, og lesandinn fær á tilfinninguna, að skáldið sé hjartanlega sammála frú Herdísi í sögunni Hjálp í viðlögum, þegar hún gerir lítið úr stjórnmálaskoðun bónda síns og telur sjálfsagt, að hann fórni henni vegna fjölskyldu sinnar og fyrir aðstöðuna til að halda áfram að rækja þá köllun að flytja boðskap meistarans frá Galíleu. Stíll Þóris Bergssonar er mjög blátt áfram og yfirleitt snurðu- laus, engin áherzla lögð á sérkennileg orð eða orðfæri. Hann fell- ur vel að efninu, dregur ekki þannig að sér athyglina, að hann raski heildaráhrifum sögunnar, — að skógarins gæti ekki fyrir hinum einstöku meiðum. í fimmtíu og þremur af sjötíu og sjö sög- um segir Þórir Bergsson frá í fyrstu persónu. Þá er slíkur háttur er við hafður, finnst lesandanum, að látlaust orðfæri hæfi bezt, svo sem þá er einhver segir kunningja sínum sögu, þegar fundum ber saman í góðu tómi, og eykur þessi frásagnarháttur á ynnileik og aðlöðun hins yfirlætislausa stíls. Þórir Bergsson hefur brugðið upp — stundum með örfáum dráttum — mjög skýrum og eðlilegum persónum, og okkur finnst mikið til um sumar þeirra. Það er kvenleg reisn hetjuskapar,

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.