Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 27
FÉLAGSBRÉF 17 í ræðu í Stokkhólmi fyrir fimm árum lýstuð þér viðhorfi yðar til eigin ævistarfs þann veg, að engum er fært að gera það betur. Skáldþjónustan — þannig komust þér að orði — var „lífsstarf í angist og svita hins mannlega anda, ekki til að öðlast vegsemd, því síður gróða, heldur til þess að skapa úr efnivið mannsandans eitthvað, sem ekki var áður til“. Hver treystir sér til að lýsa erfiði, angist og laundrjúgum unaði listamannsins með færri orð- um og einfaldar? Fáar setningar í verkum William Faulkners munu lýsa honum betur, bera honum — og um leið meðbræðrum og -systrum hans á hnetti vorum — göfugra vitnisburð. Annars er ræðan í heild ógleymanleg og mun verða langlif með mörgum og ólíkum þjóðum. Hún er eins konar huggunarsálmur mannkyni, sem er í öngum sínum. Það hefði eiginlega þurft að lesa hana hér í dag, hún mun aldrei verða of vel numin. Ekki hvað sízt játningin: „Eg trúi því, að maðurinn muni ekki einungis halda áfram að vera til: hann mun lifa. Hann er ódauðlegur, ekki vegna þess, að hann einn meðal dýra hefur þrotlausa raust, heldur sökum þess, að hann hefur sál, anda meðaumkvunar, fórnar og þolgæðis.“ Svo mörg eru þau orð. Og með þeim þykist eg hafa fundið þeim orðum mínum stað, að betri gest en William Faulkner muni vart bera hér að garði. Kæri William Faulkner, — vinnist yður tími til að kynna yður sögu þjóðar vorrar og lands, mun yður skiljast, að íslenzka þjóðin í fátækt sinni og smæð hefur borið gæfu til að lifa lífi sínu til þessa dags, hvað sem síðar kann að verða, svo nokkurn veginn eftir þeim lögmálum, sem þér hafið sett yður per- sónulega. Heiður sá og ábyrgð, sem vorri kynslóð hefur verið í hendur skilað, er af því taginu. Ekki sízt þess vegna þökkum vér yður fyrir komuna og vildum mega fá að sjá yður sem oftast hér- lendis. Sérstaklega langar okkur til að sýna yður fóstru vora, Fjallkonuna, sumarklædda og ofurlítið hýrari upplits. Vonandi standið þér við það, sem þér sögðuð við mig um daginn, að þér mynduð koma hingað aftur. í þeirri von kveðjum vér, sem hér erum saman komin, yður þakklátum huga og óskum yður farar- heillar heim og alls hins bezta um ókomin ár. Gunnar Gunnarsson.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.