Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 40
30 FÉLAGSBRÉP fljótt, er upplögin stækka. Þar sem Almenna bókafélagið hyggst engan fjárhagslegan hagnað hafa af starf- semi sinni, heldur verja öllu fé sínu í þágu félaganna, geta þeir, sem þeg- ar hafa gerzt félagsmenn, tryggt aukna útgáfustarfsemi fyrir óbreytt félagsgjald, ef þeir hvetja vini sína og kunningja til þátttöku í þessu merka félagi. Hin mikla þátttaka í Bókafélaginu hefur þegar gert kleift að auka út- gáfuna frá því, sem upphaflega var fyrirhugað. Þannig var ekki gert ráð fyrir, að félaginu tækist þegar á fyrsta ári að senda frá sér tímarit. Þetta „Félagsbréf", sem nú er sent félagsmönnum, ber þess gleggstan vott, að stjórn Almenna bókafélags- ins og bókmenntaráð ætla sér að auka útgáfustarfsemina samhliða fjölgun félagsmanna. Enn er ekki ljóst, hver félagatalan kann að verða, og því ótimabært að heita nokkurri aukningu á útgáfunni, enda verður að teljast heppilegra að lofa ekki meiru en því, sem örugglega verður staðið við, en láta heldur aukninguna sjást í verki, þegar að- stæður leyfa, eins og gert er með þessu hefti. Bækur þær, sem nú koma út, telj- ast fyrri hluti félagsbóka ársins 1956. Síðari hluti þeirra kemur út snemma á næsta ári. Eru það íslandssaga dr. Jóns Jóhannessonar, sem verður mik- ið og gott verk, og endurminningar Ásgríms Jónssonar, listmálara, skrá- settar af Tómasi Guðmundssyni, skáldi. Verður sú útgáfa hin vandað- asta og bókin skreytt myndum af málverkum listamannsins. Þannig fá félagsmenn Almenna bókafélagsins á fyrsta starfsári fé- lagsins fimm úrvalsbækur, ásamt tímariti, fyrir aðeins 150 krónur. Hljóta þau kjör að teljast geysigóð á þessum tímum hins háa verðlags. En þó standa vonir til, að vaxandi félagatala muni gera kleift að auka útgáfuna enn á komandi árum. E. K. J.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.