Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 15

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 15
FÉLAGSBRÉP 5 kynni yfir að ríða áður ævinni lýkur. Ánauðugur hugsuður var þess umkominn að setja saman heimspekireglur liandbókarinnar sér til afþreyingar og hugarhægðar. Mætti að vísu ýmislegt við þær athuga. Athugaverðast er þó, að einmitt á þessum hér vestra blessuðum degi, skuli menn svo milljónum skiptir þurfa á því að halda, að leita sér slíkrar eða líkrar andlegrar huggunar í þræla- búðum, sem aðeins örfáir losna lifandi úr. Þessu er unað af um- heiminum, illum kosti, og hver veit hvað lengi það mun standa. Það þykir engan mann skemma, að mæla þessu bót eða draga ör- ugga vissu í skúmskot efans. Tilraun sú, er félagið gerði: að gefa áskrifendum tækifæri til að eignast með sérstökum vildarkjörum myndabókina ÍSLAND, bók þann veg úr garði gera, að ekki hefur sézt önnur slík hérlend- is, sömu tegundar, hefur tekizt svo vel að líkur eru á að hægt verði að tvöfalda upplagið um líkt leyti og bókin berst félagsmönnum þeim, sem hana hafa pantað, í hendur — og samtímis í bókabúðir á nær tvöföldu verði. Með þá reynslu fengna, virðist sjálfgefið að halda lengra í sömu átt, og er það hyggja mín og von okkar allra, að enginn telji sig svikinn eða þó ekki sé nema vonsvikinn af skipt- um sínum við Almenna bókafélagið. Ráðamenn þess munu láta sér annt um, að svo megi verða einnig framvegis. Væri þá markinu náð hvað þá hlið snertir. Menningaráhrifin munu segja til sín áður varir og vonandi verða slík, að æ fleiri og sárari kvein berist og harmagrátur úr réttri átt, þangað til flótti brestur í liðinu og óhljóðið rénar af sjálfu sér vegna fækkandi raddbanda.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.