Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 24
14 FÉLAGSBRÉF I sögunni Frá morgni til kvölds segir skáldið: „En presturinn hafði lesið mikið og numið í þeirri dularfullu og torráðnu bók, sem ekki er rituð á pappír, heldur á sálir mann- anna. Hann var mildur, sá gamli þulur — afar umburðarlynd- ur, — hann kom því inn í minn huga, svo að það festist þar um alla ævi, að dæma vægt annað fólk fyrir flest, sem kallað er synd og yfirsjón, en dæma hart allt miskunnarleysi og grimmd við menn og dýr, — en dæma þó ætíð varlega." Sá, sem flytur slíkan boðskap og rökstyður hann svo sem Þórir Bergsson gerir í sögum sínum — í krafti persónuleika síns, vits- muna sinna og hart nær ófreskrar glöggskyggni — og í krafti sinnar meðfæddu og áunnu tækni og kunnáttu, hann þarf sannar- lega ekki að vera hlédrægur gagnvart þjóð sinni, hvorki sem mað- ur né skáld.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.