Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.01.1955, Blaðsíða 20
10 FÉLAGSBRÉF og þar er Sigga Gunna á ferli í von um björg og bænheyrslu, kona, sem berst fyrir þremur föðurlausum börnum, hálfsturluð af sorg, skorti og áhyggjum. Hvílíkar andstæður! Milli þeirra reynist líka órjúfanlegur veggur. Lesandinn heyrir duna í eyrum sér utan úr haustrosanum högg og hróp hinnar misþyrmdu konu og sér hana skjögra af stað, rennvota og ataða for og krapa. Svo kveður við rödd Árna bóka: „Heldurðu ekki, að Jónas á Hnúki vilji selja þann gráa? Mikið slcolli lízt mér vel á þann fola.“ Þegar þið lesið eða heyrið lesna í fyrsta sinn hina stuttu og yfir- lætislausu sögu Brosið, segið þið kannski með sjálfum ykkur: Hvað ætlar þetta að verða? Sagan er að verða búin, og það hefur eiginlega ekkert gerzt. Svo koma lokaorðin — svar við spurningu. Þetta svar er einungis tvö orð, og annað þeirra er sú samtenging, sem mest er notuð allra slíkra orða, en samt sem áður varpar svarið ljóma yfir alla söguna og ljósi skilnings inn í hugi lesend- anna eða áheyrendanna. Og á eftir kinka þeir kolli og leiða hug- ann að því margbreytilega undri mannlegrar tjáningar, sem við köllum bros. í sögunni Stökkið kemur höfundurinn að á mjög eðlilegan hátt frásögninni um stökkraun drengjanna, sem báðir eru nú orðnir embættismenn í sama héraði, og vegna nafnsins á sögunni þykist glúrinn lesandi fara nærri um, að þarna sé atriði, sem höfundur ætli frekar að nota í þágu heildaráhrifa sögunnar. En hvernig hann muni gera það er lesandanum með öllu hulið, unz lausnin kemur allt í einu, einföld en hnittin, þá er læknirinn víkur sér að hetjunni úr stökkrauninni, sínum fyrrverandi skólabróður, sem hefur neitað að fylgja honum út í hríðina til hinnar dauðvona sængurkonu, og segir: „Allright! Þú stekkur þá ekki!“ Hvort mundi ekki sá höfundur þurfa að kunna allvel til verka, sem á að komast frá því, án þess að hneyksla, að láta frekar kæru- lausan lausingja blekkja gamla konu í andarslitrunum, veita henni sakrament sem væri hann vígður maður? Sagan Sakrament hefst á frásögn um ævintýramann, sem flakkað hefur víða um lönd, og lesandinn býst við ýkjukenndri og hálfreyfaralegri sögu utan úr heimi. En svo er þá sagt frá ferð yfir heiði að vetrarlagi hér á ís-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.