Félagsbréf - 01.12.1958, Page 37

Félagsbréf - 01.12.1958, Page 37
FELAGSBREF 35 ýmsum öðrum kvæðum, er komu í síðari bókum mínum. Bók þessi þótti að því leyti óvenjuleg, að liér var um að ræða samfelldan flokk órímaðra 1 jóða; og varð hún ekki vinsæl meðal almennings. Dómararnir, sem fest höfðu mig í gálga fjórum árum áður voru í fullu fjöri. Þeir trúðu ekki á aft- urgöngur og þögðu. Nokkrir menn, sem ekki liöfðu áður tekið til máls um bækur mínar, báru að vísu lof á Þorpið, meir þó munnlega en á prenti, lielzta und- antekning var bókmenntasaga, sem út kom um þessar mundir, þar var mín virðulega getið. Bók þessi lá þó að mestu í þagnargildi næstu 8—10 árin. 1951 liristi ég upp í fórum mín- um og gaf út tvær bækur: Með hljóðstaf og Með örvalausum boga. Upplag hafði ég mjög lítið. Enn hvíldi yfir mér skugginn frá 1942 og fékk ég á þessum árum sannarlega að reyna það, að hlut- skipti leirskáldsins er ekki eftir- sóknarvert á Islandi. Eins og sjá má á þessari frá- sögn er nokkur öfugsnúður á rit- ferli mínum. Ég byrja vel, en svo kemur afturkastið. Nú er ekki allt- af að treysta mannadómum og al- þýðuhylli. Það er síður en svo að þessi öfuguggaferð hafi verið farin nokkrum til storkunar eða af karl- mennsku, lieldur af andlegri nauð- syn, ef ég má koinast svo yfirlæt- islega að orði. Það er ofur skilj- anlegt hve óvinsæl þessi leið hefur orðið hér á landi. Hér eru ríkar hefðir. Jafnaldrar mínir og eldri skáldhræður koma úr hinu klass- iska menningarumhverfi sveitanna ineð sin vinsælu yrkisefni — dýr, Jón úr Vör. gróður og forn dyggðastörf. Þeir, sem fara burt, yrkja saknaðarljóð, sem eiga liljómgrunn í hverju sveitamannshjarta. Bak við þessa liefð standa öll þjóðskáldin frá Jónasi til Davíðs. Þorpsmaður lilaut að taka aðra stefnu. RÍMKVÆÐI OG ÓRÍMUÐ LJÓÐ — Fyrsta áratuginn orti ég jöfn- um liöndum óbundið og með rími,

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.