Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Page 10
þriðjudagur 9. október 200710 Fréttir DV lögin kosta vanfærar konur lífið Í nóvember síðastliðnum voru fóstureyðingar bannaðar með lögum í Níkaragva í Suður-Ameríku. Skiptir þar engu hvort meðganga ógni lífi móður eður ei. Fóstureyð- ing er glæpur, hvort sem er af hálfu mæðra eða þeirra sem framkvæma aðgerðina. Hátt í hundrað konur hafa látist þar í landi vegna þessara laga. Níkaragva komst nýlega í fréttirnar vegna barnungrar stúlku á Bluefi- elds-mæðraheimilinu. Hafði stúlk- unni verið nauðgað af frænda sín- um og var gengin fimm mánuði á leið. Þrátt fyrir að læknar væru á einu máli um að líkami stúlkunn- ar væri engan veginn reiðubúinn fyrir meðgöngu eða barneign var fóstureyðing ekki inni í myndinni. Fóstureyðingar eru bannaðar í Nikaragva og þó heilbrigðisráðu- neytið hafi gefið út reglugerð með það fyrir augum að útskýra lögin og undanþágur frá þeim, gætir mikils ótta og óvissu bæði meðal almenn- ings og starfsfólks heilbrigðisstofn- ana. Samkvæmt útlistunum stjórn- valda eiga læknar að bregðast við flestum tilfellum þar sem um er að ræða vandamál við meðgöngu, með hvaða hætti er ekki tekið fram, þar með talið ef um utanlegsfóstur er að ræða. Ef um utanlegsfóstur er að ræða er leyfilegt að binda enda á meðgöngu því samkvæmt skil- greiningu væri ekki um fóstureyð- ingu að ræða því fóstrið væri ekki í legi móðurinnar. Engu að síður hafa lögin valdið því að læknar eru tregir til að framkvæma aðgerð- ir í slíkum tilfellum, því þeir eru ekki reiðubúnir til að taka áhætt- una á lögsókn, vegna fátækra og ómenntaðra mæðra af lágum þjóð- félagsstigum. Sá kostur að láta kon- una deyja er að mati margra lækna illskárri kostur en að taka áhætt- una og lenda í fangelsi. Aukin völd kirkjunnar Ríkisstjórn Níkaragva státaði eitt sinn af báráttumönnum fyrir rétt- indum kvenna og réttinum til fóst- ureyðinga. Það var á þeim tíma þeg- ar Sandinistar, undir forystu Daníels Ortega, háðu blóðuga borgarastyrj- öld við Kontra-skæruliða sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar. Árið 1990 hrökklaðist Ortega frá völdum í kosningum og kaþólska kirkjan seildist til áhrifa í landinu og kom tvisvar sinnum í veg fyrir endur- komu Ortega, árið 1996 og 2001. Í undanfara kosninganna í nóvember á síðasta ári fór Migu- el Obando y Bravo kardináli fyr- ir herferð þar sem krafist var full- komins banns við fóstureyðingum. Daníel Ortega sá sér leik á borði og fylkti Sandinistum að baki kardin- álanum og aðstoðaði við að gera bannið að raunveruleika. Ortega, endurfæddur sem dyggur kaþól- ikki, hlaut forsetaembættið í verð- laun. Síðan þá hefur gætt sívaxandi óánægju og jafnvel ógeðs hjá fyrr- verandi embættismönnum vegna leiðtoga og flokks sem margir segjast ekki þekkja lengur. Moisés Arana, fyrrverandi stjórnandi Bluefields, sagði þróunina vera mjög sorglega í ljósi mikillar tíðni kynferðisofbeld- is í landinu og fjölda ungra mæðra. „Hérna þrífst mikil trú, en mjög lítið af kristni,“ sagði hann. Ein saga af mörgum Í breska blaðinu Guardian er að finna frásögn sem undirstrikar al- vöru þessara mála í Níkaragva. Þar er sagt frá fátækri, einstæðri móð- ur, Maríu de Jesús Gonzáles. Hún var tuttugu og átta ára og bjó ásamt fjórum börnum sínum og móð- ur í hreysi í fjallabænum Ocotal. Hún sá sér og sínum farborða með því að þvo þvott og selja tortillur. En til að láta enda ná saman þurfti hún að dvelja á nokkurra mánaða fresti í Managva, höfuðborg lands- ins, þar sem hún þrælaði sér út í vikutíma í senn. Það var í eitt slíkt skipti sem hún fann að hún gekk ekki alveg heil til skógar og leitaði til læknis. Niðurstaðan var áfall. Hún gekk með barn og var um utanlegs- fóstur að ræða. Þó áframhaldandi meðganga setti líf hennar án efa í hættu var henni ekki boðin nein aðstoð á sjúkrahúsinu. Henni var sagt að hver sá læknir sem myndi framkvæma aðgerðina ætti á hættu þriggja ára fangelsisvist og hún sjálf ætti á hættu allt að tveggja ára vist bak við lás og slá. og hún gekk það- an út, framhjá fæðinga- og mæðra- deildunum og fór með langferðabif- reið heim í þorpið sitt. Heim komin bað hún tvær konur sem höfðu orðspor heilara í þorpinu að binda enda á meðgönguna. Í kofahrófinu, sem María kallaði heimili sitt, án svæfingar, eða réttra áhalda þurfti vart að spyrja að leikslokum. María de Jesús Gonzáles dó kvalafullum dauðdaga, enn eitt fórnarlamb trú- arbragða, stjórnmála og valda sem komið hafa Níkaragva á blað í bar- áttunni fyrir réttinum til fóstureyð- inga sem á sér stað um allan heim. Misskipt er mannanna láni Örlög Maríu de Jesús Gonzáles eru því miður örlög margra kvenna í Níkaragva. Landið er fátækt og flest- ar ungar konur hafa ekki mikil fjár- ráð. Valið hjá þeim stendur á milli þess að framhalda meðgöngu þrátt fyrir að hún stofni lífi þeirra í hættu, eða grípa til sama örþrifaráðs og María, við svipaðar aðstæður og með sömu væntingum um árangur. Óæskileg þungun er ekki jafnslæmt vandamál þegar um auðuga íbúa Níkaragva er að ræða. Þar er ekki endilega um að ræða dauðadóm, því ef fólk er auðugt er minnsta mál að fljúga til Miami í Bandaríkjunum og láta framkvæma fóstureyðingu þar. Svo er einnig sá möguleiki fyr- ir hendi að múta leynilegri lækna- stofu í Managva og fá vandamálið leyst án þess að fara út fyrir land- steinana. Ekki liggja fyrir neinar tölur um þann fjölda kvenna sem dáið hef- ur vegna fóstureyðingabannsins og þó páfi hafi virst viðurkenna aukna KolbEinn þorstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is María de Jesús Gonzáles dó kvalafullum dauð- daga, enn eitt fórn- arlamb trúarbragða, stjórnmála og valda. Nikaragva n Höfuðborg – Managva n opinbert tungumál – spænska n Forseti – daníel ortega n Stjórnarfar – lýðræði n Stærð – 129.494 ferkílómetrar n Fólksfjöldi – 5.603.000 (áætlað 2006) Fátækt í níkaragva Stærsti hluti þjóðarinnar býr við örbirgð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.