Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Side 22
þriðjudagur 9. október 200722 Fókus DV á þ r i ð j u d e g i Gestaboð GuðrúnarJólasveinn á útihátíð Það reyndist hrein tímasóun að eyða miðjunni úr laugardags- kvöldi í að horfa á nýja skemmti- þáttinn Laugardagslögin. Tals- verðrar spennu gætti áður en þátturinn hófst enda er þarna á ferð eitt af metnaðarfyllstu verk- efnum Sjónvarpsins í vetur. Þáttur- inn reyndist flatur, stirðbusaleg- ur og tilgerðarlegur og húmorinn langt undan. Einhvern veginn leið hann áfram í tilbreytingarleysi þótt tilraunir væru gerðar á köflum til fyndni. Spyrillinn Gísli Einarsson, sem er yfirburðasjónvarpsmaður að öllu jöfnu, var eins og jóla- sveinn á útihátíð um verslunar- mannahelgi. Þvældist um borgina án þess að svo mikið sem bros- vipra fæddist. Ragnhildur Stein- unn Jónsdóttir sýndi enga þá takta sem við var að búast. Kannski er hún ofnotuð. Og þríeykið Erpur Eyvindarson, Selma Björnsdóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson virkaði ekki í þessum þætti. Það eina í þættinum sem fékk mig og 10 ára dóttur mína til að brosa út í annað voru þeir Jón Gnarr og Sig- urjón Kjartansson sem áttu magn- aða spretti. Rúmur klukkutími á laugardagskvöldi yfir Laugardags- lögunum er nokkuð sem aldrei mun gerast aftur. Þátturinn hefði mátt vera hálftími að lengd miðað við það sem fram var borið. Guði sé lof fyrir SkjáEinn. næturvaktin ReyniR TRausTason horfði á Laugardagslögin HHHHH Minning, upphitun og frumsýning Glefsur frá atburðum helgarinnar: Það var mikið um að vera í listalífinu víða um bæ um helgina. Ljósmyndari DV stóð vaktina. Í fíling þessar tvær virtust nokkuð ánægðar með það sem boðið var upp á á upphitunartónleikum fyrir airwaves á NaSa á föstudagskvöldið. Bjartir tímar aron Pálmi Ágústsson og jón trausti reynisson virkuðu ánægðir með lífið fyrir utan NaSa á föstudagskvöldið en innandyra fóru fram upphitunartón-leikar fyrir airwaves. Glaðbeitt hjón kristjá n Franklín Magnús og Sigríður a rnardóttir voru hýr á brá á föstu dagskvöldið á frumsýningu einleik s guðrúnar Ásmundsdóttur, Ævin týri í iðnó. Gríman felld Megas og Ágústa eva erlendsdóttir taka lagið saman á minningartónleik- um um Lee Hazlewood á organ á föstudagskvöldið. Sú var tíð að sjálfsagt þótti að halda upp á merkis- leikafmæli helstu stórleikara þjóðanna með sérstök- um hátíðarsýningum. Nú er sú tíð liðin. Öld hinna miklu leikara er hnigin, en í staðinn runnin upp öld hinna miklu leikstjóra. Sem eru reyndar marg- ir – allt of margir – einungis miklir í eigin augum og afvegaleiddra aðdáenda sinna. Þeir fylla leikhúsin með sínu háakademíska, háestetíska leikstjórnar- konfekti, sínu endalausa brasi við að „nýtúlka“ göm- ul og góð leikrit sem langflest þurfa ekkert á neinum „nýtúlkunum“ að halda, heldur aðeins því að þeim sé sýnd virðing, nærfærni og skynsamlegur skilning- ur. Sumir segja að þeir verstu vilji breyta leikurunum í viljalausar strengjabrúður til að framfylgja misfár- ánlegum hugmyndum þeirra af skilyrðislausri und- irgefni. Og útkoman: leikhús svo leiðinlegt að áhorf- endur með heilbrigðan smekk standa upp og greiða atkvæði með fótunum. En prímadonnan lifir. Ef einhver skyldi efast um það, getur hann farið niður í Iðnó eitthvert kvöldið næstu vikur. Það má vera að prímadonnunni hafi verið ýtt til hliðar um stundarsakir, en hún er þarna enn, á sveimi á bak við tjöldin, eins og draugurinn í Parísaróperunni. Þegar minnst varir getur hún skotist fram á sviðið, styrk eins og ljónið, ljúf eins og lambið. Og þegar prímadonnan geysist fram í sviðsljósið í öllu sínu veldi verður svo hvasst á svið- inu að allt fúla leikstjórnarkonfektið fýkur út í veður og vind (síðasta sending af því að minnsta kosti, því miður hætt við að nýjar séu á leiðinni), áhorfand- inn gleymir því að honum hafi verið orðið bumbult af öllu þessu vonda konfekti, en kemst aftur í þessa gömlu, yndislegu leikhúsvímu sem er og verður það besta í leikhúsinu. Ingmar heitinn Bergman sagði eitt sinn – og ég hef oft haft ástæðu til að vitna í þau orð – að til að skapa gott leikhús þyrfti aðeins þrennt: áhorfanda, leikara og hugmynd, sem leikarinn vildi miðla áhorfandanum. Má bæta því við, að leikarinn þarf helst að hafa stóra sál, leggja hug sinn og hjarta í það sem hann vill koma á framfæri. Það spillir að minnsta kosti ekki fyrir. Iðnó er hundrað og tíu ára. Og Guðrún Ás- mundsdóttir hefur staðið á leiksviði í fimmtíu ár. Hvað er eðlilegra en Guðrún haldi upp á tímamót- in með söguveislu í gamla, góða Iðnó? Sagan end- urtekur sig stundum á býsna skringilegan hátt. Eitt sinn fyrir langa löngu fór megnið af leikurum LR upp í Þjóðleikhúsið nýja, þar sem allt átti að verða svo miklu betra en í gamla, úrsérgengna kofaræksninu á Tjarnarbakkanum. Svo fór þó að lokum að sumir þeirra voru fegnir að geta snúið aftur í þennan kofa þar sem þeir blómstruðu síðustu árin, áður en þeir hurfu endanlega af því leiksviði sem við öll leikum á. Nokkrum árum síðar kvöddu leikarar LR Iðnó fyrir fullt og allt og héldu á vit ævintýranna inn í Kringlu- mýri. Það fór eins og það fór. Og nú er Guðrún Ás- mundsdóttir, sem eitt sinn var þarna ung og síðar miðaldra leikkona, einnig komin aftur niður í Iðnó sem er risið upp í nýrri dýrð. Manni finnst eins og Guðrún hafi aldrei farið þaðan. Eftir á að hyggja gat Guðrún ekki fagnað leikaf- mæli sínu á betri hátt. Hún elskar Iðnó, þekkir sögu hússins út í æsar og er full af skemmtilegum frásögn- um um allt það góða og oft harla kostulega fólk sem gekk þar um garða, bæði innan sviðs og utan. Hún er sögumaður af Guðs náð, hún er leikari af Guðs náð. Hún þiggur leiðsögn af glöggu leikstjórnarauga dóttur sinnar, sonur hennar býr til laglega umgerð um sviðið. Hún stendur (og situr) ein á sviðinu í tvo tíma ásamt ungum píanista sem spilar brot úr gömlu leikhúsmúsíkinni á hljóðfærið. Hann heitir Óli, snýr baki í salinn og gegnir stærra hlutverki en hann virð- ist sjálfur hafa hugmynd um. Á vissan hátt er hann fulltrúi þeirra yngri kynslóða sem nú eiga að fá að kynnast þessu húsi – eins og við sem höfum kom- ið í það frá barnæsku og erum bráðum orðin göm- ul. Reyndar á ungi maðurinn einnig sín persónulegu tengsl við húsið sem ég segi ekki frá hér. Og þarna skeiðar Guðrún fram og aftur um þau eitt hundrað og tíu ár sem húsið hefur staðið, þetta hús sem ekki á sinn líka í landinu, þetta hús sem hef- ur hýst svo fjölbreytilegt og á köflum æði skrautlegt mannlíf, jafnframt því að vera ein helsta listamið- Hvað veistu? 1. Hvert var upphaflegt millinafn John Lennon? 2. Hver leikur aðaLhLutverkið í hamskiptunum sem nú eru sýnd í þjóðleikhúsinu? 3. Hvað er þuLbaLdi? stöð þjóðarinnar. Kvöldið (ég hika við að tala um sýningu) er að langmestu leyti á léttari nótunum, en þó bregður fyrir hæfilegum alvöruglömpum inn á milli; hinn reyndi „performer“ veit að ekki má allt- af spila í sömu tóntegundinni, þá fer okkar hvikulu sálum að leiðast. Í upphafi tekur Guðrún sérstaklega fram að góð saga eigi ekki að líða fyrir sannleikann, svona ef einhver „besserwisser“ skyldi fara að fetta fingur út í smáatriði. Það er auðvitað alveg hárrétt, samt ætla ég að gerast svo djarfur; eins þótt skáld- að sé frjálslega í hinar frægu eyður sögunnar, á helst að reyna að fara rétt með nöfn: Kristján sá stórleik- ari sem heillaði reykvíska áhorfendur með svip- brigðalist sinni um aldamótin fyrri – og var reynd- ar á sinn hátt merk persóna í leiklistarsögunni – var ekki Kristjánsson, heldur Þorgrímsson. Og fáeinar af sögunum eru fullpersónulegar til að eiga erindi út fyrir vina- og kunningjahópinn sem fjölmennti á frumsýninguna. Þá er ekki heldur við hæfi að nefna Ofvitann án þess að geta þess að Kjartan Ragnars- son var höfundur þeirrar sýningar. Ofvitinn er einn merkasti leikviðburður síðari áratuga og hann skap- aði sig ekki sjálfur. Það eru ekki allir jafnhandgengn- ir leiklistarsögunni og við Guðrún Ásmundsdóttir. En þetta eru lítil atriði og léttvæg sem er auðvelt að lagfæra á komandi sýningum. Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði hjarta síns, stendur í bók sem Guðrúnu Ásmundsdótt- ur hefur löngum verið hugleikin. Þar er líka mik- ið talað um gestaboð, veisluhöld. Nú slær Guðrún upp sinni veislu í Iðnó með dyggri hjálp Mar- grétar Rósu Einarsdóttur sem ekki má gleyma að nefna hér og gætir þessa húss með slíkum sóma að seint verður fullþakkað. Okkur er öllum boðið í veisluna. Ég veit að það er til nokkuð mikils ætlast að gestaboðið standi næstu fimmtíu ár í viðbót, eins og fulltrúi Reykjavíkurborgar sagði í ávarpi að lokinni frumsýningu, en megi það samt standa sem allra, allra lengst. Gagn og gaman Á Rás 2 um helgina fór þátturinn Íslenskar goðsagnir í fyrsta sinn í loftið. Um er að ræða þátt Björns Stefánssonar, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, sem verður fastur dagskrárliður í vetur á laugardög- um klukkan þrjú. Í hverjum þætti ætlar Björn að taka fyrir einn tón- listarmann og fara yfir feril hans með hjálp hljómsveitarfélaga og vina viðkomandi. Fyrsti þáttur- inn er í tveimur hlutum og fjallar um Rúnar Gunnarsson sem var í böndum á borð við Dáta og Sex- tett Ólafs Gauks og Rúnars Gunn- arssonar. Rúnar féll frá ungur að aldri en mörg laga hans lifa enn góðu lífi en Rúnar samdi meðal annars lögin Gvendur á Eyrinni og Það er svo undarlegt með unga menn. Björn fer vel með efnið, hefur heillandi útvarpsrödd og er þátturinn klipptur á sérlega glæsi- legan hátt þar sem tónlist spilar að sjálfsögðu stóra rullu. Þetta er þáttur sem gagn og gaman er að. Ég veit hvað ég verð að gera á sama tíma um næstu helgi. Íslenskar goðsagnir BeRGlind HäsleR hlustaði á Íslenskar goðsagnir HHHHH iðnó: Söguveisla með Guðrúnu Ásmundsdóttur leikstjórn: Sigrún edda björnsdóttir leikmynd: ragnar kjartansson Píanó: ólafur björn ólafsson lýsing: egill ingibergsson HHHHH leikdómur Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi„Eftir á að hyggja gat Guðrún ekki fagnað leikafmæli sínu á betri hátt. Hún elskar Iðnó, þekkir sögu hússins út í æsar og er full af skemmtilegum frásögnum um allt það góða og oft harla kostulega fólk sem gekk þar um garða, bæði innan sviðs og utan. Hún er sögumaður af Guðs náð, hún er leikari af Guðs náð.“ Svör: 1. WiNStoN 2. gíSLi örN garðarSSoN 3. SaMFeLLdur SóNN eða HviNur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.