Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2007, Síða 26
Hætt hefur verið við gerð kvik-
mynda sem byggja átti á tölvuleikj-
unum Halo og Gears of War sem eru
stærstu leikirnir á Xbox 360. Áætlan-
ir voru uppi á síðasta ári um að gera
kvikmyndir eftir báðum leikjunum
en þau áform eru nú fyrir bí. Leik-
irnir hafa báðir verið gríðarlega vin-
sælir og seldist Halo 3 til að mynda
fyrir 170 milljónir dala á sínum fyrsta
sólarhring í sölu. Það gerir leikinn
að söluhæstu afþreyingarvöru allra
tíma á fyrsta sólarhring.
Neill Blomkamp, sem átti að leik-
stýra Halo-myndinni, hefur staðfest
að verkefnið hafi verið dautt síðan
í desember. „Myndin er algjörlega
dauð. Allavega samkvæmt uppruna-
legu áætluninni og ef hún verður svo
gerð verður það alveg nýtt verkefni.
Myndin hrundi í lok síðasta árs og
ekkert hefur gerst síðan þá. Það verð-
ur spennandi að sjá hvað gerist,“ seg-
ir Blomkamp um Halo-myndina.
Þá lítur út fyrir að myndin Gears
of War verði heldur ekki að veruleika
sökum fjárskorts. Auk þess sem frétt-
ir herma að leikstjórinn Len Wise-
man hafi dregið sig út úr verkefninu.
Wiseman hefur áður leikstýrt Under-
world-myndunum og Die Hard 4.0.
asgeir@dv.is
þriðjudagur 9. október 200726 Bíó DV
Hætt hefur verið við kvikmyndir byggðar á Halo og Gears of War:
Hætt við tölvuleikjamyndir
Halo 3 Mjög ólíklegt þykir að mynd verði gerð á næstunni eins og áætlað var.
Hálfgert trúboð
Já, ég er svo sannarlega for-fallinn aðdáandi og bú-inn að vera það í þó nokk-urn tíma,“ segir Þröstur Helgason, ritstjórnarfull-trúi Lesbókarinnar í Morg-
unblaðinu. Þröstur heldur úti
bloggsíðunni vitinn.blog.is þar
sem hann birtir meðal annars ve
fbók um tónlistarmanninn Tom
Waits endurgjaldslaust.
„Ef eitthvað er hefur áhuginn
ágerst eftir því sem liðið hefur á.
Mér finnst hann stórkostlegur en
það er erfitt að útskýra af hverju
Tom Waits en fyrst og fremst var
það tónlistin sem heillaði mig,“
segir Þröstur aðspurður hvers
vegna Tom Waits en ekki einhver
annar. „Þetta jazz- og blússkotna
rokk er heillandi og svo er það líka
bara hann sjálfur. Hann er bæði
svo ljúfur og tregafullur en síðan
getur hann algjörlega tapað sér í
öskrum um hvað þetta er vondur
heimur. Það er svo margt í honum
sem og að hann er ágætis skáld.“
Aðspurður hvort hann hafi farið
á marga tónleika með goðinu svar-
ar hann neitandi. „Ég hef aldrei
farið á tónleika með honum enda
hefur ekki verið auðhlaupið að
því þar sem Tom Waits hefur ekki
haldið tónleika í um 5 eða 10 ár. Ég
á allt eftir hann og ætla að reyna að
komast yfir allan vínylinn. En nú
get ég sett það á stefnuskrána.
Tom Waits höfðar til mín á svo
mörgum forsendum en hann er
mjög fjölhæfur tónlistarmaður og
virðist geta brugðið fyrir sig hin-
um ýmsu stílum. Það er líka mjög
heillandi við hann að hann hef-
ur verið hann sjálfur í öll þessi ár.
Hann hefur haldið þræðinum og
ekki látið glepjast af einhverjum
tískustraumum í músíkinni. Þótt
hann hafi oft verið undir áhrifum
af því sem hefur verið að gerast
hefur hann fyrst og fremst alltaf
verið hann sjálfur, eins klisjukennt
og það hljómar,“ segir Þröstur um
kappann. „Maður þekkir alltaf
Tom Waits.“
Þröstur segir Waits standa föst-
um fótum í ákveðinni bandarískri
tónlistarhefð og að hann hafi
ræktað hana á sinn hátt. „Þetta
var tilvalið efni í vefbók og svo
sem ekki beint efni sem ég mundi
gefa út á bók. Einfaldlega vegna
þess að þetta er ekki nógu ítar-
legt og má segja að þetta sé hálf-
gert trúboð. Því allir sem eru ekki
búnir að uppgötva þennan mann
ættu að gera það. Þetta tók ekki
langan tíma í sjáfu sér þar sem ég
skrifaði þetta sem pistla í Lesbók-
ina og síðan skrifaði ég eina lengri
grein þegar tribute-tónleikarnir
hans voru haldnir í lok ágúst. En
það er svo inngangur að bókinni,
það er ítarlegri grein þar sem far-
ið er yfir ferilinn,“ segir Þröstur að
lokum.
Þröstur Helgason hefur vakið
mikla lukku með ókeypis vef-
bók um lifandi tónlistargoð-
sögnina Tom Waits.
Þröstur Helgason
gefur út fríar
vefbækur á vitinn.
blog.is.
Tom Waits þröstur segir
skrif sín um kappann vera
nánast eins og trúboð.
- bara lúxus
Sími: 553 2075
STARDUST kl. 5.30, 8 og 10.30 10
3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16
CHUCK & LARRY kl. 5.40, 8 og 10.20 12
LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR
www.laugarasbio.is - Miðasala á
Hugljúf rómantísk gamanmynd
Leiðin að hjartanu er í
gegnum ljúfengan mat!
www.SAMbio.is 575 8900
StarduSt er Mögnuð ævintýraMynd
Stútfull af göldruM, HúMor og HaSar.
Skemmtilegustu vinkonur í
heimi eru mættar.
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
KEFLAVÍK
SELFOSSI
KRINGLUNNI
STARDUST kl. 5:40 - 8 -10:20 10
NO RESERVATIONS kl. 8 L
3:10 TO YUMA kl. 10 16
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30 10
STARDUST kl. 5:30 - 8 - 10:30
NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 L
SUPER BAD kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:30 12
MR. BROOKS kl. 8 16
BRATZ kl. 5:30 L
DISTURBIA kl. 10:30 14
ASTRÓPÍÁ kl. 6 L
STARDUST kl. 6:30 - 9 10
NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:10 L
MR. BROOKS kl. 10:10 16
ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 L
RATATOUILLE M/- ÍSL TAL kl. 5:40 L
DIGITALDIGITAL
DIGITALVIP
CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:20 12
NO RESERVATIONS kl. 8 L
SHOOT EM UP kl. 10:20 16
STARDUST kl. 8 10
SUPERBAD kl. 8 - 10:20 L
MR. BROOKS kl. 10:30 16
robert de niro og MicHelle Pfeiffer í frábærri Mynd SeM var
tekinn uPP á íSlandi og allir ættu að Hafa gaMan af
Hljómsveitin Sigur Rós hélt í
ógleymanlega tónleikaferð um
Ísland sumarið 2006.
Samspil Sigur Rósar, náttúru
Íslands og íslensku þjóðarinnar má
finna í þessu ógleymanlegu
meistarastykki Sigur Rósar, mynd
sem engin má missa af!
�����
“H EIMA ER BEST”
- MBL
FRÁ MEISTARA ROB ZOMBIE
KEMUR EIN SVAKALEGASTA
MYND ÁRSINS!
SLÓ Í GEGN Í BANDARÍKJUNUM
OG FÓR BEINT Á TOPPINN.
DÓMSDAGUR DJÖFULSINS!
MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI
MÖGNUÐU
HRYLLINGSMYND!
HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10
3:10 TO YUMA kl. 5.30 - 8 - 10.30
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10.20
NÝTT Í BÍÓ!
SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919
SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000
16
12
16
14
12
16
14
14
HALLOWEEN kl. 8 - 10.10
SUPERBAD kl. 6 - 8
CHUCK AND LARRY kl. 6 - 10.10
16
12
14
16
14
HALLOWEEN kl.6 - 8 - 10.15
THE 11TH HOUR kl.6 - 8 - 10
VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20
BROTHERSOM MAN kl. 6 - 10
THE EDGE OF HEAVEN kl. 8
HALLOWEEN kl. 5.30 - 8 - 10.25
SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30
SUPERBADLÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30
SHOOT´EM UP kl. 8 - 10
HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6
HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8
KNOCKED UP kl. 10.20
BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4
THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar
-A.F.B. Blaðið
- L.I.B., Topp5.is
- I. Þ. Film.is
- J. I. S. Film.is- D.Ö.J., Kvikmyndir.com
“Skotheld skemmtun”
- T.S.K., Blaðið
“TOP 10 CONC EPT
FILMS EVER ”
- O BSERVER
�����
“ ALG JÖRLEGA EINSTÖK”
- FBL
�����
“VÁ”
- B LAÐIÐ
�����
“ME Ð GÆSA HÚÐ AF
HRIFNIN GU”
- DV
�����
“SI GUR ROS HAVE
REINVENTED THE
ROCK FILM”
- Q
����
“SO BEAUTI FUL
ITS HYPNOTIC”
- EMPIRE
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu