Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Page 16
Þrír leikmenn í íslenska landslið-
inu spila með norska liðinu Brann
sem er við það að landa sínum fyrsta
meistaratitli. Brann lagði Lyn 3-1 í
23. umferð norsku úrvalsdeildarinn-
ar í knattspyrnu og hefur 9 stiga for-
skot á Stabæk, sem er í 2. sæti, og er
með hagstæðan markamun upp á
tólf mörk en þrjár umferðir eru eft-
ir. Ef fer sem sýnist verður þetta fyrsti
meistaratitill Brann í 44 ár en liðið er
þekkt fyrir eldheita stuðningsmenn
og mikinn áhuga samfélagsins á lið-
inu.
Kristján Örn Sigurðsson og Ólaf-
ur Örn Bjarnason hafa leikið flesta
leiki með liðinu á leiktíðinni en Ár-
mann Smári Björnsson hefur verið
inn og út úr liðinu. Kristján Sigurðs-
son hefur leikið afar vel í vörn Brann
og hafa fjölmiðlar ausið yfir hann lofi
fyrir frammistöðuna á leiktíðinni. Í
umsögn um Kristján í Aftonbladet er
hann sagður vafalítið besti miðvörð-
ur norsku deildarinnar og að hann
hafi ríkt sem kóngur í vörn Brann á
leiktíðinni.
Allir að tala um fótbolta í
bænum
Ármann Smári Björnsson hefur
leikið vel fyrir Brann en hann kom
til liðsins frá FH fyrir leiktíðina í
norska boltanum. „Það er svakalega
góð stemmning í bænum og ég hef
aldrei kynnst öðru eins. Það hafa all-
ir áhuga á fótbolta á þessari stundu,
alveg sama á hvaða aldri fólkið er.
Maður finnur ekki alveg fyrir pressu
þegar þetta er eiginlega komið en
það var mikil pressa í sumar og þjálf-
arinn gaf það út strax í fyrsta leik að
við ætluðum að taka gullið. Við erum
með níu stig og tólf mörk í plús og við
þurfum að spila mjög illa ef þetta á
ekki að takast.
Sjálfur hef ég verið ánægður með
frammistöðu mína. Ég hef bæði ver-
ið frammi og í vörn og jafnvel spilað
meira en ég bjóst við svona á fyrsta
ári. Ég er mjög sáttur við veru mína
þarna og ætla mér að halda áfram
með liðinu. Ég er með samning út
2009 og ég ætla að virða hann en við
sjáum til hvað gerist eftir það. Þetta
er gaman og það verður fínt að taka
fjórða titilinn í röð,“ segir Ármann
Smári en hann vann þrjá Íslands-
meistaratitla í röð með FH á Íslandi
áður en hann hélt til Noregs.
Ólafur Örn mögulega á förum
Ólafur Örn Bjarnason hefur spilað
við hlið Kristjáns Arnar í vörn Brann
og staðið sig vel. Hann segir ekki ljóst
hvort hann verði áfram hjá félaginu
en hann á marga valkosti í stöðunni.
„Ég veit ekki alveg hvernig framtíðin
verður. Mér stendur til boða að vera
í Brann áfram í að minnsta í tvö ár í
viðbót. Einnig eru önnur lið í Noregi
inni í myndinni. Svo er það náttúr-
lega Ísland líka. Ég tek enga ákvörð-
un fyrr en eftir tímabilið og ef þetta
er ágætt sem er í boði og mér líst vel á
þetta þá er aldrei að vita nema mað-
ur verði áfram. Ég hef alltaf ætlað
mér að spila á Íslandi eitthvað áður
en ég hætti en hvort það verður núna
eða eftir tvö ár er erfitt að segja.
Það eru einhverjar þreifingar
í gangi bæði frá Noregi og öðrum
löndum en það er ekkert sem ég vil
tala um núna.
Ef ég kæmi heim get ég ekkert
endilega sagt að Grindavík væri lík-
legra en eitthvað annað. En ég get
ekki neitað því að ef maður kæmi
heim myndi maður vilja vera í liði
sem er í titlabaráttu og eins og stað-
an er núna er Grindavík kannski ekki
alveg á leiðinni í titlabaráttu. Maður
yrði að skoða það betur þegar maður
kemur heim,“ segir Ólafur.
fimmtudagur 11. október 200716 Sport DV
Owen tilbúinn
fyrir landsliðið
Michael Owen
er búinn að
jafna sig
endanlega af
nárameiðslum
sem hafa hrjáð
hann að
undanförnu og
mun hann spila
fyrir england
gegn eistlend-
ingum á laugardag. Hann kom inn á
sem varamaður gegn everton um
síðustu helgi og skorði mark en hann
virðist ekki getað komið inn á
knattspyrnuvöll nú um stundir án þess
að skora mark. „mér líður vel og
aðgerðin sem ég fór í heppnaðist
fullkomlega,“ segir owen. Newcastle-
menn hafa áhyggjur af því að owen sé
of fljótur að reyna mikið á sig en owen
er ekki sammála því. „aðalmálið er að
komast í gegnum sársaukann sem fyrst
eftir aðgerðina og ef eitthvað er set ég
klúbbinn fram yfir landsliðið“, segir
owen.
Mark Mcfadden á safn
mark James McFadden gegn frökkum
í landsleik Skota
og frakka í
síðasta mánuði
verður til sýnis á
safni sem
tileinkað er
knattspyrnu á
Hampden-
vellinum í
glasgow.
myndin verður í
anddyri safnsins en markið tryggði
Skotum sigur í leiknum fræga í París.
mcfadden spilar fyrir enska úrvalsdeild-
arliðið everton en hann hefur gert það
að vana sínum að skora falleg mörk þó
hann sé ekkert sérstaklega oft á
skotskónum. mark hans fyrir everton
gegn Charlton í fyrra var valið fallegasta
mark tímabilisins af áhorfendum Sky
Sports-sjónvarpsstöðvarinnar.
richards að
seMja við city
Micah Richards varnarmaður úr
manchester City
er við það að
skrifa undir
nýjan samning
við liðið. Þessi
efnilegi
varnarmaður
hefur spilað vel
það sem af er
leiktíðar og
hefur hann
meðal annars unnið sér fast sæti í enska
landsliðinu. Stórliðin höfðu flest sýnt
honum áhuga og í vikunni sagði hann í
viðtali að hann gæti vel hugsað sér að
spila fyrir arsenal. Hann segir hins vegar
að hann sé ánægður hjá City og viðtalið
sem hafi birst við hann hafi verið
gamalt og tekið úr samhengi.
enski bOltinn
Logi Ólafsson líklega næsti þjálfari KR og Stefán Logi hefur KR sem sinn fyrsta kost:
Stefán og Logi líklega áfram í KR
Logi Ólafsson verður líklega áfram
þjálfari KR en samningaviðræður
eru langt komnar á milli hans og for-
ráðamanna KR. Stefán Logi Magn-
ússon, markvörður úr KR, á í samn-
ingaviðræðum við Vesturbæjarliðið
en áhugi er meðal liða í Skandinavíu
á að fá hann til sín.
Miklar líkur eru á því að gengið
verði frá ráðningu Loga Ólafssonar
á næstu dögum og mun hann skrifa
undir samning við liðið fljótlega.
„Það er aldrei neitt öruggt í þessum
efnum en það lítur afskaplega vel út
eins og staðan er núna,“ segir Logi.
Hann tók við liðinu í lok júlí en und-
ir hans stjórn fékk liðið 9 stig úr sjö
leikjum í Landsbankadeildinni. En
fyrri hluta sumars fékk KR 7 stig úr
11 leikjum.
Einhverjar breytingar verða á
leikmannahópi KR en vitað er af því
að félagið er á eftir Grétari Sigfinni
Sigurðssyni sem lék í Víkingi í sum-
ar og Guðjóni Baldvinssyni Stjörnu-
manni.
Stefán Logi Magnússon mark-
vörður telur KR vera sinn fyrsta kost
þó lið í Skandinavíu og Englandi hafi
sýnt honum áhuga. „Ég veit af áhuga
erlendis frá þótt ég hafi ekki rætt við
neinn formlega. Hins vegar er KR
minn fyrsti kostur. Áhuginn erlend-
is er aðallega frá Skandinavíu en eitt-
hvað frá Englandi líka.
Ef ég myndi fara út þyrfti það að
vera rétt lið sem hentaði mér. Ég er
búinn að prófa atvinnumennskuna
og ég myndi ekki fara út bara til að
fara út.
Maður þarf hins vegar að vera vit-
laus til þess að skoða ekki hvað er í
boði erlendis. En eins og staðan er
núna vona ég að samkomulag náist
við KR.
Ég er ekki með umboðsmann til
þess að fara með mín mál. Ég hef
ákveðið það að hafa bara menn í
mínum málum sem ég treysti og
sambönd mín eru frá því ég var úti,“
segir Stefán.
vidar@dv.is
Logi Ólafsson mun
áfram þjálfa lið kr ef
að líkum lætur.
í dAg
17:20 ARSenAL - SundeRLAnd
enska úrvalsdeildin
19:00 engLiSh PReMieR LeAgue
ensku mörkin
20:00 PReMieR LeAgue WORLd
Heimur úrvalsdeildarinnar
Nýr þáttur þar sem enska úrvalsdeildin
er skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum.
20:30 PL CLASSiC MAtCheS
bestu leikir úrvalsdeildarinnar
Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg-
ustu leikjum úrvalsdeildarinnar.
21:30 gOALS OF the SeASOn
goals of the Season
Öll glæsilegustu mörk hverrar leiktíðar
Úrvalsdeildarinnar frá upphafi til
dagsins í dag.
22:30 4 4 2
Þáttur sem er ekkert minna en bylting í
umfjöllun um enska boltann á Íslandi.
23:55 COCA COLA MÖRkin
farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í
leikjum síðustu umferðar í Coca Cola
deildinni.
Allt snýst um
fótboltA í bergen
ViðAR guðJÓnSSOn
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Íslensku landsliðsmennirnir kristján Örn Sigurðsson, Ármann Smári Björnsson og
Ólafur Örn Bjarnason leika allir með norska úrvalsdeildarliðinu Brann sem er við það
að tryggja sér sinn fyrsta meistaratitil í 44 ár. Þeir segja mikla eftirvæntingu ríkja í
borginni og að hver maður sé með fótbolta á heilanum í Bergen. Kristján Örn Sigurðs-
son hefur fengið mikið lof í fjölmiðlum.
í norska boltanum félagarnir þrír úr
brann, kristján Örn Sigurðsson, ólafur
Örn bjarnason og Ármann Smári
björnsson, eru hér ásamt gunnari
Heiðari Þorvaldssyni leikmanni Våleringa
á landsliðsæfingu í gær.
í háloftunum Ármann
Smári björnsson er hér í
baráttunni í evrópukeppni
félagsliða en þar lagði liðið
Club brugge að velli í
tveimur leikjum.