Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.2007, Qupperneq 27
Spark í raSSinn
á röppurum
fimmtudagur 11. október 2007DV Bíó 27
Arthúr
www.fjandinn.com/arthur
Í mynd með
Kidman
Allt lítur út fyrir að leikkon-
an Julia Roberts muni bætast
við rómantísku gamanmyndina
Monte Carlo sem skarta mun
Nicole Kidman í aðalhlutverki.
Myndin er byggð á skáldsögunni
Headhunters eftir Jules Bass sem
fjallar um þrjár kennslukonur sem
þykjast vera ríkar konur þegar þær
eru í fríi. Tom Bezucha, sem gerði
myndina The Family Stone, mun
leikstýra myndinni en búist er við
einni þungavigtarleikkonu í við-
bót til að leika þriðja kennarann.
Þrjár myndir
áfram
Græna ljósið átti þrjár kvik-
myndir á Alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðinni í Reykjavík sem lauk
um síðustu helgi og hefur verið
ákveðið að sýna þær myndir
áfram. Um er að ræða myndirnar
4 Months, 3 Weeks & 2 Days, Edge
of Heaven og Aleksandra. Allar
hafa myndirnar fengið frábæra
dóma en sýningar á þeim hefjast
aftur á morgun og eru myndirnar
aðeins sýndar í Regnboganum.
Endurgerð
The Killer
Ákveðið hefur verið að endur-
gera hina sögufrægu hasarmynd
The Killer frá árinu 1989 eftir John
Woo. Myndin kom bæði leikstjór-
anum á kortið í Hollywood sem
og gæðaleikaranum Chow Yun-
Fat sem fór með aðalhlutverkið.
Það er John H. Lee sem mun leik-
stýra endurgerðinni en hún mun
gerast í Los Angeles en ekki Hong
Kong eins og sú fyrri. Ljóst er að
Yun-Fat mun ekki snúa aftur í að-
alhlutverkið heldur einhver yngri
og ferskari.
Airwaves á
Akureyri
Í fyrsta skipti verður hald-
ið Airwaves-kvöld á Akureyri á
meðan á
hátíðinni
stendur.
Kvöld-
ið verður
haldið á
Græna
hattinum
laugar-
daginn 20.
október
og kostar 2.500 krónur inn. Þau
sem koma fram eru kanadíski
tónlistarmaðurinn Buck65, kan-
adíska tríóið Plants and Animals
og íslensku hip-hop-sveitirnar
Forgotten Lores og Audio Improv-
ement. Kvöldið er afurð samstarfs
Herra Örlygs og AIM-tónleika.
„Þetta verkefni er alveg á fleygiferð,“ segir Þor-
finnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður um
heimildamyndina Draumalandið. Myndin er
unnin í samstafi við Andra Snæ Magnason og
gerð eftir samnefndri bók hans sem naut mik-
illa vinsælda á síðasta ári. Draumalandið er
hnitmiðuð ádeila á stóriðjustefnu Íslendinga
og ýmsar ákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið
undanfarin ár og áratugi.
Erlendir framleiðendur sýna áhuga
„Myndin er bara á klippiborðinu núna og við
búumst við því að hún verði tilbúin skömmu
eftir áramót,“ segir Þorfinnur sem efast ekki
um ágæti myndarinnar. „Myndin er ferðalag í
gegnum Íslandssöguna og hvar við stöndum í
dag. Myndin er byggð á pælingum sem koma úr
hausnum á Andra en hann er mjög frumlegur
og fær. Þetta verður ein stærsta heimildamynd
Íslandssögunnar,“ segir Þorfinnur og spaugar
með að heimsfrægð bíði hans og Andra þegar
myndin er komin út. „Við verðum jafnfrægir
og Balti,“ segir Þorfinnur hress en hann hefur
áður meðal annars gert heimildamyndina um
Lalla Jones sem vakti mikla at-
hygli. „Við erum samt ekki
að reyna hræða neinn með
myndinni og hún er mjög
skemmtileg. Engu að síður
tel ég að hún eigi eftir að
reynast mjög mikilvæg.“
Þorfinnur segir kostn-
aðinn við myndina vera
töluverðan og vandað sé
til verks. „Hún er til dæm-
is tekin upp á 35 mm filmu.“
Þeir sem framleiða myndina eru
Sigurður Gísli Pálmason, Hrönn
Kristinsdóttir og Þórir Snær Sig-
urjónsson en Þorfinnur segir að erlendir fram-
leiðendur hafi einngi sýnt myndinni mikinn
áhuga. „Við vorum að koma af ráðstefnunni
Nordic Panoram í Finnlandi og þar hittum við
meðal annars framleiðandann Bart Simpson
sem framleiddi myndina The Corporation,“ en
hún kom út árið 2003 og vakti mikla athygli.
Myndin segir frá starfsemi stórfyrirtækja og
þróun þeirra.
Samningaviðræður um
sýningar
Þorfinnur segir að
samningaviðræður
standi yfir við fjórar af
þeim sex evrópsku sjón-
varpsstöðvum sem voru
á ráðstefnunni og að mik-
ill áhugi sé fyrir mynd-
inni. „Meðal þeirra sjón-
varpsstöðva sem verið er að
ræða við og hafa sýnt myndinni
mikinn áhuga er Arte,“ en það er
frönsk/þýsk sjónvarpsstöð sem
sérhæfir sig í menningu og listum. „Hún er ein
sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu,“ en Þorf-
innur segir að einnig séu samningaviðræður í
gangi við sjónvarpsstöðvar í Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi.
„Þessi mynd fær okkur til þess að velta fyrir
okkur spurningunni hvort við höfum gengið til
góðs götuna fram eftir veg,“ segir Þorfinnur að
lokum um Draumalandið. asgeir@dv.is
Heimildarmyndin
Draumalandið eftir
Þorfinn Guðnason
sem er byggð á sam-
nefndri metsölubók
eftir Andra Snæ
Magnason er komin
vel á veg. Samninga-
viðræður um sýn-
ingu hennar á fjórum
stórum evrópskum
sjónvarpsstöðvum
standa nú yfir.
Þorfinnur GuðnASon
Segir erlendar sjónvarps-
stöðvar og framleiðendur
þegar sýna myndinni
mikinn áhuga.
Andri Snær MAGnASon
Heldur áfram að vekja
athygli með drauma-
landinu.